Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna við kosningarnar í dag. Á þeim eiga sæti 2.916 fram- bjóðendur. Þar af eru 1.536 karlar og 1.380 konur, karlar eru því 53% frambjóðenda en konur 47%. Þessi hlutföll eru þau sömu og voru við sveitarstjórnarkosningarnar 2010, að því er segir á kosningavef innan- ríkisráðuneytisins. Við sveitar- stjórnarkosningarnar 2010 voru 185 listar í framboði til 76 sveitar- stjórna. Á þeim listum áttu sæti 2.846 einstaklingar. Listakosningar verða nú í 53 sveitarfélögum þar sem fleiri en einn framboðslisti voru lagðir fram. Í kosningunum 2010 fóru listakosn- ingar fram í 54 sveitarfélögum. Sjálfkjörið er í sveitarstjórnir í þremur sveitarfélögum þar sem ein- ungis einn framboðslisti kom fram í hverju sveitarfélagi. Við sveitar- stjórnarkosningarnar 2010 var sjálf- körið í fjórum sveitarfélögum. Óbundnar kosningar Allir íbúar í hverju 18 sveitarfé- laga eru í kjöri í dag, nema þeir sem eru löglega undanþegnir skyldu til að taka kjöri. Engir framboðslistar komu fram í þessum sveitarfélögum áður en framboðsfrestur rann út 10. maí. Kosningarnar þar verða því óbundnar, sem kallað er. Þessi sveit- arfélög eru, samkvæmt kosningavef innanríkisráðuneytisins: Akra- hreppur, Árneshreppur, Ásahrepp- ur, Borgarfjarðarhreppur, Breið- dalshreppur, Dalabyggð, Fljótsdals- hreppur, Grýtubakkahreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhrepp- ur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Skorradalshreppur, Svalbarðs- hreppur, Svalbarðsstrandarhreppur og Tálknafjarðarhreppur. Sveitarfélögin sem hér um ræðir eiga það sameiginlegt að vera fá- menn. Af þeim var Dalabyggð fjöl- mennust 1. janúar síðastliðinn en þar bjuggu þá 673 íbúar. Næstfjöl- mennast er Hvalfjarðarsveit með 617 íbúa. Fámennustu sveitarfélögin í þessum hópi eru Helgafellssveit og Árneshreppur, hvort um sig með 53 íbúa. Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 voru óbundnar kosningar í 18 sveitarfélögum líkt og nú. 2.916 manns eru í framboði  Óbundnar kosningar eru í 18 sveit- arfélögum og allir íbúar þar í kjöri Rafrænar íbúakosningar samkvæmt sérstakri heimild í sveitarstjórnar- lögum fara hvergi fram á landinu í dag. Fresti sveitarfélaga til að til- kynna þátttöku í tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar lauk 25. febrúar síðastliðinn. Tvö sveitar- félög, Akraneskaupstaður og Rang- árþing ytra, buðu sig þá fram. Ástríður Jóhannesdóttir, deild- arstjóri lögfræðideildar þjóðskrár- sviðs hjá Þjóðskrá Íslands, sagði að athugað verði með rafrænar íbúa- kosningar þegar lengra líði á árið. Fyrirvarinn hafi reynst vera of skammur til að halda slíkar kosn- ingar í dag. „Í raun var ekki tímabært að fara í þetta núna miðað við þann tíma sem var til stefnu,“ sagði Ástríður. „Það er stefnt að því að rafrænar íbúakosningar um afmörkuð málefni verði síðar á árinu.“ Í rafrænum íbúakosningum verður kosið um ákveðin málefni hjá viðkomandi sveitarfélögum. Slíkar kosningar má halda hvenær sem er á kjörtímabili og eru þær óháðar öðrum kosn- ingum. Ástríður sagði að niðurstaða íbúa- kosninga, rafrænna og annarra, séu samkvæmt lögum ekki bindandi nema til loka kjörtímabils þeirrar sveitarstjórnar sem er við völd þeg- ar kosningarnar fara fram. Morgunblaðið/Golli 2001 Rafrænn kjörklefi í Ráðhús- inu vegna flugvallarkosningar þá. Hvergi er haldin raf- ræn íbúakosning í dag Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á kjörskrárstofnum sem Þjóðskrá Ís- lands útbjó fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í vor eru 239.810 kjósendur. Konur eru 120.431 og karlar 119.377. Við sveitarstjórnarkosningarnar 2010 voru 225.855 kjósendur á kjör- skrá og hefur kjósendum á kjörskrár- stofni því fjölgað um 6,1% síðan þá. Íslenskir ríkisborgarar eru 8.272 fleiri nú en 2010 (3,7%) og erlendir ríkisborgarar eru nú 5.608 fleiri og nemur fjölgun þeirra 122,6%. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn vegna aldurs eru 18.695 og er það 7,9% af heildarkjósendatölunni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur kjós- endum fjölgað um 7,3% frá 2010. Mest er fjölgunin í Mosfellsbæ eða 11,1%, í Hafnarfirði 10,5% og í Kópa- vogi um 10,4%. Kjósendum hefur fjölgað um 2,8% á Seltjarnarnesi og um 5,5% í Reykjavík. Hlutfallslega hafa orðið mestar sveiflur í fjölda kjósenda í tveimur fá- mennum sveitarfélögum á Vestur- landi. Í Skorradalshreppi hefur kjós- endum fjölgað um 14,3%, úr 42 í 48. Í Helgafellssveit hefur kjósendum fækkað um 14,3% eða úr 49 árið 2010 í 42 kjósendur nú. Á kjörskrárstofnum fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar nú eru 1.919 kjósendur með lögheimili annars staðar á Norðurlöndum. Ríkisborgar- ar annarra ríkja á Norðurlöndum, bú- settir hér og með kosningarétt, eru 1.016 og borgarar annarra ríkja 9.167. Þar af eiga 4.775 ríkisfang í Póllandi, 747 í Litáen, í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi 592 og í Þýskalandi 452. Kjósendur með rík- isfang í Taílandi eru 311, á Filipps- eyjum 296, í Bretlandi 270, í Lettlandi 269, í Portúgal 260, í Bandaríkjunum 216, í Svíþjóð 189, í Noregi 169, í Frakklandi 105. Færri en 100 kjós- endur eiga ríkisfang í níu ríkjum til viðbótar. Sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnunum. Hver mað- ur á kosningarétt þar sem hann átti skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, nú 10. maí. Breytingar stafa af andláti þeirra sem deyja eftir að kjörskrárstofn er unninn og leiðrétt- ingum á villum, skv. upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kosningaumræður Oddvitar framboðanna í Reykjavík tókust á í umræðuþætti á RÚV í gærkvöldi. Var farið yfir öll helstu álitamál sem verið hafa í deiglu síðustu vikurnar og komu frambjóðendurnir sínum sjónarmiðum á framfæri. Kjósendur 6,1% fleiri  18.695 mega kjósa í fyrsta sinn vegna aldurs  Erlendum ríkisborgurum með kosningarétt fjölgaði um 122,6% frá 2010 Morgunblaðið/Ómar Flokkun atkvæða Þessi utankjörfundaratkvæði voru flokkuð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en tæplega 20.000 manns kusu utan kjörfundar að þessu sinni. Kjördagur í dag » Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á kjördag víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar um hvar hægt er að kjósa er að finna á vef sýslumanna, syslumenn.is. » Utankjörfundaratkvæði verður að vera komið í hendur hlutaðeigandi kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar í dag svo að það verði talið með öðrum atkvæð- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.