Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Orkering er gamalt handverk sem var oftast gert með skyttu. Gerðir voru fallegir dúkar, blúndur og fleira. Nú er farið að orkera mikið með svokall- aðri orkeringarnál og Hildur er aðallega að orkera hálsmen og armbönd. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Orkering eða tatting á ensku á sér langa sögu og ekki alls kostar á hreinu hversu gömul aðferðin er. Talið er að hún sé allt að þúsund ára og eigi sitthvað skylt við hnýt- ingar eða netagerð. Á gömlum málverkum má sjá aðalskonur skarta orkeruðum ermum og háls- málum. Skytta var oftast notuð til að orkera og fimir fingur. Í dag eru orkeringarnálar gjarnan notaðar. Orkerað handverk er einkar þétt og sterkt þannig að það endist vel og lengi. ORKERING ER ALLS EKKI NÝ AF NÁLINNI Aldagömul aðferð „Djúpavík hefur verið ástin í lífi mínu frá því ég kom hingað fyrst ár- ið 2003. Ég hef unnið hér á hótelinu á hverju sumri frá því árið 2006 en á veturna bý ég í Reykjavík og starfa þar hjá póstinum,“ segir Claus Ster- neck en hann hefur nú skipulagt öðru sinni ljósmyndasýningu undir nafninu STEYPA í gömlu síldarverk- smiðjunni í Djúpavík. Í fyrra komu tvö þúsund manns að sjá ljós- myndasýninguna svo Claus þótti full ástæða til að setja upp nýja sýningu í sumar. „Rétt eins og í fyrra þá eru þetta sjö ljósmyndarar, bæði frá Ís- landi og öðrum löndum, sem með myndunum tjá persónulega sýn á Ís- land. Allir höfðu frjálsar hendur, eina skilyrðið var að myndirnar væru teknar á Íslandi. Síldarverksmiðjan er heillandi sýningarstaður og ljós- myndararnir ráða sjálfir hvernig þeir setja myndirnar fram, hvort þær eru á gólfinu, uppi á veggjunum, bak við gler eða hvað sem er. Hér eru ótal möguleikar.“ Claus er sjálfur með myndir á sýningunni en auk hans sýna Haukur Sigurðsson og María Kjartans frá Íslandi, Emilie M. Dalum frá Danmörku, Jutta Wittmann frá Austurríki, Melinda Kumbalek og Sven Herdt frá Þýskalandi. Sýningin verður opnuð á morgun, sunnudag, og stendur út ágúst. Opið verður á hverjum degi og ókeypis aðgangur. Það er því heldur betur ástæða til að bregða sér vestur á firði í sumar og njóta þeirrar mögn- uðu náttúrufegurðar sem þar er að finna og koma í leiðinni við í Djúpa- vík og rölta um stóra sali síldarverk- smiðjunnar og sjá hvernig þessir sjö ólíku einstaklingar fanga Ísland á mynd. Nánar á djupavik.com/steypa STEYPA: Ólík sýn sjö ljósmyndara á Ísland Gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík er frábær staður fyrir ljósmyndasýningar Ljósmynd/Claus Sterneck Kría Claus hefur einbeitt sér að kríum í verkum sínum. Síldarverksmiðja Rýmið þar býður upp á ýmislegt. Ljósmynd/Claus Sterneck www.kia.com H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -0 1 3 4 Glæsilegur Kia Rio - rúmgóður og einstaklega sparneytinn Nútímatækni og hönnun hefur ekki einungis skilað mögnuðum gæðabíl, heldur er hann einn sparneytnasti fjöldaframleiddi dísilbíll í heimi. Magn CO2 í útblæstri er einnig mjög lítið svo hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn. Að sjálfsögðu er 7 ára ábyrgð á nýjum Kia Rio, svo hún gildir til ársins 2021. Komdu og reynsluaktu, við tökum vel á móti þér. Eyðir aðeins frá 3,6 lítrum á hundraðið ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Verð frá 2.590.777 kr. Rio 1,1 dísil Eigum bíla ti l afgre iðslu strax !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.