Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 ✝ Sigríður Guð-mannsdóttir fæddist í Keflavík, 6. febrúar 1932. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Nes- völlum 16. maí 2014. Hún var elsta dóttir hjónanna Ólafíu Ólafsdóttur frá Eyrarbakka og Guðmanns Guð- mundssonar frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Systur Sig- ríður voru Ólafía Björg, látin, og Elín, f. 28. júlí 1934. Hálfbróðir Sigríðar var Sveinn Vilbergsson, látinn. Árið 1958 kynntist Sigríð- ur eiginmanni sínum, Vilhjálmi Þórhallssyni, lögmanni, f. 14. júní 1931, frá Seyðisfirði. Þau giftu sig 22. júlí 1960. Foreldrar Vilhjálms voru Þórhallur Vil- íu er Nathan Balo og eiga þau tvo syni, Ara Edward, f. 27. des- ember 2010 og Óðinn Einar, f. 21. ágúst 2012. Ólafía á einnig dóttur frá fyrra hjónabandi, Söru Rós Ásgeirsdóttur, f. 15. mars 2014. Sigríður ólst upp í Keflavík. Hún var gagnfræðingur frá skóla Sr. Ingimars Jónssonar. Eftir skólagöngu starfaði Sigríð- ur hjá Pósti og síma í Keflavík. Á Keflavíkurflugvelli starfaði hún hjá Ameríska bankanum og verslun varnarliðsins. Þá starf- aði Sigríður hjá Sjúkrasamlagi Keflavíkur. Lengst af var hún einkaritari eiginmanns síns. Sig- ríður var bæði félagi í Lionessu- klúbbi Keflavíkur og Oddfellow- stúkunni Sigríði í Reykjavík. Sigríður og Vilhjálmur hófu bú- skap að Vatnsvegi 20 í Keflavík. Lengst af bjuggu þau að Baug- holti 23 í Keflavík, þar sem þau reistu sér myndarheimili. Síð- ustu árin bjuggu þau að Gónhóli 8 í Reykjanesbæ. Útför Sigríðar fór fram frá Keflavíkurkirkju, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. hjálmsson og Sig- ríður Jónsdóttir. Sigríður og Vil- hjálmur eignuðust þrjú börn, Þórhall, f. 19. nóvember 1961, Guðrúnu, f. 2. mars 1964 og Ólafíu Sigríði, f. 13. nóv- ember 1977. Eig- inkona Þórhalls er Sólveig Bjarnadótt- ir, f. 21. febrúar 1961 og eiga þau tvö börn, Vil- hjálm Reyr, f. 3. janúar 1982 og Elínu, f. 17. janúar 1984. Vil- hjámur á einn son með sambýlis- konu sinni Berglindi Guðmunds- dóttur, Þórhall, fæddan 11. september 2012. Guðrún á tvær dættur frá fyrra hjónabandi, Sigríði Sveinsdóttur, f. 29. júní 1991 og Marsibil Sveinsdóttur, f. 30. mars 1993. Eiginmaður Ólaf- Elsku mamma, ég er þér svo þakklát fyrir að hafa beðið með að yfirgefa þennan heim þar til ég kom frá Flórída. Okkar síð- asta stund saman, nóttina sem ég kom, er mér afar dýrmæt. Það var svo yndislegt að sjá að þú virtist þekkja mig og taka þátt í því á þinn hátt þegar við Guðrún systir rifjuðum upp gamlar minningar og hlógum saman. Þetta var ómetanleg stund. Næsta morgun héldum við pabbi og Guðrún svo í hend- urnar á þér og kvöddum þig þeg- ar þú dróst að þér andann í síð- asta sinn. Ég má til með að rifja upp nokkrar minningar. Ég gleymi því aldrei að þú taldir mér trú um það að þú vissir allt. Það er að segja, að þú heyrðir og sæir í gegnum veggi og að þess vegna vissir þú allt sem ég gerði. Um árabil tók ég þessum orðum þín- um mjög alvarlega og þorði ekki öðru en að vera prúð og góð stúlka. En eftir því sem tímanum leið lærði ég hið sanna auðvitað og hlógum við þá mikið að þessu saman. Ferðirnar okkar með pabba út á Garðskaga standa mér ofarlega í huga. Við fórum svo oft þangað í göngutúra. Stundum fundum við fallega steina eða skeljar og stundum nutum við þess bara að horfa út á sjóinn og anda að okk- ur sjávargolunni. Þegar ég var yngri fórstu margoft í rauðu úlp- unni þinni í fjöruferðirnar. Þú taldir mér og barnabörnunum trú um að selir kæmu nær landi þegar þeir sæju rautt. Viti menn, það virtist margt vera til í því eða að minnsta kosti fannst okk- ur það. Það er kannski ekki furða að Garðskaginn er einn af mínum uppáhaldsstöðum og enn kíki ég eftir selum og hugsa, „nú væri gott að eiga rauða úlpu“. Í minni barnslegu eigingirni finnst mér einhvern veginn að þú ættir að eiga eilíft líf. Það er auð- vitað bara af því að mér finnst svo erfitt að ímynda mér lífið án þín. Þú hefur alltaf verið mín stoð og stytta og staðið með mér í gegnum súrt og sætt. Ég kveð þig því með mikilli sorg í hjarta. En eins og ég sagði við Söru Rós áður en ég fór frá Flórída, þá ferðu aldrei frá okkur. Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar. Við munum halda í minningarnar um þig og þær hlýja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Ég skila innilegri kveðju frá Söru Rós, Nathani og öllu hans fólki. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig, elsku mamma mín. Þín einlæga dóttir, Ólafía. Kær frænka okkar, Sigríður Guðmannsdóttir, eða Sigga eins og hún var alltaf kölluð, er lát- in. Okkur systurnar langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Sigga og systur hennar og við systkinin fjögur vorum systkinabörn í báðar ættir og hafa þessar tvær fjölskyldur alltaf verið nánar og samgang- ur mikill. Í hvorri fjölskyldu voru þrjár systur, allar fæddar á fáum árum, og áttu fjölskyld- urnar heima í sama húsinu í Keflavík fyrstu árin. Af þessum hópi er Sigga þriðja í röðinni til að hverfa frá okkur því að elsta systir okkar, Kata, og Lóa, systir Siggu, dóu fyrir allnokkr- um árum. Mikill og góður vinskapur hefur alltaf verið á milli allra í hópnum og er gaman að rifja upp ýmislegt sem á dagana hef- ur drifið, alveg frá því að við vorum börn og unglingar og fram á síðustu ár. Sigga og ég (Ella) vorum til að mynda sam- an í sveit í mörg sumur og fóru svo saman í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík í þrjá vetur, því að á þessum tíma var ekki gagnfræðaskóli í Keflavík og börn voru því send í skóla til Reykjavíkur eða í heimavistar- skóla úti á landi. Sigga hafði gaman að ferðast bæði innanlands og til útlanda og það eru ótal skemmtilegar ferðir sem hægt er að rifja upp með Siggu og Villa manninum hennar sem ég (Didda) og Alli maðurinn minn fórum með þeim. Við höfum ferðast mikið saman undanfarin mörg ár og þau voru einstaklega góðir og skemmtilegir ferðafélagar. Sigga var einstaklega gest- risin og skemmtileg heim að sækja og hafði lag á að setja sinn persónulega stíl á allt í kringum sig, hvort sem það var heimilið eða veitingar sem hún bauð gestum sínum. Sigga átti að mörgu leyti gott líf, hún átti góðan mann og góða fjölskyldu og naut sín vel með þeim. Það voru því mikil við- brigði þegar Sigga veiktist mik- ið fyrir nokkrum mánuðum og erfitt fyrir alla sem þekktu hana að fylgjast með því. Að lokum viljum við þakka Siggu frænku okkar samfylgd- ina í gegnum lífið og vottum Villa, eiginmanni hennar, börn- um, tengdabörnum og barna- börnum samúð okkar og fjöl- skyldna okkar. Ólafía (Didda) og Elín (Ella). Sigríður Guðmannsdóttir ✝ GuðfinnaJónsdóttir fæddist í Hraun- koti í Aðaldal 11. nóvember 1922. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja laug- ardaginn 10. maí 2014. Foreldrar henn- ar voru Sigrún Jónasdóttir, f. 21.5. 1894, d. 2.3. 1985 og Jón Guðmundsson, f. 22.4. 1886, d. 6.2. 1975. Guðfinna var yngst þriggja systkina, hin eru Helga f. 6.11. 1915, d. 1.7. 2006 og Jónas, f. 10.4. 1918, d. 13.4. 1943. Guðfinna giftist 6.9. 1947 Marteini Brynjólfi Sigurðssyni, f. 24.7. 1923. Börn þeirra eru 1) Rúnar, f. 16.3. 1949, maki Bergþóra Kára- dóttir, 2) Björn, f. 1.3. 1951, maki María Ingv- arsdóttir (skilin). 3) Sigurður Geir, f. 3.12. 1953, maki Guðfinna Eyjólfs- dóttir og 4) Guð- björg Sigrún, f. 6.5. 1959, maki Hermann Jak- obsson. Áður átti Guðfinna Jón Haraldsson, f. 15.12. 1941, maki Guðrún Ólafsdóttir. Barnabörnin eru 14, barna- barnabörnin eru 27 og barna- barnabarnabörnin eru 13. Útför Guðfinnu fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 21. maí 2014, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mig langar að fara nokkrum orðum um tengdamóður mína sem kvaddi þennan heim 10. maí síðastliðinn. Ég man okkar fyrstu kynni eins og þau hafi gerst í gær, þú varst í eldhúsinu eitthvað að stússa í mat þegar Begga hálf- partinn dró mig inn til að kynna mig fyrir þér, í eldhúsinu var einnig Sigrún mamma þín og þeg- ar hún sá mig sagði hún við Beggu: „Er þetta nýja vinkonan þín“, þarna stóð ég 16 ára dreng- urinn með hárið niður fyrir axlir og leið ekki vel. Þetta sást þú strax og fórst að slá á létta strengi eins þú gerðir svo oft. Eftir þessi kynni urðum við vinir og sú vin- átta hefur varað síðan. Eins lang- ar mig að minnast á eitt atvik sem þú hefur minnst á við mig í nær 39 ár og alltaf á jólum, það er þegar þú baðst mig að fara út með jóla- tréð og dusta af því rykið sem ég og gerði en kom með tréð inn í tvennu lagi, þú fórst að hlæja þeg- ar þú sást hvað hafði gerst, þakk- aðir mér fyrir og sagðir: „Nú þarf ég að skreyta minna,“ tókst topp- inn af trénu og hefur hann verið notaður síðan. Mér finnst þessi litla saga lýsa því vel hvað þú gast alltaf gert gott úr öllum hlutum sem miður kunnu að fara. Ég get aldrei fullþakkað þér fyrir öll þau skipti sem þú varst með börnin mín og barnabörn, og hvernig þú komst að uppeldi þeirra og í því hlutverki varst þú meistari. Börn- in mín Jóna Magga, Hildur, Egill Örn og barnabörnin Dagmar Lilja, Margrét Guðfinna, Her- mann og Guðbjörg María hafa misst mikið og eigum við öll eftir að minnast þín um ókomin ár með hlýju í hjarta. Þinn besti tengda- sonur, Hermann Jakobsson (Hemmi). Þegar ég var lítil stúlka á Húsavík var ég tíður gestur í Ing- ólfshvoli þar sem föðursystir mín, Sigrún, bjó með fjölskyldu sinni. Hún var lærð og virt saumakona og hélt saumanámskeið fyrir kon- ur sem komu rogandi með eigin saumavélar og sniðu og saumuðu undir hennar stjórn. En á meðan, skreið ég milli fótanna á konunum og hirti upp efnisafganga sem ég mátti eiga. En það afl sem dró mig mest að Ingólfshvoli var Guð- finna, yngsta barn Sigrúnar og Jóns. Hún var alltaf kölluð Dugga og varð strax uppáhaldsfrænka mín og allt til enda. Hún, sem ég kveð nú hinstu kveðju, varð ekki leikfélagi minn, enda ellefu árum eldri en ég, líklega þá um átján ára. Hún varð fyrirmynd mín og ég leit alltaf upp til hennar. Hún var fallega klædd, hannaði og saumaði fötin sín sjálf. Ég man sérstaklega eftir hvítri ullar- dragt, pilsið var hvítt, en henni fannst jakkinn eitthvað sviplaus, svo hún saumaði með flatsaumi, tugi af skærrauðum silkidoppum út um allan jakkann! Og dúkku- fötin hristi hún fram úr erminni, prjónuð, saumuð og útsaumuð. Í þá daga hafði aldrei sést annað eins. Það urðu mikil gæfuspor þegar Dugga réði sig sem kokk á bát frá Keflavík. Þar með voru örlög hennar ráðin. Því ungur vélstjóri á bátnum og Dugga hrifust svo hvort af öðru að þau urðu hjón. Marteinn Sigurðsson hét hann og var ættaður úr Keflavík. Hann var ekki aðeins óvenjufallegur og glæsilegur maður, heldur á orðið göfug- menni betur við hann en flesta aðra. Dugga og Matti tóku sam- an höndum, bjuggu sér fallegt heimili og eignuðust fjögur elskuleg og dugleg börn. Ekki munaði hlýja hjartað hans Matta neitt um að rýma til fyrir drengnum sem Dugga eignaðist áður en hún flutti suður. Þegar Dugga og Matti fluttu í nýbyggt hús sitt var umhverfið gróðurlaus berangur. En það var almannaálit í Keflavík að þar væri ekki hægt að kveikja gróður til lífs. Ungu hjónin hófu samt strax garðyrkjuna og smám sam- an breyttu þau lóðinni í gróður- vin og hreina paradís. Garðurinn þeirra var verðlaunaður enda vakti hann aðdáun allra fyrir lita- dýrð og einstaka smekkvísi. Fyrir nokkrum vikum var ég á leið til Reykjanesbæjar, til að heimsækja Duggu og Matta. Þau bjuggu nú í risi hússins síns sem þau höfðu byggt áratugum fyrr og dóttir þeirra var flutt inn á að- alhæðina með sína vaxandi fjöl- skyldu. Risið hafði verið lagað að þörfum þeirra, með gleryfir- byggðum svölum meðfram allri íbúðinni. Þetta varð dagstofa og uppáhaldsstaður hjónanna öldnu, með góðu útsýni yfir fal- lega garðinn þeirra. Ég stóð nú í dyrunum og þar blasti við ynd- isleg sjón, Matti lá á sófanum með bók, en Dugga sat við út- saum og frá höndum hennar streymdu perlur og pallíettur í hundraðatali. Sátt og friður ein- kenndi þetta heimilislíf. Þetta var í síðasta sinn sem ég hitti Duggu frænku mína. Að leiðarlokum lít ég í hugan- um yfir garðinn og finnst sem ég sjái líf þeirra hjónanna í hnot- skurn. Þarna kristallast mann- gerð þeirra, órjúfandi samhugur og trú á sigur þess góða. Minningu Duggu frænku minnar mun ég ávallt geyma. Herdís Egilsdóttir. Guðfinna Jónsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Útför mannsins míns, sonar okkar, föður, tengdaföður, afa, bróður og mágs, ÓÐINS SIGURGEIRSSONAR, byggingatæknifræðings og húsasmíðameistara, fer fram í Hrunakirkju í Hrunamannahreppi þriðjudaginn 3. júní kl. 15.00. Bente Ingela Åsengen, Sigurgeir Ingimarsson, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, Erna Óðinsdóttir, Helgi Kjartansson, Ása Óðinsdóttir, Eyþór Árnason, Geir Ísak Åsengen Óðinsson, Amelia Åsengen, Aurora Åsengen, Ásbjörn Sigurgeirsson, Kristín Siemsen og fjölskyldur. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALDÍSAR ÁRMANNSDÓTTUR frá Siglufirði, Æsufelli 6, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 25. maí, verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 13.00. Guðmundur Kristinn Jónsson, Halldóra Pétursdóttir, Sigurður Jónsson, Elísabet Þorvaldsdóttir, Valdís Björt Guðmundsdóttir, Pétur Mikael Guðmundsson, Sigurður Pálmi Sigurðarson, Þorvaldur Snær Sigurðarson, Brynjar Eyberg Sigurðarson, Angantýr Guðnason. ✝ Okkar ástkæra VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, áður Kvisthaga 27, Reykjavík, og Lækjarbrún 8, Hveragerði, lést þriðjudaginn 27. maí á Hjúkrunar- heimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00. Hjördís Halldórsdóttir og fjölskylda. Börn Gunnars Eggertssonar og fjölskyldur þeirra. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÓU ÞORKELSDÓTTUR frá Álftá í Mýrasýslu, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést 16. maí, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní kl. 13:00. Heiðar Þór Hallgrímsson, Halldóra Margrét Halldórsdóttir, Björn Ólafur Hallgrímsson, Helga Matthildur Bjarnadóttir, Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir, Þorkell Heiðarsson, Elín Hrund Heiðarsdóttir, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Hallgrímur Thorberg Björnsson og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.