Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 21

Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Bæjarhátíðir um allt land í sumar Mikið er um að vera á landinu á sumrin. Úti á landi eru fjölmargar bæjarhátíðir allt sumarið en þær eru gjarnan tengdar merkum tímamótum í sögu byggðarlaganna, menningarviðburðum eða ferðamennsku. Á því verður engin breyting í ár en verið er að skipuleggja hátíðir í öllum hornum landsins. Sandgerðisdagar Sandgerðisdagar ársins 2014 verða haldnir hátíðlegir um allan Sandgerðisbæ dagana 27.-31. ágúst. Sveitasæla á Sauðárkróki Laugardaginn 23. ágúst verður Sveitasæla - landbúnaðarsýning og bændahátíð haldin á Sauðárkróki. Bláberjadagar í Súðavík Uppskeruhátíðmeð bláberjahlaupi, bláberjabökuáti, tónleikum, berjatínslu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna er á dagskrá Bláberjadaga sem haldnir eru í Súðavík helgina 22.- 24. ágúst. Grenivíkurgleði Grenivíkurgleði er fjölskylduskemmtun semætluð er íbúum Grýtubakkahrepps, ættingjum, vinum og vandamönnum. Hátíðin verður dagana 15.-16. ágúst. Fjölskyldudagar í Vogum Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir helgina 15. – 17. ágúst. Dagskrá hátíðarinnar er að venju fjölbreytt og fjöskylduvæn. Djúpavíkurdagar Hinir árlegu Djúpavíkurdagar verða haldnir helgina 15.-17. ágúst. Að venju verðurmargt í boði fyrir alla fjölskylduna. Tónlistarhátíðin Gæran Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin helgina 15. og 16. ágúst í húsakynnum Loðskinns. Gæran er að sögn skipuleggjenda lítil hátíð sem leggur áherslu á að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta tónlist. Berjadagar í Ólafsfirði Tónlistarhátíðin Berjadagar er haldin árlega í Ólafsfirði um miðjan ágúst. Á Berjadögum er flutt aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt. Hátíðin verður dagana 14.-16. ágúst. Aldamótahátíð á Eyrarbakka Hestar, kindur, geitur og hænur, menn, konur og börn bjóða fólk velkomið á hina árlegu þorpshátíð sem haldin verður á Eyrarbakka þann 9. ágúst. Íbúar og gestir klæða sig upp á í anda aldamótanna 1900. Fiskidagurinn mikli Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi. Fjölbreytt skemmtidagskrá prýðir hátíðina ár hvert. Hátíðin verður dagana 7.-10. ágúst. Sumar á Selfossi og delludagur Sumar á Selfossi er rótgróin bæjar- og fjölskylduhátíð sem hefur vaxið úr því að vera eins dags hátíð í það að vera fjögurra daga skemmtun þar sem íbúar taka virkan þátt og skreyta sín hverfi í ákveðinum litum. Hátíðin verður dagana 7.-10. ágúst. Act alone EinleikjahátíðinAct alone verður haldin í sjávarþorpinu Suðureyri aðra helgina í ágúst dagana 6.-10. ágúst. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin. Frítt er inná alla viðburði hátíðarinnar. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar verið haldnir árlega síðan 1996 og eru þeir iðulega haldnir helgina fyrir verslunarmannahelgi. Þessa helgi er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við staðinn. Hátíðin verður dagana 25.-27. júlí. Á góðri stund í Grundarfirði Hátíðin er hugsuð fyrir Grundfirðinga, innfædda, aðflutta og brottflutta, vini þeirra og vandamenn, og aðra gesti sem eiga leið þangað þá helgi. Skipuleggjendur lýsa hátíðinni sem vinalegri fjölskylduhátíðmeð þægilegu ívafi. Hátíðin verður dagana 25.-27. júlí. Eldur í Húnaþingi vestra Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra sem var fyrst haldin árið 2003 og hefur síðan þá verið árlegur viðburður. Í ár verður hátíðin haldin dagana 23.-27. júlí. Bryggjuhátíð á Stokkseyri Bryggjuhátíðin „Brú til brottfluttra“ verður haldin á Stokkseyri dagana 18.-20. júlí. Varðeldur og bryggjusöngur verður í boði fyrir gesti og gangandi ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Hlaupahátíðin á Vestfjörðum Hlaupahátíðin fer fram dagana 18.-20. júlí og verður dagskráin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Í ár verður í fyrsta skipti keppt í tveimur flokkum í sjósundinu en þá geta keppendur valið að vera í galla eða í sundfötum. Húnavaka á Blönduósi FjölskylduhátíðinHúnavaka verður haldin á Blönduósi dagana 17.-20. júlí. Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna þar sem gestir skemmta sér saman og njóta menningarviðburða sem í boði eru. Heim í Búðardal Bæjarhátíðin Heim í Búðadal verður haldin helgina 11.-13. júlí. Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Eistnaflug Eistnaflug er árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Neskaupstað aðra helgina í júlí. Í ár eru það dagarnir 10.-12. júlí. Dýrafjarðardagar Dýrafjarðardagar, bæjarhátíð á Þingeyri, eru árleg bæjarhátíð Dýrfirðinga og eru alltaf haldnir fyrstu helgina í júlí. Í ár eru það dagarnir 4.-6. júlí. Sumarið 2014 verður í þrettánda sinn sem hátíðin fer fram. Markaðshelgin í Bolungarvík Markaðshelgin er blanda af öflugu markaðstorgi, yfirgripsmikilli tónlistar- og fjölskylduskemmtun, auk fjölbreyttra leiktækja fyrir krakka á öllum aldri. Atburðurinn verður haldinn 4.-5. júlí. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Þjóðlagahátíðin er alhliða tónlistarhátíðmeð rót sína í þjóðlagaarfinum. Þjóðlagahátíðin stendur frá 2.-6. júlí. Humarhátíð á Hornafirði Upphaf Humarhátíðar á Hornafirði má rekja til frumkvæðis einstaklinga og fyrirtækja sem vildu að haldin yrði árleg útihátíð á Hornafirði fyrir Hornfirðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. Hátíðin verður haldin dagana 27.- 29. júní. Lummudagar í Skagafirði Lummudagar í Skagafirði eru hátíð sem haldin verður í Skagafirði dagana 26.-29 júní. Dagskráin er enn í mótun en lummur, götuskreytingar, götumarkaður og götugrill verða á sínum stað. Sólseturshátíðin á Garðskaga Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði. Hátíðin er fjölskylduhátíðmeð fjölbreyttri dagskrá en þar má nefna stuttar gönguferðir,menningar- og sögutengda fræðslu fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði, kveiktur varðeldur ogmálverka- sýningar dagana 23.-29. júní. Kótelettan Kótelettan er bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíð sem haldin verður af EB kerfum á Selfossi í fimmta sinn dagana 13.-15. júní. Selfoss tekur á móti gestum og sýnir framleiðslu bænda á Íslandi ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá. Bjórhátíðin á Hólum Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin fjórða árið í röð. Eins og áður munu framleiðendur á bjór fyrir íslenskan markað mæta og kynna sínar vörur, nýjungar á bjórmarkaðnum og svo vonandi hvað er væntanlegt. Hátíðin hefst kl. 15 á laugardeginum 7. júní og stendur til kl. 19. Rauðasandur Festival Tónlistarhátíðin Rauðasandur Festival verður haldin í fjórða sinn á Rauðasandi í Vesturbyggð dagana 3.-6. júlí. Lögð er áhersla á popp, kántrý, blús, reggae og folk tónlist. Hálandaleikar á Selfossi Hálandaleikar verða haldnir í Sigtúnsgarðinum á Selfossi sunnudaginn 1. júní.Aflrauna- menn frá fjölmörgum löndum etja kappi í ekta skoskum hálandaleikum. Krakkadagar í Súðavík 1. júní er Krakkadagur í Súðavík þar sem krakkarnir skemmta sér við veiðar í höfninni, leiki á Raggagarði og við söng með Sædol söngvakeppni í samkomuhúsi bæjarins. Fjör í Flóa Fjör í Flóa er fjölskyldu- og menningarhátíð haldin í Flóahreppi árlega, helgina fyrir hvítasunnuhelgi. Dagkráin hefst á föstudegi 30.maí og stendur til sunnudags.Alla dagana er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá að hætti Flóamanna þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sjóarinn síkáti Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi og er haldin um sjómannadagshelgina, 30. maí - 1. júní til heiðurs íslenska sjómann- inum og fjölskyldu hans. Að sögn skipuleggjenda er mikið lagt upp úr vandaðri fjölskyldu- og barnadagskrá. Hafnardagar í Þorlákshöfn Fyrsta bæjarhátíð sumarsins mun eiga sér stað í Þorlákshöfn þann 29. maí og ber heitið Hafnardagar. Atburðurinn er auglýstur sem fjölskylduhátíð en hátíðin hefst ámálverkasýningu Hafdísar Hallgrímsdóttur í Kiwanishúsinu. Götugrill í hverfum, skrúðganga, kvöldvaka og dansleikur verða svo m.a. í boði svo fátt eitt sé nefnt. Ormsteiti Héraðshátíðin Ormsteiti er menningarviðburður sem stendur yfir í tíu daga á Austurlandi. Hátíðin verður dagana 7.-17. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.