Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
-Viðhaldsfríir
gluggar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Teppi á stigaganginn
nú er tækifærið !
Komum á staðinn með prufur og mælum,
ykkur að kostnaðarlausu
Eitt verð niðurkomið
kr. 5.980 m2
Stjórnvöld í Kænugarði í Úkraínu
greindu frá því í gær, að annað evr-
ópskt eftirlitslið væri horfið í austur-
hluta Úkraínu. Frá þessu var greint
á sama tíma og Mykhailo Koval,
starfandi varnarmálaráðherra
Úkraínu, sagði í gærmorgun að
úkraínska hernum miðaði vel í bar-
áttunni við uppreisnarmenn hlið-
holla Rússum í austurhluta landsins.
Harðir bardagar hafa geisað und-
anfarnar vikur í Slaviansk á milli
stjórnarhermanna og aðskiln-
aðarsinna. AFP-fréttastofan hefur
eftir ráðherranum að hersveitum
hans hafi tekist að uppræta alla and-
spyrnu í suður- og vesturhluta Do-
netsk-héraðs og norðanverðu Luh-
ansk-héraði.
Stöðvaðir við vegartálma
Uppreisnarmenn, hliðhollir Rúss-
um, höfnuðu með öllu fullyrðingum
úkraínskra stjórnvalda, um að klofn-
ingur væri kominn upp í liði þeirra,
eftir að liðlega tugur uppreisnar-
manna í Donetzk var settur af og
fluttur af póstum sínum af uppreisn-
armönnum sem sagðir eru koma frá
Tjetsjníu og Norður-Kákasus.
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) upplýsti um það í
gær, að stofnuninni hefði ekki tekist
að ná sambandi við fjóra eftirlits-
menn sína og túlk þeirra síðan hóp-
urinn var stöðvaður af hópi „vopn-
aðra manna“ við vegartálma í
austurhluta Lugansk.
Jafnframt greindi stofnunin frá
því að aðrir fjórir eftirlitsmenn, sem
voru handteknir af uppreisnar-
mönnum í grennd við Donetzk síð-
astliðinn mánudag, hefðu enn ekki
komið fram.
Foringi uppreisnarmanna hlið-
hollra Rússum í Slavyansk, sem hef-
ur gefið sjálfum sér nafnbótina
„borgarstjóri fólksins“ staðfesti að
eftirlitslið ÖSE, sem hvarf á mánu-
dag, væri í haldi uppreisnarmanna,
vegna grunsemda þeirra um njósnir
eftirlitsmannanna.
Annar uppreisnarmaður, hlynntur
Rússum, sagði í gær í yfirlýsingu til
Interfax að eftirlitsmennirnir sem
hurfu í gær, væru í haldi samtaka
hans, Southeastern Front (Suð-
austur-framlínunnar).
Enn einn foringi uppreisnar-
manna hafnaði alfarið ábyrgð þeirra
á hvarfi eftirlitssveitanna.
agnes@mbl.is
Segja annað eftirlits-
lið horfið í Úkraínu
AFP
Hörfa Uppreisnarmenn hliðhollir Rússum þurftu að hörfa úr ákveðnum stjórnarbyggingum í Donetsk í gær.
Rússneskir aðskilnaðarsinnar tvísaga um ábyrgðina
Átök í austurhlutanum
» Uppreisnarmenn í Lugansk
og Donetsk hafa stjórnarbygg-
ingar þar á sínu valdi.
» Þeir hafa einhliða lýst yfir
sjálfstæði og vilja fylgja for-
dæmi Krímskaga og sameinast
Rússlandi.
» Petro Proshenko, starfandi
forseti Úkraínu, hefur strengt
þess heit að refsa þeim sem
skutu niður MI-8 þyrlu úkra-
ínska hersins í fyrradag.
Formleg kosningabarátta með og á
móti sjálfstæði Skotlands hófst í
gær, fjórum mánuðum áður en sögu-
leg þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálf-
stæði eða ekki sjálfstæði á að fara
fram, en dagsetningin fyrir atkvæða-
greiðsluna hefur verið ákveðin 18.
september næstkomandi.
Samkvæmt frétt á fréttavef AFP í
gær, sagði George Osborne, fjár-
málaráðherra Bretlands, að meta
mætti hið sameiginlega ríki Skot-
lands og Bretlands sl. 300 ár til fjár
fyrir hvern og einn Skota. Hann
sagði að ár hvert hagnaðist hver ein-
asti Skoti um 265 þúsund krónur
(1,400 bresk pund) við það að vera
áfram hluti af Bretlandi.
Og yfirmenn fyrirtækja eins og
B&O og Diageo, stærsta viskífram-
leiðanda heims, vöruðu við því
hversu neikvæð áhrif sjálfstæði
Skotlands myndi hafa á viðskiptalífið
þar.
Aðgerðasinnar úr báðum röðum,
hafa verið að slípa til mælskulist sína
undanfarna daga, en hér eftir verður
kosningabaráttan að lúta reglum yf-
irstjórnar kjörnefndar, (Electoral
Commission). Nefndin hefur m.a.
sett báðum þá reglu að þeir mega
ekki eyða meiru en sem svarar 1,5
milljónum punda hvor í kosninga-
baráttuna, en það svarar til þess að
„Já Skotland“ (Yes Scotland) má
eyða 284 milljónum króna og „Betri
sameinaðir“ (Better together) mega
eyða sömu upphæð.
Samkvæmt reglum kjörnefndar er
framboðunum skylt að tilkynna öll
framlög til kosningabaráttunnar
sem eru umfram 7.500 pund, eða um
1,4 milljónir króna.
agnes@mbl.is
Kosningabarátta
um sjálfstæði Skota
4 mánuðir í þjóðaratkvæðagreiðslu
AFP
Hlynntur Fjármálaráðherra Breta
vill Skota áfram í Bretaveldi.