Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
BÆJARLÍFIÐ
Guðrún Vala Elísdóttir
Borgarnes
Nesbær, húsið sem stóð við Borg-
arbraut 58, hefur nú verið rifið og
þrátt fyrir að hafa staðið þar í hart-
nær hálfa öld er ekki víst að þess
verði saknað. Það var byggt af
Lofti Einarssyni athafnamanni
sem ætlaði húsið undir naglaverk-
smiðju. Mörg fyrirtæki hafa verið í
húsinu, s.s. flutningafyrirtæki,
matvöruverslanir, heildverslun,
auk skemmtistaðar um tíma og er
þá fátt eitt talið. Verið er að ljúka
við rif á kjallaranum, brjóta niður
alla steypu sem eftir er í húsinu,
flokka allt járn frá steypunni og
eru það starfsmenn Borgarverks
ehf. sem sjá um það. Fylla á í
grunninn en gert er ráð fyrir að
um 900 m3 af fyllingarefni þurfi til
þess.
Erlendir gestir eru ávallt vel-
komnir til okkar og nýlega kom
hópur norrænna gesta í heimsókn
til Borgarbyggðar. Þetta var hópur
starfsmanna hjá landssamtökum
sveitarfélaga í Danmörku, Finn-
landi og Svíþjóð, ásamt fulltrúum
frá Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga. Á vefsíðu Borgarbyggðar seg-
ir að tilgangur heimsóknarinnar
hafi verið að fræðast um hvernig
Borgarbyggð vann sig út úr rekstr-
arvandanum eftir efnahagshrunið
haustið 2008. Þetta var fjórði hópur
erlendra gesta sem kemur í heim-
sókn til Borgarbyggðar á undan-
förnum þremur árum til að fræðast
um áhrif hrunsins á rekstur Borg-
arbyggðar og hvernig sveitarfélagið
hefur unnið sig út úr vandanum.
Loksins kemur langþráð bíla-
þvottaplan í Borgarnesi, en ekki
hefur verið aðstaða til að þvo bíla í
mörg ár þrátt fyrir þrjár stórar
þjónustumiðstöðvar olíufélaganna.
En nú verður breyting á, því að við
Olísstöðina við Brúartorg er búið að
steypa upp nýtt þvottaplan og verið
er að snyrta umhverfi, tengja vatnið
o.s.frv. Margur vegfarandinn verður
eflaust glaður við þessa viðbót og
rútubílstjórar með ferðafólk hætta
vonandi að „sneiða hjá“ Borgarnesi
vegna skorts á þvottaaðstöðu.
Og ekki má gleyma kosning-
unum sem fara fram hér eins og
annars staðar á landinu í dag. Fjórir
listar eru í framboði og fram-
bærilegt fólk á þeim öllum. Athygli
vekur að talsvert af ungu fólki er að
koma inn til þátttöku í pólitísku
starfi og er það ánægjulegt. Það er
nefnilega svo mikilvægt að unga
fólkið láti í sér heyra og taki þátt í
að móta samfélagið. Einungis einn
listi er með frambjóðanda af erlend-
um uppruna en að sama skapi er
mikilvægt að raddir innflytjenda
heyrist og að þeir séu þátttakendur
í mótun samfélagsins. Nýtum kosn-
ingaréttinn, hann er mikilvæg leið
okkar til lýðræðislegrar þátttöku í
samfélaginu!
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Breytingar Hér sést Nesbær hálf-niðurrifinn en núna er verið að rífa kjall-
arann. Mörg fyrirtæki hafa verið í húsinu.
Loksins bílaþvotta-
plan í Borgarnesi
OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 31. MAÍ KL. 13-15
OG SUNNUDAGINN 1. JÚNÍ KL. 13-15.
Fallegt og vel skipulagt 257,8 fm einbýlishús
á einni hæð að meðtöldum 42,6 fm innbyggð-
um bílskúr. Húsið er á frábærum útsýnisstað í
nágrenni við Elliðavatnið og er glæsilegt útsýni.
Húsið skilast tilbúið til innréttinga.
Fróðaþing 14
203 Kópavogur
Opið
hús
Sigurður
Löggiltur
fasteignasali
Sigríður
Sölufulltrúi
699 4610
EINBÝLISHÚS Á EINNI HÆÐ - NÝBYGGING
Verð kr. 67 m
Herbergi 6
Stærð: 257,8 fm
VINNINGASKRÁ
4. útdráttur 30. maí 2014
354 11422 19961 31531 40526 50486 61612 72925
780 11436 20068 31757 40689 50598 61613 72928
816 11564 20104 32758 40724 50918 61618 73444
902 11779 20472 32761 40951 51141 61739 73611
965 12115 20648 33086 41477 51716 61786 73671
1004 12248 20908 33612 43272 51838 62376 73840
1126 12680 21056 33788 43306 51961 62642 74820
1727 12806 22251 33803 43483 51979 62934 74989
1887 13057 22420 33914 43495 52445 63366 75268
2095 13258 22533 33935 43942 52504 63734 75650
3035 13615 23731 33982 44164 52562 64011 75814
3603 14062 24035 33988 44578 52962 64937 76096
3939 14390 24596 34012 44624 53745 65224 76150
4251 14497 24809 34038 45323 54351 65559 76210
4850 14604 25465 34252 45376 54554 65640 76276
5169 14950 25531 34332 45572 54998 65893 76746
5449 15272 26035 34565 45645 55159 66296 76875
5694 15450 26093 35115 45781 55458 66491 77337
7631 15595 26822 35350 45921 55506 66630 77704
7880 16133 27178 36081 46012 55545 66777 78106
8022 17093 27432 37434 46425 55617 67301 78318
8143 17191 27449 37854 46724 56187 67699 78466
8315 17781 27783 38079 47162 56304 67807 78649
8871 17794 28013 38669 47595 56450 67869 79267
9118 17872 28332 39420 47811 57217 68145 79333
9563 18173 28437 39425 47836 57743 68570 79757
10454 18240 28802 39553 47899 57812 68641
10627 18909 28857 39563 48465 58088 69830
10660 18926 30339 39840 49385 58145 70567
11001 19206 30392 40193 49391 59374 71563
11067 19582 31223 40341 49431 59760 72509
11146 19673 31343 40372 49575 61470 72627
132 9448 13634 24555 36907 45818 56058 71149
1313 9515 14863 25089 37100 47107 58882 71237
1413 9634 15436 25803 37697 48313 59484 71457
1880 10026 15669 27186 39914 48860 59692 72181
2209 10346 16640 27369 40056 49623 60435 73511
2630 10594 16662 27995 40086 51381 62812 74386
3764 10869 16786 29465 40559 51669 63935 74965
4273 10965 17844 30362 41860 51749 64656 79472
6310 11292 18341 30756 41947 52342 65258 79521
8030 11670 20046 31116 42924 52353 65494
8379 12450 23303 31961 43312 52499 65836
8408 12805 23397 36151 43353 52816 69694
9225 12999 23852 36768 44592 54887 70666
Næsti útdráttur fer fram 5. jún, 12.jún, 19.jún & 26.júní 2014
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
3913 9053 37210 53251
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3772 9815 17335 31934 43433 58049
3819 10466 20233 37358 52883 58702
8556 11529 24571 38610 54087 58745
8875 17143 28307 40224 56579 75199
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur)
4 5 9 2 8
Hverasvæðið Geysir fær úthlutað
fimmtán milljónum króna úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða til
uppbyggingar og verndaraðgerða á
ferðamannastöðum í sumar. Fjármun-
unum er ætlað til framkvæmda á stíg-
um og öryggisgrindverkum, að því er
segir í frétt á vef iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins.
Alls er úthlutað styrkjum upp á 380
milljónir króna til 88 verkefna um land
allt sem talin eru brýn vegna vernd-
unar eða öryggissjónarmiða og þola
ekki bið.
Úthlutað er fjörutíu milljónum
króna til framkvæmda hjá Dettifossi,
þar af eru fimm-
tán milljónir ætl-
aðar til fram-
kvæmda á nýjum
hundrað fermetra
útsýnispalli við
Dettifoss að vest-
an og 25 milljónir
til framkvæmda á
nýjum 260 metra
löngum göngupalli
við Dettifoss að vestan. Þá er tuttugu
og fimm milljónum króna úthlutað til
byggingar útsýnispalls við Svartafoss
og til lagfæringar á göngustígum og í
aðgerðir til að hefta rof.
380 milljónum kr. úthlutað
til ferðamannastaða
Geysir í Haukadal.
Háskólalest Háskóla Íslands býður
til vísindaveislu í menningarhúsinu
Bergi á Dalvík milli kl. 12 og 16 í
dag, laugardaginn 31. maí. Veislan
er ætluð öllum aldurshópum og
ókeypis er inn á hana. Þetta er
fjórða vorið sem Háskólalestin brun-
ar um landið með fjölbreytta dag-
skrá fyrir alla aldurshópa. Í ferðum
lestarinnar er lögð er áhersla á lif-
andi og litríka vísindamiðlun þar
sem allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Í Bergi verða meðal annars sýni-
tilraunir, japanskir búningar og
skrautskrift, leikir og þrautir, ýmis
tæki og tól, furðuspeglar, mælingar
og alls kyns óvæntar uppgötvanir.
Sprengigengið sýnir kl. 12:30 og
14:30 og sýningar verða í stjörnu-
tjaldinu á 30 mínútna fresti.
Heilmargt annað verður í boði
fyrir gesti og gangandi.
Háskólalest-
in á Dalvík
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
karlmann í gær í sex ára óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á
jólanótt inn á heimili barnsmóður
sinnar og fyrrverandi unnustu, þar
sem hann hélt henni í gíslingu
klukkutímum saman og beitti
hrottalegu og langvinnu ofbeldi.
Hótaði maðurinn meðal annars að
hann myndi myrða konuna, ef hún
viðurkenndi ekki að hafa sofið hjá
vini sínum, sem enginn fótur var
fyrir. Gekk maðurinn í skrokk á kon-
unni, hrækti í andlit hennar og
þvingaði til samfara á meðan hann
hélt hníf að hálsi hennar. Gekk svo á,
þar til konan náði að sleppa út úr
íbúð sinni klukkan sex um morgun-
inn. Kom þá lögreglan til skjalanna,
en að morgni jóladags barst henni
tilkynning um heimilisófrið. Þegar
lögreglan kom á vettvang var mað-
urinn í fyrstu rólegur, en æstist svo
og tók að hóta lögreglumönnum með
hnífum, áður en hann náði í dóttur
sína, og hótaði að lífláta hana með
hnífi. Var sérsveit Ríkislögreglu-
stjóra kölluð á vettvang og var mað-
urinn á endanum yfirbugaður.
Auk fangelsisdómsins er mannin-
um gert að greiða konunni 3,5 millj-
ón krónur í skaðabætur, og 500.000
krónur að auki til dóttur þeirra. Í
dómi héraðsdóms segir að maðurinn
eigi sér engar málsbætur.
una@mbl.is, sgs@mbl.is
Sex ára dómur fyr-
ir hrottafengin brot
Morgunblaðið/Ernir
Héraðsdómur Maðurinn fékk sex
ára dóm fyrir hrottafengið brot sitt.