Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 22

Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Brandur Gíslason Skúðgarðyrkjumeistari Sími 571 2000 FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Að frumkvæði stjórnvalda hefur ver- ið settur á fót vinnuhópur með fulltrúum frá hagsmunasamtökum viðskiptalífsins um endurskoðun fjármagnshafta. Er markmiðið að koma fram með tillögur um hvernig megi gera breytingar á þeim lögum og reglum sem gilda um fjármagns- hreyfingar milli landa í því skyni að draga úr efnahagslegri skaðsemi haftanna gagnvart íslenskum fyrir- tækjum og heimilum. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að stofnun hópsins sé í samræmi við tillögur ráðgjafa- nefndar stjórnvalda um afnám hafta sem taldi skynsamlegt að liðka fyrir ýmsum smærri fjármagnshreyfing- um og viðskiptum milli landa. „Slíkar breytingar ættu ekki að hafa teljandi áhrif á gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Þær myndu hins vegar skipta veru- legu máli fyrir starfsemi fyrirtækja, ekki síst þeirra smærri, sem eru mörg hver að bugast undir því reglu- verki sem fylgir höftunum.“ Unnið með gjaldeyriseftirlitinu Í tölvupósti sem vinnuhópurinn sendi út fyrir skemmstu til fyrir- tækja, sem Morgunblaðið hefur und- ir höndum, eru þau beðin að taka þátt í könnun um hvernig þau telji að breyta megi fyrirkomulagi eða fram- kvæmd haftanna til að draga úr skaðsemi þeirra fyrir vöxt og rekst- ur fyrirtækjanna. Fram kemur í póstinum að hóp- urinn vænti þess að niðurstaðan af vinnu hópsins muni leiða til umbóta sem bæti rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja sem starfa innan fjár- magnshafta. „Áhersla verður lögð á breytingar sem miða að því að er- lendar fjárfestingar innlendra fyrir- tækja geti átt sér stað með greiðari hætti en nú er.“ Vinnuhópurinn mun jafnframt kortleggja sértækari hindranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir vegna haftanna, meðal annars í tengslum við aðgengi að er- lendu vinnuafli og fjármagni. Stefnt er að því að hópurinn skili frá sér tillögum síðar á þessu ári. Björn Brynjúlfur Björnsson, hag- fræðingur Viðskiptaráðs, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssviðs Samtaka atvinnulífsins, skipa hópinn fyrir hagsmunasamtök viðskiptalífsins. Mun hópurinn með- al annars vinna að tillögunum í sam- starfi við fjármálaráðuneytið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans. Forsvarsmenn íslenskra fyrir- tækja hafa á undanförnum misser- um ítrekað talað fyrir nauðsyn þess að stigin verði skref í átt að afnámi hafta enda fari skaðsemi þeirra sí- fellt vaxandi – bæði í formi glataðra viðskiptatækifæra og versnandi samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Vilja liðka fyrir erlendum fjár- festingum íslenskra fyrirtækja  Stjórnvöld hafa sett á fót vinnuhóp með viðskiptalífinu um endurskoðun hafta Ísland Fjármagnshöftin valda litlum fyrirtækjum sem eru í vexti oft miklum vandræðum. Morgunblaðið/Ómar Endurskoðun hafta » Stjórnvöld hafa sett á fót vinnuhóp með Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins um endurskoðun hafta. » Markmiðið er að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja inn- an hafta. » Áhersla á að breyta lögum og reglum um gjaldeyrismál í því skyni að auðvelda erlendar fjárfestingar íslenskra fyrir- tækja. » Tillögur vinnuhópsins ættu að líta dagsins ljós síðar á þessu ári. Þorsteinn Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir árang- urinn af því að semja um launa- breytingar, sem samrýmast stöð- ugu verðlagi, ekki láta á sér standa. Í frétt á heimasíðu SA segir Þorsteinn að lofsverður ár- angur hafi náðst á skömmum tíma. „Síðastliðið haust kom í ljós að ákveðnir hópar á almennum og op- inberum vinnumarkaði höfðu eng- an hug á þátttöku í þessu mik- ilvæga verkefni við að auka efnahagslegan stöðugleika.“ Hann varar við því sem kann að gerast ef ASÍ krefst leiðréttinga á grundvelli samninga BHM og KÍ. Það myndi hrinda af stað „bylgju víxlverkandi launahækkana, verð- bólgu og gengislækkana.“ „Lofsverður árangur“ náðst Þorsteinn Víglundsson. Óvissa er um fjármögnun Fjármála- eftirlitsins (FME) og er það einn helsti óvissuþátturinn varðandi árangur af umbótaverkefnum sem ráðist hefur verið í og miða að því að eftirlitið uppfylli alþjóðleg viðmið um árangursríkt bankaeftirlit. Þetta kom fram í ræðu Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, stjórnarformanns FME, á nýliðnum ársfundi stofn- unarinnar. Má meðal annars rekja óvissu um fjármögnun til þess að styrkveiting til eftirlitsins í tengslum við aðild- arumsókn Íslands að ESB var aftur- kölluð. Í kjölfarið þurfti að hægja á framkvæmd umbótaáætlunar og draga úr starfsemi. Þá hefur meirihluti fjárlaga- nefndar Alþingis lagt til að eftirlits- gjald fjármálafyrirtækja renni í rík- issjóð og að FME verði sett á fjár- lög. Fram til þessa hefur eftirlits- gjaldið runnið beint til FME og staðið undir rekstri stofnunarinnar. Að mati stjónarformanns FME myndi slík ráðstöfun draga verulega úr sjálfstæði stofunarinnar og skapa óvissu um fjárhagsramma hennar til frambúðar. Því sé rétt að leggja slík áform til hliðar. Í ræðu sinni vék Sigrún Halla einnig að lakari stöðu sparisjóða í ljósi breytinga í umhverfi fjármála- markaða, m.a. með nýrri tækni og betri samgöngum. „Samkeppnis- staða sparisjóða hefur því að mörgu leyti versnað og er staða þeirra nú afar viðkvæm og framtíð þeirra óljós,“ sagði stjórnarformaður FME í ræðu sinni á ársfundinum. Morgunblaðið/Ómar Ársfundur Halla Sigrún Hjartar- dóttir, stjórnarformaður FME. Fjármögn- un FME í óvissu  Setur umbóta- verkefni í uppnám Í ræðu á ársfundi Fjármálaeftirlits- ins sl. miðvikudag vék fjármála- ráðherra að því að í umræðu um fjármagnshöft væri einkum rætt um stöðu slitabúa bankanna og möguleika þeirra til að greiða kröfuhöfum erlendan gjaldeyri. „Minna er gert úr möguleikum hins almenna Íslendings til sérlausna – heimilanna, fyrirtækjanna, lífeyr- issjóðanna og allra hinna sem eru fastir í þessum sömu höftum og slitabúin,“ sagði Bjarni. Taldi hann að þetta væri til marks um að „kröfuhafahópum hafi orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um, að skjót og far- sæl lausn fyrir slitabúin gagnist heildarhags- munum okkar“. Benti hann á að fjölmiðlar „virð- ast lítt uppteknir af stöðunni fyrir íslenskan al- menning ef vanhugsaðar und- anþágur yrðu veittar erlendum áhættufjárfestum“. Kröfuhafahópum orðið ágengt SEGIR MINNA GERT ÚR SÉRLAUSNUM FYRIR ÍSLENDINGA Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.