Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 ✝ Björn Björns-son – Bubbur – fæddist á Ísafirði 22. júní 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- fjarða 20. maí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jóhannsson, sjó- maður, f. 1901, d. 1982 og Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 1892, d. 1981. Systkini Björns: Matthildur Sig- ríður, f. 1920, d. 2002; Jóhann Rósinkranz, f. 1924, d. 2003; Hallbjörn Sigurður, f. 1926, d. 2003; Torfi Tímóteus, f. 1927; Jónas Guðmundur, f. 1929, d. 2002 og Kristján Friðrik, f. 1934. Fósturbræður Björns: Jón Kristján Símonarson, f. 1930 og Jóhann Rósinkrans Sím- onarson, f. 1933, d. 2013. Björn giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju El- f. 1979, gift Guðmundi Helga Albertssyni, f. 1982. Börn þeirra eru Rannveig og Albert. Fyrir átti Guðný dótturina Sig- rúnu Birgisdóttur, f. 1959 gift Ingvari Ísdal Sigurðssyni, f. 1955. Börn þeirra eru Sigurður Alfreð og Ellý Sandra. Lang- afabörnin eru fjögur. Björn ólst upp í Vallaborg á Ísafirði ásamt systkinum sínum og fósturbræðrum. Fimmtán ára gamall fór hann til sjós, fyrst á síldarbát en einnig á trébátum sem sigldu með aflann til Bretlands. Um 1950 flutti hann sig yfir á togara; m.a. Ísborg ÍS-250, Ásúlf ÍS-202, Ísbjörn ÍS-15 og Sól- borg ÍS-260. Frá 1969 – 1974 gerði hann út á sínum eigin bát, Valdísi ÍS-72. Hann hóf síð- an störf á Guðbjörginni ÍS-46 árið 1975 þar sem hann endaði sinn sjómannsferil árið 1982. Eftir að í land var komið vann Björn hjá Niðursuðu- verksmiðjunni á Ísafirði til 1992 en þá tók Básafell við þangað til hann fór á eftirlaun 2003. Útför Björns fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 31. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. ínborgu Páls- dóttur, f. 27.11. 1940, þann 26. des- ember 1966. For- eldrar Guðnýjar voru Páll Borg- arson, f. 1887, d. 1969 frá Tyrðil- mýri á Snæfjalla- strönd og Sigrún Sigurðardóttir, f. 1906, d. 1990 frá Kollafjarðarnesi í Strandasýslu en þau bjuggu í Bolungarvík. Börn Björns og Guðnýjar eru: 1) Sigurður, f. 1965, giftur Pálínu Sinthu Björnsson, f. 1964. Dóttir þeirra er Guðný Birna. 2) Elín Björk, gift Ingi- mundi Gestssyni, f. 1965. Dætur þeirra eru Elísabet og Katrín. Fyrir á Ingimundur dótturina Hallfríði Svölu. 3) Pálína, f. 1971, gift Þór Austmar, f. 1968. Börn þeirra eru Björn Austmar og Marý Austmar. 4) Guðbjörg, Það er komið að kveðjustund. Ég er ein af þeim heppnu sem geta sagst hafa átt „besta pabba í öllum heiminum.“ Hann var ein- faldlega bestur, bæði sterkur og traustur, allt sem pabbar eiga að vera. Sem sjómannsdóttir var ég vön því að hann væri mikið í burtu. Þegar hann kom í land var dekrað við okkur börnin – við vorum keyrð í skólann og jafnvel var far- ið í bakaríið. Eftir að hann kom í land kynntumst við honum betur og hann var alltaf til staðar fyrir okkur. Hjá honum voru aldrei nein vandamál – hlutirnir voru bara leystir – og yfirleitt fyrr en seinna. Pabbi sýndi það og sannaði að jákvæðnin lengir lífið. Rétt rúm- lega sextugur fékk pabbi hjarta- áfall sem skemmdi hjartað þannig að hann náði sér aldrei að fullu og átti alltaf í baráttu. Ég held að hann hafi komist í gegnum þetta með þolinmæði og sínu einstaka jafnaðarskapi. Fáir hefðu trúað því að jaxl eins og hann gæti sætt sig við orðinn hlut en hann var ótrúlegur. Það var helst að hann væri pirraður út í okkur systurnar þegar við vorum að banna honum að halda á töskum eða öðrum þungum hlutum. Þegar hann hélt upp á 80 ára afmælið fyrir tæpum tveimur árum þá heimsóttum við Sjóminjasafnið Vík og fórum um borð í varðskipið Óðin. Honum fannst við systurnar ganga ansi langt þegar við vorum í sífellu að reyna að halda í hann í þessum bröttu stigum, þröskuldum og þrengingum sem eru um borð í svona gömlu skipi. Þarna var hann á sínum heimavelli og þurfti sko enga aðstoð! Ég held að pabbi hafi fylgst með nánast öllum fréttatímum sem í boði voru. Það verður skrítið að geta ekki tekið upp símann og rætt við hann um málefni dagsins. Það var sérstaklega gaman að heyra hvernig hann las stjórnmál líðandi stundar, hverjir voru að standa sig og hverjir ekki. Honum fannst einstaklega gaman þegar við vorum ekki sammála honum – hafði gaman af því að ýta við okk- ur og hlusta á rökin. Ég veit að pabbi er kominn á góðan stað, honum líður vel. Sökn- uður okkar er mjög mikill. Að kveðja er erfitt. Ég er svo innilega þakklát fyrir pabba minn sem um- vafði okkur öll með ást og um- hyggju og var svo sannarlega „besti pabbi í öllum heiminum“. Takk fyrir allt, pabbi minn. Þín Pálína. Fátækleg þakkarorð um mild- an og áhrifamikinn gæfumann, Björn. Frændi minn og uppeldisbróðir hefur haft mikil og góð áhrif á líf mitt. Fyrsta gjöfin sem ég man eftir, lítill, blikk-, upptrekktur spörfugl sem hoppaði um gólfið var frá honum. Fyrstu kynnin af ljósmyndun voru á myndavélina hans. Fyrstu kynni mín af sorg og áhættu sjómannslífsins voru þeg- ar Bubbur missti vin sinn í Djúp- inu. Fyrstu kynni mín … minning- arnar eru fleiri, Bubbur fyllir upp í alla mína æsku. Þegar togarasjó- mennirnir hennar ömmu minnar komu úr siglingu, sama hvenær sólarhrings var, fylltist heimilið af gjöfum og gleði. Það var Bubbur sem færði mér gjafir. Eftir á að hyggja virðist hann hafa tekið mig að sér. Lánsöm þar eins og alltaf í lífinu, með Bubba sem stóra bróð- ur og ömmu mína sem fóstru. Samskiptin á unglingsárunum ein- kenndust af gleði, stríðni og ráð- gjöf sem entist. Ég ætti honum að mæta ef ég færi út af sporinu. Þetta var áhrifaríkt því hann var ávallt mildur í dómum sínum. Það var svo gaman að alast upp með bræðrunum, enda uppgrip hjá mér í buxnapressun og skóburst- un því „Grautó“ húsmæðraskólinn var á Ísafirði og ungir menn þurftu að halda sér til. Á hverju hausti fylltist bærinn af ungum konum og þar leyndist lífsföru- nautur hans. Sumarið 1965 hringir Bubbur til Vestmannaeyja í mig rígmont- inn, hrærður og glaður, hann var orðinn pabbi. Fjölskyldufaðirinn Bubbur hefur verið mikill gæfu- maður að eignast sína góðu konu Guðnýju og frábær börnin. Ánægja og samhljómur einkenni þeirra hjóna, Bubba og Guðnýjar. Margir minnast Bubba sem ljúf- lings, en fyrir mér er hann mik- ilhæfur ráðgjafi sem veitti ung- lingnum afdráttarlaus ráð og lífsgildi. Það er engin tilviljun að yngri sonur minn ber Björns-nafn- ið. Það er svo margt að þakka fyr- ir. Kæra Guðný, Sigrún, Siggi, El- ín, Pálína, Guðbjörg og fjölskyldur, ég votta ykkur samúð mína, ykkar missir er mikill. Gæf- an fylgi ykkur ávallt. Guðbjörg Grétarsdóttir (Gugga). Fallinn er frá elsku föðurbróðir minn, Bubbur frændi. Þegar ég minnist hans þá kemur fyrst upp í huga mér hversu hlýlegur og góð- ur hann var. Hann var alltaf glað- ur og tók fólki ávallt opnum örm- um. Á uppvaxtarárum mínum á Ísa- firði eru ógleymanleg árlegu ára- mótahófin þar sem fjölskyldur okkar fögnuðu nýju ári saman. Það var alltaf mikil tilhlökkun að hittast, hlæja yfir áramótaskaup- inu, brenna burt gamla árið með flugeldum og fagna því nýja með kökuveislu. Ég minnist Bubba frænda helst við eldhúsborðið, heima á Hjallaveginum, þar sem við drukkum kaffi og ræddum málin. Bubbur hafði sérstaklega gaman af því að segja, glettinn á svip, skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum líðandi stundar. Guðný, Sigrún, Sigurður, Elín, Pálína, Guðbjörg og fjölskyldur. Ég votta ykkur innilega samúð á sorgarstundu. Ég vona að minn- ingin um góðan mann, föður, afa og vin verði ykkur til huggunar og styrks. Bubbur, ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegn- um árin. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu og verma um ókomin ár. Far í friði. Þinn frændi, Gunnar Torfason. Í dag kveð ég elskulegan frænda minn, Björn Björnsson, með söknuði. Það er margt sem flýgur í gegnum hugann og marg- ar eru minningarnar þegar ég hugsa til þín. Þú varst ávallt kall- aður Bubbur, ákaflega hjartahlýr og góður frændi sem vildi allt fyrir mann gera. Það var því ósjaldan sem þið hjónin leyfðuð okkur systrum að gista á ykkar heimili þegar við vorum í Reykjanesskóla og fórum í skólafrí út á Ísafjörð. Við vorum eins og heima hjá okk- ur. Það var fyrir nokkrum árum að við hjónin fórum í páskafrí til Súgandafjarðar og ætluðum við að taka bíl á leigu en það mátti Bubbur ekki heyra nefnt. Við gæt- um notað bílinn hans þessa viku sem við værum fyrir vestan, ann- að kom ekki til greina af hans hálfu. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Það var gott að vera í návist þinni, elsku frændi. Þú sýndir mér og minni fjölskyldu mikla væntum- þykju. Þau voru ófá símtölin sem við áttum saman og spjölluðum við um allt og ekkert. Minninga- brotin frá þessum árum eru mörg og verða þau varðveitt í lífsbók- inni sem er okkar dýrmætasta eign. Þannig verða minningarnar alltaf mælikvarði á það hvernig við höfum lifað lífinu,gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Elsku frændi, ég kveð þig með þessu er- indi af ljóði Davíðs Stefánssonar. „Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala (Davíð Stefánsson) Ég votta Guðnýju og börnum hennar og þeirra fjölskyldum inni- lega samúð á sorgarstundu. En minningin um góðan mann, föður, afa og vin mun án efa verða þeim til mikillar huggunar og styrks. Guð blessi minningu Björns Björnssonar. Hervör Hallbjörnsdóttir og fjölskylda. Björn Björnsson (Bubbur) ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR JÓNSSON frá Húsavík í Vestmannaeyjum, til heimilis að Hraunbúðum, lést á Hraunbúðum laugardaginn 24. maí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða fyrir einstakan hlýhug og umhyggju. Þeim sem viljast minnast hans er bent á að láta Hraunbúðir njóta þess. Útförin mun fara fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. júní kl. 14:00. Kristinn Sigurðsson, Valgerður Ósk Sævarsdóttir, Ástrós Kristinsdóttir, Hafsteinn Þór Jóhannsson, Sigurður Alfreð Kristinsson, Berglind Ósk Kristinsdóttir Ólafur Ingi Kristinsson og systkini. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR, Keilusíðu 10d, Akureyri, lést föstudaginn 23. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri fyrir hlýja og góða umönnun. Lárus R. Halldórsson, Róbert Viðar Lárusson, Sif Sigmundsdóttir, Bergþóra Rós Lárusdóttir, Rán Lárusdóttir, Brynjar Brynjarsson, Júlíus Sævarsson, Brynhildur Geirsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Ægisíðu 78, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið – endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Vilhjálmur Svan Jóhannsson, Sesselja R. Henningsdóttir, Valgerður Jóhannsdóttir, Jakob H. Magnússon, Ólafur Jóhannsson, Helga Sigurðardóttir, Laufey Jóhannsdóttir, Jan Bernstorff Thomsen, Þráinn Jóhannsson, Erna Andreassen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMANNSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Njarðvík, lést föstudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til alls þess góða hjúkrunarfólks sem kom að umönnun Sigríðar. Vilhjálmur Þórhallsson, Þórhallur Vilhjálmsson, Sólveig Bjarnadóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Ólafía S. Vilhjálmsdóttir, Nathan Balo, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR INGIBJÖRN JÓN KRISTINSSON, Gullsmára 11, Kópavogi, lést fimmtudaginn 22. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júní klukkan 13. Erla Sigurjónsdóttir, Kristinn Brynjólfsson, Kristjana Brynjólfsdóttir, Páll Brynjólfsson, Hildur Brynjólfsdóttir, Valdís Brynjólfsdóttir, Sigríður Kristín Brynjólfsdóttir, Hrund Brynjólfsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.