Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kjördagurer runn-inn upp
og hann er jafnan
nokkurt tilefni til
að fagna. Ekki
endilega úrslit-
unum, um þau
greinir menn á, en flestir
geta í það minnsta fagnað
því að fá tækifæri til að
greiða atkvæði um hverjir
skuli fara með sameiginleg
mál næstu fjögur árin. Eins
og sjá má þegar litið er yfir
heimsbyggðina er þetta ekki
sjálfsagt og þess vegna er
við hæfi að sýna kosning-
unni tilhlýðilega virðingu.
Hin sameiginlegu mál sem
áður eru nefnd gefa fullt til-
efni til umræðu en þó verður
almennt furðu lítið úr slíkri
umræðu í kosningabaráttu,
og hið sama á raunar við ut-
an þess skamma tímabils.
Þetta á við á sviði landsmála
en ekki síður á sviði sveitar-
stjórna, og raunar tvinnast
þetta tvennt óhjákvæmilega
saman.
Í kosningabaráttu er nán-
ast eingöngu rætt um
hvernig fara skuli með þau
sameiginlegu mál borg-
aranna sem til meðferðar
eru á alþingi og í sveit-
arstjórnum, en minna eða
ekki rætt um hver þessi
sameiginlegu mál skuli vera.
Grundvallarspurningar af
þessu tagi ættu vitaskuld að
fá rými í kosningabaráttu og
í umræðum um stjórnmál al-
mennt. Í kosningabarátt-
unni sem nú er á enda í
Reykjavík hefur til að
mynda verið rætt um hús-
næðismál og framboðin
keppst við að koma fram
með „lausnir“ á húsnæð-
isvanda borgarbúa. Þessar
lausnir eru allt frá þeirri
sjálfsögðu leið að borgin
tryggi nægt framboð lóða
svo að fólk geti reist sér þak
yfir höfuðið eða að verktak-
ar geti keypt lóðir á viðráð-
anlegu verði til að byggja
íbúðir, yfir í að borgin
tryggi mikið framboð leigu-
íbúða á vegum borgarinnar
eða jafnvel að borgin hefji
bankastarfsemi.
Auðvitað hlýtur það að
vera mikið pólitískt grund-
vallaratriði hvort borgin á
að fara út í almenna færi-
bandaframleiðslu leiguíbúða
til að borgarbúar fái þak yf-
ir höfuðið eða hvort slík
starfsemi á að vera utan
þess sem talist geta sameig-
inleg verkefni. En þetta er
sjaldnast rætt út
frá slíkum grund-
vallarforsendum
heldur miklu
fremur sem út-
færsluatriði og
lítið fundið að því
að borgin gerist
leigusali í stórum stíl og
keppi með þeim hætti á al-
mennum markaði í stað þess
að sinna aðeins tilteknum
þörfum á þessu sviði eins og
verið hefur.
Annað grundvallarmál
sem einnig er rætt sem út-
færslumál er hvernig borgin
á að þróast. Borgaryfirvöld
vinna margskonar skipulag
fyrir borgina og í tengslum
við það verður sáralítil um-
ræða um að í raun snýst
skipulagið – hvort sem það
er kallað aðalskipulag,
hverfaskipulag (sem látið
var hverfa skyndilega þegar
íbúar tóku því illa) eða eitt-
hvað annað – um að knýja
borgarbúa til að breyta
háttum sínum. Borgarbúar,
sem aðrir landsmenn, hafa
hingað til valið bílinn sinn
sem helsta samgöngu-
mátann. Borgarfulltrúum,
einkum en þó ekki eingöngu
þeim sem eru í meirihluta,
er á móti skapi að borg-
arbúar ferðist jafn mikið á
eigin bílum og þeir hafa val-
ið að gera og vinna þess
vegna að því hörðum hönd-
um að knýja sem flesta til að
leggja bílum sínum og
ferðast um með opinberum
samgöngutækjum eða reið-
hjólum.
Nú er ekkert að því að
ferðast um með almennings-
vögnum ef það hentar fólki
og ekkert er heldur að því
að hjóla. Það er hins vegar
verulegt álitamál svo ekki sé
meira sagt hvort það eigi að
vera í verkahring borg-
arfulltrúa að þvinga borg-
arbúa til að láta af þeim
ferðamáta sem þeim líkar
best og taka þess í stað upp
annan sem þeim þykir lak-
ari. Með slíkum afskiptum
af daglegu lífi fólks hljóta
borgaryfirvöld að vera kom-
in langt út fyrir verksvið
sitt.
Kosningabaráttan vegna
sveitarstjórnarkosninganna
sem fram fara í dag hefði án
efa orðið innihaldsríkari ef
meiri umræða hefði farið
fram um grundvallaratriði
og ef frambjóðendur hefðu
tekist á um málin á þeim
forsendum en ekki eingöngu
rætt útfærslur.
Lítið er rætt um þá
auknu afskiptasemi
sem birtist á sveit-
arstjórnarstiginu
um þessar mundir}
Útfærslustjórnmálin
E
vrópa kaus og niðurstöðurnar
vöktu gríðarlega athygli. Sigur-
vegarinn er kannski ekki allra,
en sú mikla andstaða sem við-
komandi hefur mætt í röðum aft-
urhaldsseggja vekur vonir um að Evrópa sé á
réttri braut. Kosningarnar sem um ræðir eru
að sjálfsögðu símakosningarnar samhliða
Eurovision og sigurvegarinn er skeggjaður
austurríkismaður, eins kaldhæðið og það nú er.
Skömmu síðar var svo kosið til Evrópu-
þingsins. Kosningaþátttaka var hrapaleg, ein-
ungis 43% kjósenda innan ESB sá ástæðu til
að mæta á kjörstað. Mest var hún í nágrenni
við hjarta sambandsins. Í Brussel og Lúx-
emborg gengu 90% að kjörborðinu, en aðeins
13% Slóvaka og 20% Tékka greiddu atkvæði.
Hér í Austurríki var hún tæp 46%.
Kosningarnar snerust að minna leyti um þá frambjóð-
endur sem buðu sig fram til Evrópuþingsins og meira um
stöðuna í landsmálum í hverju landi. Í Bæjaralandi voru
meira að segja skilti sem lögðu áherslu á styrkari stoðir í
því ríki, ekki Þýskalandi sem heild. Hinn almenni kjós-
andi virðist ekki ná sambandi við þetta aukalag af stjórn-
sýslu- og regluframleiðendum sem mynda Evrópusam-
bandið.
Eftir þriggja mánaða dvöl mína hér í sameinuðu evr-
ópsku sjálfsstjórnarhéruðunum er deginum ljósara að
sambandið lyktar hvorki af brennisteini né af heitu súkku-
laði og er ekki með horn og klaufir eða hörpu og vængi
eins margir telja. Það er bara eitt lag enn af
stjórnmála- og embættismönnum, eitthvað
sem Ísland þarfnast engan veginn.
Í dag fara á hinn bóginn fram kosningar
sem hafa vakið verðskuldaða athygli, enda
standa sveitarstjórnarmál öllum Íslendingum
nærri. Reykjavík hefur eðlilega verið mest í
sviðsljósinu, enda kýs þriðjungur Íslendinga í
borginni. Kjósendur skynja möguleika sína á
að hafa raunveruleg áhrif á niðurstöðu kosn-
inganna, enda búa flestir Íslendingar í örfárra
kílómetra fjarlægð frá sínum sveitarstjóra.
Gísli Marteinn Baldursson sagði í hlaðvarpi
Kjarnans fyrir nokkru að það skipti dætur
hans meira máli hvernig Reykjavík þróaðist á
næstu áratugum heldur en hvort Ísland gengi
í Evrópusambandið. Þessi ályktun borgar-
fulltrúans ævarandi stendur í ágætu samhengi
við áhuga(leysi) evrópskra kjósenda á því hvað fer fram á
vettvangi Evrópusambandsins, en mikinn áhuga heims-
byggðarinnar allrar á málefnum síns sveitarfélags og
þjóðþings.
Reykjavík þarf að ákveða hvort hún ætli að vera lítil
borg eða stórt þorp. Sem stendur hallar hún sér óþægi-
lega að síðari og síðri kostinum. Því til stuðnings má
benda á að þar búa um 440 manns á hverjum ferkíló-
metra. Hér í Vínarborg búa 4.000 manns á sama svæði, en
samt eru græn svæði 50% borgarlandsins, og 0% þeirra
eru innan marka flugvallar. Þetta er Gunnar D. Ólafsson
sem skrifar frá Vínarborg. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Ólafsson
Pistill
Eitt lag enn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gangi spá Landsbankanseftir um þróun einka-neyslu á næstu árum máætla að einkaneysla á
mann 2016 verði svipuð og hún var
2004, eða um 3,2 milljónir á hvern
landsmann.
Áætlað er í nýrri þjóðhags- og
verðbólguspá hagfræðideildar
Landsbankans að einkaneyslan auk-
ist um 3,7% í ár, um 3,2% á næsta ári
og um 3% árið 2016. Á sú aukning
þátt í að hagfræðideildin spáir nú
5,5% hagvexti á næsta ári, töluvert
umfram fyrri spá bankans í nóv-
ember, um 2,3% hagvöxt.
Segir í nýju þjóðhagsspánni að
flestar vísbendingar séu á þá leið að
vöxtur einkaneyslunnar á þessu ári
„verði mun kröftugri en í fyrra“.
Taldar eru meiri líkur fremur
en minni á að leiðrétting íbúðalána
örvi einkaneyslu og eru þau áhrif nú
tekin með. Umfang aðgerðarinnar lá
ekki fyrir við síðustu spá í fyrra-
haust. Gangi spáin eftir verður
einkaneyslan 1.055 milljarðar árið
2016, á verðlagi ársins 2013. Til
samanburðar var hún tæplega 900
milljarðar árið 2009, á verðlagi ársins
2013, og 957 milljarðar í fyrra.
100 milljarða aukning
Samkvæmt þessu verður einka-
neyslan tæplega 100 milljörðum
króna meiri 2016 en 2013 og hækkar
einkaneysla á hvern Íslending því úr
2,975 milljónum í 3,2 milljónir. Það
gerir um 880 þúsund krónur á hverja
fjögurra manna fjölskyldu. Mann-
fjöldi 2016 miðast hér við miðspá
Hagstofunnar um mannfjöldaþróun.
Einkaneyslan varð mest þenslu-
árið 2007, eða 3,73 milljónir á mann,
og var því ríflega tveimur milljónum
króna meiri á hverja fjögurra manna
fjölskyldu en áætlað er að hún verði
2016. Er hér sem fyrr miðað við
verðlag ársins 2013.
Skal ítrekað að þetta er spá og
getur margt haft áhrif á það hvort
hún rætist, til hækkunar eða lækk-
unar. Þá skal tekið fram að útreikn-
ingar á einkaneyslu í krónum talið
eru á ábyrgð blaðamanns.
Spurður hvað gefi tilefni til þess
að uppfæra hagvaxtarspána svona
mikið á næsta ári segir Gústaf Stein-
grímsson, sérfræðingur hjá Lands-
bankanum, að nú sé gert ráð fyrir
nokkuð meiri vexti í einkaneyslu og
útflutningi en í nóvemberspá bank-
ans, auk meiri fjárfestingar. Aukinn
útflutningur skýrist af því að nú sé
gert ráð fyrir meiri vexti í ferðaþjón-
ustu en að breytingar í loðnuveiðum
hafi einnig töluverð áhrif milli ár-
anna 2014 og 2015. Í spá um 5,5%
hagvöxt 2015 er þannig miðað við að
loðnuveiðar verði eins og 2013. Verði
veiðarnar hins vegar svipaðar og
2014 verður hagvöxtur 4,2%.
Tvö ný stórverkefni
Gústaf segir aðspurður að fyrir-
hugaðar kísilverksmiðjur United
Silicon í Helguvík annars vegar og
PCC á Bakka hins vegar séu teknar
með í áætlaðri atvinnuvegafjárfest-
ingu. Hins vegar hafi ekki verið gert
ráð fyrir 77 milljarða króna sólar-
kísilverksmiðju á Grundartanga og
38 milljarða kísilverksmiðju Thorsil í
Helguvík í spánni, enda hafi lítið ver-
ið fastneglt með þau verkefni þegar
spáin var unnin. Ef af þeim verður
kemur sú fjárfesting til viðbótar spá
Landsbankans. Stefnt er að því að
uppbyggingu í báðum verkefnum
ljúki á árinu 2017. Rætist hagspá
Landsbankans að öðru leyti gæti
hagvöxtur á næsta ári því orðið 6-7%.
Fara áhrif þessara tveggja
verkefna á hagvöxt næsta árs m.a.
eftir því hvernig fjárfestingin dreifist
yfir framkvæmdatímann.
Einkaneyslan er
að aukast hratt
Þróun einkaneyslu 2000-2016
Á verðlagi ársins 2013 í milljónum króna með hliðsjón af
spá Landsbankans*
*Einkaneyslan 2014-2016 er áætluð út frá spá hagfræðideildar Landsbankans. Reiknað er út frá einkaneyslu árið 2013 á
föstu verðlagi 2005, skv. tölum Hagstofunnar. Einkaneyslan á öllu tímabilinu, 2000-2016, er svo yfirfærð frá föstu verðlagi
2005 yfir á verðlag ársins 2013. Heimild: Hagstofa Íslands/Hagfræðideild Landsbankans.
1.150.000
1.100.000
1.050.000
1.000.000
950.000
900.000
850.000
800.000
750.000
700.000
2000 2016
2000
856.066
2007
1.148.396
2009
899.954
2016
1.055.323
2002
819.190
Yngvi Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Analytica, vann
greiningu á áhrifum boðaðrar
leiðréttingar íbúðalána á verð-
bólgu, að beiðni stjórnvalda.
Hann segir aðspurður að vegna
kraftmeiri efnahagsbata en búist
var við geti verðbólguáhrifin orð-
ið meiri. Á móti komi að aukin
verðmætasköpun styðji frekari
hækkun raunverðs fasteigna.
„Ef nýting afkastagetu er mik-
ið betri en gert var ráð fyrir er
hætt við því að verðlagsáhrifin
verði eitthvað meiri. Ef það er lítil
nýting á afkastagetu hafa fram-
leiðendur tilhneigingu til þess að
hækka verð lítið eða ekkert þegar
eftirspurn eykst. Þegar mikil nýt-
ing er á afkastagetu þurfa fram-
leiðendur meiri verðhækkun til að
auka framleiðsluna. Einnig mun
aðflutt vinnuafl auka afkastagetu
í atvinnulífinu samhliða því að
halda aftur af verðbólgu. Atvinnu-
leysi er enn mikið í Evrópu og
virðist minnka hægt.“
Áhrifin e.t.v.
vanmetin
ÁHRIF LEIÐRÉTTINGAR