Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Kringlunni 4 | Sími 568 4900 Gallabuxur Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hérmeð í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 breytingu deiliskipulags á flugþjónustusvæði Keflavíkur- flugvallar, „Keflavíkurflugvöllur – Flugstöðvarsvæði, svæði B – Fálkavöllur 2“, síðast breytt í apríl 2013. Breytingin tekur til lóðarinnar Fálkavallar 2. Einnig er gerð breyting og leiðrétting á skipulagsskilmálum. Á Fálkavelli 2 er lóðin stækkuð til norðurs í átt aðKjóavelli. Gert er ráð fyrir 3 nýjum aðkomum inn á lóð en 1 aðkoma að sunnan felld niður. Byggingarreitur er stækkaður, leyfilegri húshæðbreytt og nýtingarhlutfall á lóð er hækkað. Girðingar og bílastæði eru færð innan lóðar. Í skilmálahefti eru gerðar leiðréttingar á stærðumer varða svæði B. Breytingartillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar (http://www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/ Skipulagsmal/) frá ogmeð 30.maí 2014 . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 18. júlí 2014. Skila skal skriflegumathugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 27. maí 2014. F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson , skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi flugþjónustu- svæðis á Keflavíkurflugvelli / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Sú var tíðin að meirihluti Reykvík- inga gat hugsað sér að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni yrði fluttur til Kaflavíkur eða á annan stað í borgarlandinu. Efnt var til atkvæða- greiðslu um málið en það látið fylgja með, að því aðeins yrði niðurstaðan bindandi að tiltekin lágmarksþátttaka yrði. Þetta var fyrir rúmum áratug. Frá því er skemmst að segja að niðurstaðan varð ekki bindandi og var mun- urinn á milli þeirra sem vildu flug- völlinn áfram í Vatnsmýrinni og hinna sem vildu hann burt afar lít- ill og skeikaði aðeins fáum atkvæð- um. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Flestir átta sig á því að ef ákvörðun yrði tekin um að flytja flugvöllinn kostaði það óhemju fé, öryggissjónarmið væru í húfi, auk þess sem okkur fjölgar sem líkar það illa að borgin sé skipulögð af verktakafyrirtækjum sem vilja komast í „verðmætar“ lóðir. Skipu- lag borgarinnar hljóti að taka mið af langtímasjónarmiðum með al- mannahag í fyrirrúmi. Atvinna, öryggi og tekjur Þá er þess að geta að mikill fjöldi Reykvíkinga hefur beina og óbeina atvinnuhagsmuni af veru flugvallarins, Reykjavík sem stjórnsýslumiðstöð landsins nýtur góðs af og að sjálfsögðu mennta- stofnanir bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni sem njóta þess að kennarar fara á milli á degi hverj- um að ógleymdum öllum þeim sem stunda flugtengt nám á flugvell- inum en þeir eru fleiri en margir gera sér grein fyrir. Enn má nefna að tekjur Reykvík- urborgar af flugvell- inum eru miklar, bæði skatttekjur og óbeinar tekjur vegna margvís- legrar þjónustu sem tengist fluginu. Hags- munirnir fyrir Reykja- vík af veru flugvall- arins eru ótvíræðir. Það er og mat yf- irgnæfandi meirihluta borgarbúa samkvæmt ítrekuðum skoð- anakönnunum um þetta efni. Í öllum hverfum Reykjavíkurborgar stendur vilji borgarbúa til þess, samkvæmt þessum könnunum, að halda flug- vellinum þar sem hann er og hreyfa hann hvergi. Um sjötíu þúsund manns hafa undirritað áskorun um að flugvöllurinn verði ekki færður um set. Nú bregður svo undarlega við að borgaryf- irvöld – Samfylking og Besti flokk- urinn – taka þann kost að horfa framhjá þessum óskum en hamra þeim mun meira á mikilvægi þess að virða lýðræðislegan vilja borg- arbúa. Þarna er holur hljómur. Reyndar gildir það um mörg önn- ur framboð líka þótt á því séu und- antekningar. Hagsmunir Reykjavíkur að hafa flugvöllinn Dögun hefur skýra afstöðu í þessu máli. Sú afstaða rúmast und- ir einu hugtaki: lýðræði. Það á undanbragðalaust að virða lýðræð- islegan vilja borgarbúa í þessu máli sem öðrum. Sjálfur hef ég sannfærst um það að glapræði væri að flytja flugvöllinn og tel honum best borgið í Vatnsmýrinni. Það kæmi landsmönnum best – á því leikur enginn vafi – enda yf- irgnæfandi stuðningur við þá af- stöðu á landsvísu – en ég tel jafn- framt hagsmuni Reykvíkinga best tryggða með áframhaldandi veru flugvallarins á sínum stað og upp- byggingu á aðstöðu á Reykjavík- urflugvelli. Hún er löngu tímabær. Flugvöllurinn og lýðræðið Eftir Þorleif Gunnlaugsson Þorleifur Gunnlaugsson » Í öllum hverfum Reykjavíkurborgar stendur vilji borgarbúa til þess að halda flug- vellinum þar sem hann er og hreyfa hann hvergi. Höfundur er oddviti Dögunar í Reykja- vík. Mikið er það lán og sú blessun fyrir Reykjavík að hafa slíkan mann, sem borgarstjóra eftir kosn- ingar sem Samfylkingin býður fram. Stjórnviskan og framsýnin er með ólíkindum svo ekki sé minnst á rökfimina og stefnufestuna í stórum málum sem smáum. Tökum nokkur dæmi. 1. 150 millum á að spreða í end- urhönnun á Hofsvallagötu, til við- bótar við allan kostnaðinn vegna hönnunar og framkvæmda á henni áður, sem fæstir skildu upp né nið- ur í. Var þó að skilja á meirihlut- anum í núverandi borgarstjórn, að þarna hefði verið unnið verk- fræðilegt hönnunarafrek. En svona er að kasta perlum fyrir svín. 2. Borgartúnið! Ekki má gleyma Borgartúninu. Það hlýtur að teljast ómetanlegt fyrir borgarbúa að geta hjólað óáreittir Borgartúnið á enda og til baka aftur – hinum megin götunnar. Þarna voru gangstéttir áður til staðar fyrir gangandi fólk. Ekki spillir fyrir að fagurlega sveigðir bleikir ljósastaurar varpa hlýjum bjarma á vegfarendur, sem sumir telja að fari jafnvel ört fækk- andi eftir breytingarnar. Rétt er líka að nefna, að í ca. 200 metra fjarlægð liggur flottur hjóla- og göngustígur meðfram allri strönd- inni vestan úr bæ og inn í Laug- arnes. Því er erfitt – nema fyrir snillinga – að átta sig á breyting- unum í Borgartúninu, nema það sé hugsunin að fólk hjóli þarna hring eftir hring meðan þrek og dugur endist. 3. Núna er tækifærið! Núna er rétti tíminn til að losna við ósóm- ann úr Vatnsmýrinni í eitt skipti fyrir öll. Nú skal flugvöllurinn burt með illu eða góðu. Þarna skal rísa lágreist byggð fyrir millitekju- og jafnvel láglaunafólk. Borg- arstjóraefni Samfylkingarinnar ætl- ar að semja við trausta og ódýra verktaka eins og hann nefndi í sjónvarpi allra landsmanna. Þeir verða fengnir til að byggja litlar og meðalstórar íbúðir fyrir fólk sem þarf ekki einu sinni að eiga bifreið. Það verður nú munur að geta reik- að eða hjólað milli kaffiskúranna í kyrrðinni, laus við allan umferð- arhávaðann og mengunina frá bíl- um og flugvélum. Og þeir sem telja húsnæðið sitt frekar þröngt, geta huggað sig við að búa á dýrustu lóðum norðan Alpafjalla. 2.500- 3.500 störf sem hverfa frá Reykja- vík með flugvellinum halda ekki vöku fyrir borgarstjóraefni Sam- fylkingarinnar. Hann virðist telja að þau störf endurheimtist t.d. við afgreiðslu á lattekaffi og hvítvíni til menningarauka á svæðinu. Hann sefur líka ofur rólegur þótt eitt- hvert landsbyggðarpakk þurfi að eyða einum til tveimur dögum leng- ur til að sinna sínum erindum í höfuðstaðnum. Fyrir öllum þessum málum sem drepið hefur verið á hér að framan hefur borg- arstjóraefni Samfylkingarinnar bar- ist og talað og varið út í eitt, sem góð, þörf og mikilvæg mál fyrir borgarbúa. Já, mikill er máttur Alla. Borgarstjóraefni Samfylking- arinnar, dr. Dagur B. Eggertsson – draumatengdasonur allra mæðra – slær sko ekki feilhöggin. Bjargvætturinn Eftir Guðmund Guðmundsson » Það verður nú mun- ur að geta reikað eða hjólað milli kaffiskúr- anna í kyrrðinni, laus við allan umferðarhá- vaðann og mengunina frá bílum og flugvélum. Höfundur er vélfræðingur. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.