Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Önd í aðhaldi Akfeitur steggurinn klórar sér á belgnum yfir sig leiður á brauðátinu. Fólk hefur verið beðið um að gefa ekki öndum brauð við Tjörnina í Reykjavík nú þegar ungatíminn fer í hönd.
Ómar
Þá er stóri dagurinn
runninn upp. Í dag
getum við gert upp
við fortíðina og mark-
að stefnuna til fram-
tíðar. Það sem við
ákveðum í dag stend-
ur í fjögur ár, svo það
er vissara að vanda
valið.
Valið er einfalt hér í
Reykjavík. Það snýst
um hvort við viljum að
stöðnun undanfarinna ára fái að
festa rætur eða hvort við viljum að
tekið sé til hendinni í borginni,
bæði inni í Ráðhúsi og úti á götum,
torgum og grasbölum.
Sumir segja að í pólitíkinni sé
þetta allt sama tóbakið, en svo er
ekki. Fátt er fjær sannleikanum
eins og borgarbúar vita. Við
sjálfstæðismenn höfum skýra sýn á
framtíð borgarinnar þar sem hags-
munir borgarbúa eru í öndvegi:
Við viljum leggja áherslu á
grunnþjónustuna; í stað þess að
gera alls konar fyrir alla með aukn-
um álögum og skuldasöfnun.
Við viljum lækka leigu og hús-
næðisverð með auknu framboði á
lóðum fyrir fjölbýlishús en ekki á
kostnað borgarbúa.
Við viljum auka þjónustu og val-
frelsi allra íbúa, en ekki steypa allt
í sama mót.
Við viljum styðja
við barnafjölskyldur,
byggja leikskóla og
styðja við öflugt tóm-
stundastarf.
Við viljum tryggja
öfluga og góða þjón-
ustu við eldri borgara;
í stað innantómra
viljayfirlýsinga.
Við viljum lækka
álögur á borgarbúa;
og hverfa af þeirri
braut að síhækka
álögur og auka skuldir borg-
arinnar.
Það er til mikils að vinna og því
skora ég á þig að leggja leið þína á
kjörstað í dag og hvetja fjölskyldu
og vini til þess að taka þátt í lýð-
ræðishátíðinni með þér. Þannig
kjósum við betri framtíð fyrir
Reykjavík og okkur sjálf.
Eftir Halldór
Halldórsson
» Við viljum leggja
áherslu á grunn-
þjónustuna; í stað þess
að gera alls konar fyrir
alla með auknum álög-
um og skuldasöfnun.
Halldór
Halldórsson
Höfundur er borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
Valið er einfalt
í Reykjavík
Sjálfstæðismenn í
Garðabæ hafa ávallt
lagt ríka áherslu á
traustan fjárhag og
ráðdeild í rekstri bæj-
arins.Traustur fjár-
hagur er undirstaða
þess að hægt sé að
veita bæjarbúum
góða og fjölbreytta
þjónustu. Allar þjón-
ustukannanir sem við
höfum látið fram-
kvæma hafa leitt í ljós að Garðbæing-
ar eru mjög ánægðir með þá þjón-
ustu sem þeim er veitt. Í því
sambandi má benda á að Garðabær
hefur verið valið „Draumasveit-
arfélagið“ mörg undanfarin ár af
tímaritinu Vísbendingu sem fjallar
m.a. um efnahagsmál.
Fyrir síðustu kosningar gáfum við
sjálfstæðismenn mörg fyrirheit sem
við höfum ýmist lokið við eða komið í
framkvæmd. Nú felast í stefnuskrá
okkar sjálfstæðismanna fyrir kom-
andi kjörtímabil rúmlega 90 fyrirheit
sem við munum að sjálfsögðu upp-
fylla eins og við höfum ávallt gert.
Fyrirheit okkar sjálfstæðismanna
eru framsækin og metnaðarfull.
Þannig höfum við viljað stjórna með
skýrri framtíðarsýn og markmiðum,
sem eru tímasett með hliðsjón af að-
stæðum hverju sinni.
Framúrskarandi
skólar
Kjósendur geta treyst
því að við sjálfstæð-
ismenn munum halda
áfram því góða starfi sem
unnið hefur verið á síð-
ustu árum. Það er metn-
aður okkar, að Garðabær
verði áfram góður og
framsækinn bær. Það er
engin tilviljun að Garða-
bær sé og hafi verið einn
af eftirsóttustu kostum til
búsetu á höfuðborgar-
svæðinu. Í bænum eru framúr-
skarandi góðir skólar, sem náð hafa
eftirtektarverðum árangri í alþjóð-
legum samanburði. Öflugt íþrótta- og
tómstundastarf fyrir þá sem það
kjósa og um leið er samfélagið öruggt
og fjölskylduvænt. Nálægðin við ein-
stakar náttúruperlur sem hafa verið
friðlýstar eykur lífsgæði íbúanna og
komandi kynslóða. Það er metnaður
okkar sjálfstæðismanna, að Garða-
bær sé í fremstu röð hvað snyrti-
mennsku og umhverfismál áhrærir.
Öflugt félagsstarf
Í frjálsum félagasamtökum býr
mikil þekking og kraftur. Starfsemi
þeirra er órjúfanlegur hluti lýðræð-
islegs samfélags. Félagslega virkir
íbúar eru líklegri til að gera kröfur
gagnvart stjórnsýslu hvað varðar
fagmennsku og gæði þjónustu. Teng-
ing er á milli mikils félagsauðs í sam-
félagi og ánægju íbúa með þjónustu.
Sameinuðu þjóðirnar hafa með hlið-
sjón af þessu hvatt stjórnvöld til að
vinna meira með félögum og fé-
lagasamtökum við stefnumörkun og
áætlanagerð til að bæta lífsgæði íbú-
anna. Það er stefna okkar sjálfstæð-
ismanna í Garðabæ að vinna náið
með og hlúa að hinum ýmsu félögum
í bænum, hvort heldur er á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála, líknar- og
mannúðarmála eða menningar og
lista.
Garðbæskt samfélag
Góðir Garðbæingar, ég hvet ykkur
til að mæta á kjörstað og nýta ykkur
atkvæðisréttinn og merkja X við D á
kjördag og gefa okkur sjálfstæð-
ismönnum áframhaldandi braut-
argengi við stjórn bæjarins til góðra
verka fyrir „garðbæskt“ samfélag,
þar sem bæjarbragurinn einkennist
af virðingu, samkennd og jákvæðni.
Eftir Gunnar
Einarsson » Það er metnaður
okkar sjálfstæðis-
manna, að Garðabær sé
í fremstu röð hvað
snyrtimennsku og um-
hverfismál áhrærir.
Gunnar
Einarsson
Höfundur er bæjarstjóri og oddviti
sjálfstæðismanna í Garðabæ.
Ástæðulaust að breyta
því sem vel gengur
Það er alltaf ákveðin stemn-
ing sem fylgir kosningum og
kjördegi, hvort sem kosið er
til Alþingis, sveitarstjórna eða
um tiltekin stórmál. Kjör-
dagur er einfaldlega hátíðis-
dagur, mikilvægur gleðidagur
fyrir lýðræðið þar sem al-
menningur tekur stóra
ákvörðun um framtíðina. Þess
vegna er svo mikilvægt að all-
ir nýti sér þennan rétt, fari á kjörstað í dag –
með það eitt að markmiði að gera morgundag-
inn betri en daginn í dag.
Alvöru stjórnmál
Það er stórt og afdrifaríkt skref að hefja
þátttöku í stjórnmálum. Við erum svo lánsöm
að búa í landi þar sem fjölmargir gefa kost á
sér til slíkrar þátttöku. Þannig gefa í dag rúm-
lega 2.900 einstaklingar kost á sér í 184 fram-
boðum víðsvegar um landið. Á öllu landinu
hafa íbúar og frambjóðendur undanfarið rætt
það sem betur má fara, hver séu mikilvægustu
fyrir fólk og fyrirtæki, öruggar og skilvirkar
samgöngur, fjölbreytta menntun og hvernig
við almennt getum bætt lífsgæði fólks, aukið
bjartsýni og tryggt að vonir sem flestra geti
orðið að veruleika.
Í öllum þessum málum hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn skýra stefnu. Stefna Sjálfstæð-
isflokksins er að forgangsraða í þágu fólksins
sjálfs og nýta til fulls þá getu, þann kraft og
samtakamátt sem í þeirra eigin frumkvæði
býr. Það má aldrei gera með því að standa
fyrst og fremst vörð um kerfið sjálft á kostnað
íbúa, líkt og gert hefur verið í Reykjavík síð-
ustu ár þar sem kostnaður meðalfjölskyldu
hefur aukist um heil mánaðarlaun vegna
ákvarðana borgarstjórnar. Aðrar leiðir eru
færar og aðrar leiðir þarf að fara. Leiðir þar
sem markmiðið er alltaf að auka vald og val al-
mennings með skýrum markmiðum um lægri
skatta, minna umfang kerfisins og fleiri tæki-
færi fólks og fyrirtækja til að skapa aukin lífs-
gæði í samfélagi sínu á hverjum stað.
Um þessi mikilvægu mál kjósum við í dag.
Um leið og ég óska okkur öllum til hamingju
með daginn, hvet ég alla til að nýta sér kosn-
ingaréttinn og hafa þannig áhrif á framtíðina.
arstjórna liggja einmitt þar og stærstu póli-
tísku spurningunum er svarað með
ákvörðunum um hvernig forgangsraða skuli
opinberu fjármagni. Undan þessum stóru og
alvöru pólitísku spurningum mega hvorki
flokkar né frambjóðendur víkja sér, enda
skipta svörin við þeim kjósendur miklu máli
þegar gengið er til kosninga.
Þátttaka þín
Í dag eru það hins vegar ekki bara fram-
bjóðendurnir sem taka þátt í stjórnmálum. Í
dag tökum við öll þátt með því að kjósa.
Áherslumálin eru misjöfn eftir sveit-
arfélögum og aðstæðum á hverjum stað, en
kosningarnar hljóta alls staðar að snúast um
þá grundvallarstefnu og þau grunngildi sem
farsælast er að ráði för á komandi árum. Alls
staðar verður þannig kosið um fleiri tækifæri
verkefnin framundan og hvernig við
gætum í sameiningu nýtt betur
tækifærin á hverju svæði.
Við sem höfum starfað í sveit-
arstjórnarmálum vitum hvað þetta
eru mikilvæg verkefni, hversu miklu
þau geta breytt og hversu mikil for-
réttindi það eru að fá að taka þátt í
úrlausn þeirra. Ég gleymi því þó
seint þegar þegar ég ákvað að færa
mig úr sveitastjórnarmálum yfir í
landsmálin að afar velviljaður ein-
staklingur kom til mín, klappaði mér
á bakið og lýsti ánægju með að loks-
ins hefði ég ákveðið að takast á við
„alvöru stjórnmál“.
Raunin er hins vegar sú að það að vilja bæta
nærsamfélagið og vinna að verkefnum sveit-
arstjórna eru ekki síður alvöru stjórnmál en
landsmálin. Það er alvöru pólitík að hafa áhrif
á betri menntun komandi kynslóða; það er al-
vöru pólitík að móta mikilvæga velferðarþjón-
ustu; að skipuleggja byggð með farsælum
hætti; að tryggja skilvirkar samgöngur og
hafa áhrif til góðs á allt annað sem heyrir undir
sveitarstjórnir.
Það er líka alvöru pólitík að hafa áhrif á það
hvernig sameiginlegum sjóðum okkar er ráð-
stafað. Stærstu pólitísku ákvarðanir sveit-
Nýtum tækifærið – kjósum í dag
Eftir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
» Stefna Sjálfstæðisflokks-
ins er að forgangsraða í
þágu fólksins og nýta til fulls
þá getu, þann kraft og sam-
takamátt sem í þeirra eigin
frumkvæði býr.
Höfundur er innanríkisráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins.