Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 29

Morgunblaðið - 31.05.2014, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Þegar þetta er ritað eru þrjár umferðir eftir í keppni landsliðs- flokks á Skákþingi Íslands sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli og alt bendir til þess að loka- umferðirnar verði æsispennandi en úrslit margra skáka hafa komið hressilega á óvart. Fyrir mótið lét greinarhöfundur þau orð falla að Guðmundur Kjartansson væri til alls vís. Hann er einn efstur eftir sex umferðir með 4 ½ vinning og hefur náð að vinna löng og ströng endatöfl og hefur teflt af mestu ör- yggi allra keppenda. Henrik Dani- elsen kemur næstur með 4 vinn- inga, hefur m.a. unnið Hjörvar Stein og Braga. Í 3.-5. sæti koma svo Héðinn Steingrímsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Bragi Þor- finnsson, með 3 ½ vinning. Hannes komst í toppsætið eftir fjórar umferðir en tapaði þá fyrir Héðni og lék gróflega af sér í væn- legri stöðu gegn Þresti Þórhalls- syni og tapaði aftur. Þröstur er í 6. sæti með 3 vinninga en sex efstu eiga allir möguleika á Íslandsmeist- aratitlinum. Geta má þess að loka- umferðin sem tefld verður á morg- un, sunnudag, býður uppá skákir Hannesar og Henriks, Hjörvars og Guðmundar og Héðins og Braga. Aðstæður í Stúkunni á Kópa- vogsvelli, þar sem einnig fer fram keppni í áskorendaflokki, en þar er Magnús Teitsson efstur með 5 ½ vinning af sex, eru prýðilegar. Hrósa ber frábærri heimasíðu sem býður uppá fjölbreyttar beinar út- sendingar frá öllum skákum lands- liðsflokks og valinna skáka áskor- endaflokks. Hins vegar fær Stefán Kristjánsson ekki mikið hrós fyrir að hætta við þátttöku 2 klst. áður en keppni hófst. Þeir sem hlaupa í skarðið með stuttum fyrirvara geta ekki undirbúið sig fyrir svo harða keppni og tefla þ.a.l. við ójafnar að- stæður á við aðra keppendur. Þröstur Þórhallsson er alltaf sami baráttujaxlinn og vann glæsi- legan sigur á Héðni Steingrímsson í 3. umferð en hafði tapað í tveim fyrstu umferðunum: Héðinn Steingrímsson – Þröstur Þórhallsson Vængtafl 1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. e3 b6 9. Rc3 Ba6 10. De2 Hc8 11. Hac1 Dd7 12. Rb5 Þetta ferðalag riddarans lítur ekki illa út en svartur gerir best í því að láta hann afskiptalausan. 12. … Hfd8 13. d4 cxd4 14. exd4 De8 15. Hfd1 h6 16. a4 Óþarfur leikur sem skapar vissa veikleika á drottningarvængum. Gott var 16. Re5. 16. … Bb7 17. Re5 a6 18. Rxc6 Hxc6 19. Rc3 Hcc8 20. cxd5 exd5 21. Dd3?! Annar ónákvæmur leikur. Betra var 21. Bh3. 21. … Dd7 22. Hc2 Bb4 23. Hdc1 He8 24. Ra2 Hxc2 25. Dxc2 Bd6 26. Rc3 h5! Smátt og smátt hefur svartur náð frumkvæðinu og þessi framrás h-peðsins á eftir að reynast ör- lagarík. 27. Dd2 Df5 28. Dd1 Það er erfitt að finna áætlun, 28. He1 strandar á 28. … Hxe1+ 29. Dxe1 Dc2! o.s.frv. 28. … h4 29. Df3 Dg5 30. Hd1 hxg3 31. hxg3 Rg4! Óveðursskýin hrannast upp, 32. Bh3 má svara með 32. .. Bc8 með ýmsum hótunum tengdum ridd- aranum. 32. Bc1 Dh5 33. Bf4 Bb4! Ein hugmynd svarts er að skipta uppá c3 og leika – a5 til að finna a6- reitinn fyrir biskupinn.) 34. Rxd5 34. … Be1! Beint til upprunans! Byrjendur vita flestir að f7- og f2-peðin eru sérstaklega viðkvæm. 35. Rf6+ gxf6 36. Dxb7 Bxf2+ 37. Kf1 Rh2+ 38. Kxf2 Dxd1 39. Be4 Rg4+ 40. Kg2 De2+ - og Héðinn gafst upp. Tapið hægði á honum en sló hann þó ekki út af laginu. Guðmundur Kjartansson efst- ur – æsispennandi Íslandsþing Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Undanfarnar vikur hefur þónokkuð verið fjallað um sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélögunum sem liggja að Reykjavík. Þetta gerist á sama tíma sem fylgið við flokkinn í Reykjavík, samkvæmt skoð- anakönnunum, er í sögulegu lágmarki. Eftir allt skipulags- klúðrið, vanhirðuna og virðing- arleysið sem núverandi meirihluti hefur sýnt borgarbúum, þá geta borgarbúar ekki hugsað sér annan borgarstjóra en þann sem stýrt hef- ur aðförinni að þeim. Má helst líkja þessum svefngengilshætti borg- arbúa við meðvirka fjölskyldu drykkjumannsins sem lætur allt yfir sig ganga frekar en að viðurkenna vandamálið. Og vandamálið? Jú, við vitum hvað það er. Allir sem vettlingi geta valdið hafa flúið borgina. Flutt í nærliggjandi sveitarfélög þar sem sveitarstjórnarmálin eru enn tekin föstum tökum en ekki álitin eitthvað til að grínast með. Þetta er fólk sem vill komast ferða sinna hindr- unarlaust, fá grasið slegið og snjó- inn hreinsaðan af götunum. Þetta er fólk sem ekki þarf að láta kenna sér aftur að hjóla. Bankahrunið hristi upp í því, fékk það til að endurmeta stöðu sína. Hvað er ég, hvað vil ég og hvernig vil ég hafa umhverfi mitt? Reykjavík kom ekki vel út í þeirri athugun. Áralangt sukk R- listans, stöðug hjaðningavíg þar sem sjúkur maður var hafður að leik- soppi og síðan trúðsleikir síðasta kjörtímabils voru ekki líkleg til að treysta átthagaböndin. Við bættist að ekki hef- ur verið hægt að líta framhjá fyrirlitning- unni sem borgaryf- irvöld sýna öllu sem viðkemur peningum. Lögbundnar greiðslur eins og útsvar, sem ætlað er að styrkja innviði samfélagsins, eru nýttar í sandkassa- leiki fólks sem aldrei hefur fullorðnast. Fólkið sem flutti var fólkið sem borgaði útsvarið. Eftir situr fólk sem annað hvort borgar ekkert eða getur ekki selt húsin sín. Byrðarnar leggjast því allar á þá sem eftir eru. Vinstriflokkarnir byggja tilveru sína á aumingjavæðingu. Hún við- heldur hringrás lífs þeirra. For- gangsröðin er á hreinu, fyrst þarf að búa til vandamál, síðan kalla saman fund, jafnvel blása til ráðstefnu til að leysa það. En vandamálin eru aldrei leyst, því það myndi gera vinstri menn óþarfa. Allar aðgerðir leiða því til enn fleiri vandamála sem þarf að leysa. Og þannig koll af kolli. Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á hvernig útsvarsgreið- endur í Reykjavík eru blóðmjólkaðir svo borgarstjórnarmeirihlutinn geti haldið iðju sinni áfram. Samkvæmt súluriti sem Áslaug vísar í mátti hver fjölskylda í Reykjavík greiða kr. 130.000 til fjárhagsaðstoðar árið 2013. Það ár greiddi hafnfirska fjöl- skyldan 50.000 til fjárhagsaðstoð- arinnar og sú akureyrska 30.000. Furðulítið hefur verið um þetta rætt og eiginlega ótrúlegt að slík sjálfs- afgreiðsla úr vösum útsvarsgreið- enda skuli ekki hafa náð eyrum fólks. Og enn furðulegra að enginn skuli hafa sett þessi útgjöld í sam- hengi við nýlega skýrslu Rauða kross Íslands. Skýrslu sem er einn allsherjar dómur yfir þessu tilfærslukerfi úr vösum borgaranna yfir til bótaþeganna. Skýrslan dreg- ur upp dapra mynd af því sem gerist í lífi þess fólks sem stendur ekki jafnfætis samborgurum sínum; er ekki á vinnumarkaði og tekur því ekki þátt í því sem gerir samfélag að samastað. Þetta fólk hefur verið aumingjavætt af yfirvaldi sem segist bera hag þess fyrir brjósti en skilur ekki að gjafafé rænir það sjálfsvirð- ingunni. Nú þegar eru þriðju og fjórðu kynslóðar bótaþegar farnir að banka upp á dyr félagsmála- stofnana. Fólk sem aldrei á eftir að komast inn á vinnumarkað vegna þess að sjálfsmynd þess er í rúst og bótakerfið dregur úr því allan mátt. Á þessu kjörtímabili sem er að líða tryggði borgarstjórnarmeiri- hlutinn að slík yrðu örlög þessa varnarlausa fólks. Í stað þess að styðja fólk sem fallið hefur af at- vinnuleysisskrá, til endurkomu á vinnumarkaðinn, þá hækkaði hann bætur til þeirra. Samhliða því bjó hann til nýjan hóp bótaþega, þ.e. þá sem líta svo á að bilið milli bóta og lægstu launa sé svo lítið að það svari ekki kosnaði að rísa upp úr sófanum fyrir það. Vinstri menn telja sig hafa einka- rétt á að útdeila annarra fé. Ekki er mánuður síðan vinstri menn á Al- þingi ætluðu gersamlega að sturlast vegna þess að handfylli fjölskyldna, sem ekki þurfa á bótakerfinu að halda, gætu hugsanlega átt von á 1-2 milljónum vegna leiðréttingar á húsnæðislánum. Nú, nokkrum dög- um síðar, er öllum, ríkum sem fá- tækum, boðin frí dagvistun fyrir börnin sem mun kosta útsvarsgreið- endur u.þ.b. 1,5 milljónir á barn á ári. Frístundakort er hækkað í kr. 50.000 og er nú einnig boðið úr vasa útsvarsgreiðenda, fyrir öll börn. Og nú þurfa stóru börnin, sem útsvars- greiðendur hafa kostað frá vöggu til manns, að fá þak yfir höfuðið. Hinn gjafmildi Dagur býður nú útsvars- greiðendum að byggja yfir þau svona u.þ.b. 3000 íbúðir svo blessuð börnin geti haldið áfram að leika sér áhyggjulaus. Og engin merki eru um að hinir meðvirku útsvarsþrælar ætli ekki að taka slaginn með hon- um. Hvenær er útsvars- greiðendum ofboðið? Eftir Ragnhildi Kolka »Eftir allt skipulags- klúðrið, vanhirðuna og virðingarleysið … geta borgarbúar ekki hugsað sér annan borg- arstjóra en þann sem stýrir aðförinni að þeim. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Hve mikið þarf hver fjölskylda að greiða í skatta vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga? Kr. 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Akureyri Hafnarfjörður Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.