Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 43
fjarðar. Húsinu var komið fyrir í
Kinnahverfi nánar tiltekið að Bröttu-
kinn 9. Meðan á flutningunum stóð
og verið var að gera Sjólyst íbúð-
arhæft í Hafnarfirði, bjuggu for-
eldrar hans að Suðurgötu 35 og
einnig í Gúttó.
Í Kinnunum ólst Arnbjörn upp.
Þar kynntist hann leikfélögum og
vinum til margra ára. Hverfaknatt-
spyrnufélag var stofnað í Kinnunum
og nefndist það Spyrnir. Seinna gekk
Arnbjörn til liðs við íþróttafélag
Hauka og iðkaði og lék knattspyrnu
með nokkrum aldursflokkum þess.
Fyrsta skólaganga Arnbjörns var í
tímakennslu í Gerðaskóla 1950-51
Hann gekk síðan í Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og stundaði skyldunám í
Flensborg. Um fermingu byrjaði
Arnbjörn að vinna, fyrst meðfram
skóla. Fyrstu störfin sem hann vann
voru í fiski hjá Jóni Gunnarssyni.
Síðan var það hin svokallaða bæj-
arvinna sem tók við.
Arnbjörn hafði mikla unun af því
að smíða úr tré og teikna. Hann er
sagður mjög laghentur. Eftir hann
liggja nokkrir vel hannaðir og smíð-
aðir sólpallar og sumarhús. Einnig
hannaði hann nokkur lógó fyrir fyr-
irtæki. Á árunum sem hann starfaði í
lögreglunni var á hans hendi að
teikna upp öll gatnamót í bænum í
þeim mælikvarða sem notaður var
fyrir tryggingarfélögin er árekstrar
og slys áttu sér stað.
Var í lögreglunni í 42 ár
Arnbjörn hóf árið 1963 akstur
sendibifreiðar frá Nýju sendibíla-
stöðinni sem var við Miklatorg. Þar
ók hann bifreið sinni til ársins 1967,
er hann hóf störf í lögreglunni í Hafn-
arfirði. Hann ók þó sendiferðabifreið-
inni fyrst um sinn meðfram starfi lög-
reglunnar. Arnbjörn starfaði í
lögreglunni til ársins 2009, eða sam-
fleytt í 42 ár er hann hætti fyrir ald-
urssakir, 65 ára. Á árunum 1976-1979
starfaði Arnbjörn einnig við Sædýra-
safnið í Hafnarfirði.
„Eitt minnisstæðasta tímabil í lög-
reglunni var árið 1973, er ég ásamt
nokkrum nemum í Lögregluskóla rík-
isins vorum sendir á hamfarasvæðið í
Vestmannaeyjum á fyrstu dögum
gossins.“
Árið 1998 fór Arnbjörn að snúa sér
að andlegum málum. Árið 1999 og
2000 sótti hann sér nám í heilun og
hefur sinnt henni meðfram öðru.
Hann hefur sótt sér ýmis námskeið
og þekkingu í gegnum árin í sam-
bandi við andleg mál. Árið 2011 gekk
hann til liðs við Sálarrannsóknarfélag
Hafnarfjarðar og situr í stjórn þess í
dag.
Arnbjörn tók að sér hlutastarf í
versluninni Debenhams í Smáralind
árið 2010 og mun hann ljúka störfum
þar nú í sumar.
Fjölskylda
Arnbjörn er kvæntur Sjöfn Jó-
hannsdóttur, f. 8.4. 1947, húsfreyju og
starfsmanni leikskólans Vesturkots í
Hafnarfirði. Hún er dóttir hjónanna
Jóhanns Kr. Björnssonar, forstjóra
sælgætisgerðarinnar Liljunnar, sem
starfrækt var í Hafnarfirði, f. 15.6.
1916, d. 8. 12. 1982, og Kristrúnar
Mörtu Kristjánsdóttur, húsfreyju í
Hafnarfirði, f. 1.1. 1915, d. 24.12. 1978.
Börn Arnbjörns og Sjafnar eru
Hjördís Arnbjörnsdóttir daggæslu-
kona, f. 6.11. 1966, búsett í Hafn-
arfirði, gift Þorsteini Gíslasyni for-
stjóra, f. 27.6. 1961. Börn Hjördísar
og Jóns Hafsteinssonar eru Kristrún
Marta og Hafsteinn Hafnfjörð, barn
Þorsteins og fósturbarn Hjördísar er
Sif Þorsteinsdóttir; Róbert Arn-
björnsson, f. 20.8. 1968 málari. Hann
er giftur Jónínu Rósu Ragnarsdóttur,
f. 25.10. 1971. Börn þeirra eru Katrín
Sjöfn og Róbert Arnar; Björk Arn-
björnsdóttir, f. 29.11.1974, fulltrúi hjá
KPMG, gift Arnari Gíslasyni, löggilt-
um fasteignasala, f. 1.6. 1973. Börn
þeirra eru Thelma Karen og Arnar
Freyr.
Systkini Arnbjörns eru Björg
Leifsdóttir, f. 13.12. 1948, Steinar
Már Leifsson pappírsráðgjafi, f.
12.10. 1956, og hálfsystir samfeðra er
Kolbrún Leifsdóttir, f. 17.9. 1949.
Foreldrar Arnbjörns eru Leifur
Björnsson múrarameistari, f. 9.10.
1918, d. 18.4. 2002 og Guðmunda
Stella Haraldsdóttir saumakona, f.
11.4. 1920. d. 29. 3. 1997.
Úr frændgarði Arnbjörns Leifssonar
Arnbjörn
Leifsson
Jón Jónsson
bóndi í Stíflisdal í Þingvallasveit áður vinnumaður á Klausturhólum í Grímsnesi
Þuríður Þorgilsdóttir
vinnukona á Klausturhólum,
frá Stóruborg í Grímsnesi
Haraldur Jónsson
bóndi á Skeggjastöðum
Björg Ólafsdóttir
húsfreyja á Skeggjastöðum í Gerðahreppi
Guðmunda Stella
Haraldsdóttir
saumakona og
húsmóðir í Hafnarfirði
Ólafur Gíslason
bóndi á Skeggjastöðum, Gerðahr., Gull.
Guðrún Hildibrandsdóttir
húsfreyja, f. í Vesturholti, Rang.
Sigurlaug Níelsdóttir
vinnukona á Hvoli, V-Hún.
Sigurbjörn Björnsson
bóndi á Geitlandi, V-Hún.
Björn Konráð Sigurbjörnss.
Bóndi á Sigríðarstöðum í Vestur-
hópi, síðar verkamaður í Rvík
Arndís Guðmundsdóttir
húsfreyja, fædd í Skyttudal
Leifur Björnsson
múrari í Hafnarfirði
Guðmundur Þórðarson
bóndi í Skyttudal, Bólstaðarhr. A-Hún.
Sigurlaug Guðrún Bjarnadóttir
bústýra og húsfreyja í Skyttudal
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Steinþór Gestsson alþingis-maður fæddist á Hæli í Gnúp-verjahreppi 31.5. 1913, sonur
Gests Einarssonar bónda á Hæli og
k.h. Margrétar Gísladóttur. Systir
Gests var Ingigerður, móðir Helgu,
móður Ingimundar arkitekts, Ein-
ars, fv. forstjóra Sjóvár, og Bene-
dikts hrl., föður Bjarna fjármála-
ráðherra.
Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá
MA árið 1933 og var bóndi á Hæli
1937-1974. Steinþór sat á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokk sem þingmað-
ur Suðurlands frá 1967-1978 og frá
1979-1983. Þá sat hann í hrepps-
nefnd Gnúpverjahrepps 1938-1974
og var oddviti hennar í þrjátíu ár.
Einnig sat hann m.a. í sýslunefnd
Árnessýslu.
Hann gegndi embætti formanns
Landssambands hestamannafélaga
1951-1963 og var formaður Véla-
nefndar ríkisins 1963-1972. Þá sat
hann í Þingvallanefnd 1970-1979 og
1980-1984. Einnig sat hann í fleiri
nefndum og var m.a. formaður bygg-
ingarnefndar þjóðveldisbæjar 1974.
Þá sat hann í stjórn Stóðhestastöðv-
ar ríkisins frá 1979 til 1995. Enn-
fremur sat hann í stjórn Búnaðar-
félags Íslands, Framkvæmda-
stofnunar og Áburðarverksmiðju
ríkisins en þar gegndi hann
stjórnarformennsku frá 1983. Stein-
þór var ritstjóri Suðurlands árið
1979 og skrifaði auk þess fjölda rita
og greina.
Steinþór var mikilvirkur í stjórn-
málum, bæði á landsvísu og sveit-
arstjórnarstigi, og starfaði einnig öt-
ullega að félagsmálum. Þá stofnaði
Steinþór MA-kvartettinn með skóla-
félögum sínum. Varð hann vinsæl-
asti söngkvartett síns tíma.
Steinþór var kvæntur Steinunni
Matthíasdóttur, f. 8.10. 1912, d. 6.2.
1990. Foreldrar hennar voru Matt-
hías Jónsson, bóndi á Skarði og
Fossi í Hreppum, og k.h. Jóhanna
Bjarnadóttir. Börn Steinþórs og
Steinunnar: Jóhanna, fv. skólastjóri
í Gnúpverjahr.; Gestur, fv. skatt-
stjóri; Aðalsteinn, hrossabóndi og
tamningamaður; Margrét, bóndi í
Háholti, og Sigurður bóndi á Hæli.
Steinþór Gestsson lést 4.9. 2005.
Merkir Íslendingar
Steinþór
Gestsson
90 ára
Guðbjört Magnúsdóttir
Perla Kolka
Sigríður Sörensdóttir
85 ára
Árni Ásgrímur Blöndal
Edda Magnúsdóttir
Helgi Ólafsson
80 ára
Matthías Eyjólfsson
Sigurður Helgason
75 ára
Björg Sigurvinsdóttir
Jolanta Szczepanek
Trausti Tómasson
70 ára
Guðrún Daníelsdóttir
Hjörtur Hjartarson
Sigrún Aðalsteinsdóttir
Sigurður R. Gíslason
Zuzanna Kurczynska
60 ára
Guðrún Egilsdóttir
Haraldur Einarsson
Kristín R. Úlfljótsdóttir
Sólrún Andrésdóttir
50 ára
Ari Ísberg
Arnar Fahning Lúðvíksson
Ágústa Kristjánsdóttir
Björk Traustadóttir
Elín Einarsdóttir
Elísabet Einarsdóttir
Gunnar Ólafsson
Harri Kjartansson
Ingunn Mai Friðleifsdóttir
Ragnheiður Guðmundsd.
Ragnhildur Ragnarsdóttir
Sigrún Kr. Kristbjörnsdóttir
Sigurjón Sigurðsson
Sólrún Halldórsdóttir
Sveinn Kristján Jónsson
40 ára
Agata Dominika Klimczak
Aneta Sabina Vigfússon
Ágúst Jóhann Auðunsson
Ágúst Torfi Hauksson
Claudia Nicole Jakobs
Dagný Ósk Arnarsdóttir
Erlingur Þorkelsson
Helga Margrét
Sigurbjörnsdóttir
Hrönn Snorradóttir
Jóhannes Helgi E. Levy
Michal Kulikowski
Sigmar Búi Sigþórsson
Stefnir Snorrason
30 ára
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir
Arilíus Marteinsson
Arndís Kristjánsdóttir
Hlynur Örn Kjartansson
Ingunn H. Vilhjálmsdóttir
Martin Alfons Mörsdorf
Matthías Leifsson
Ólafur Þór Pétursson
Rafal Andrzej Szczerbowski
Þorsteinn Már Kristinsson
Sunnudagur
90 ára
Helga Tryggvadóttir
Ingólfur Páll Steinsson
Sigrún Þórðardóttir
Þóra Þórðardóttir
85 ára
Ágústa Kristín
Sigurjónsdóttir
Katrín Fjóla Jóelsdóttir
Kristrún Skúladóttir
80 ára
Sigþrúður Sigurðardóttir
Sveinn Daníelsson
Þorbjörg Pálsdóttir
75 ára
Árni B. Sveinsson
Hilmar Skarphéðinsson
Margrét G. Ingólfsdóttir
Sigurlaug Þorleifsdóttir
Þorbjörg Berg Guðnadóttir
Þórunn J. Ólafsdóttir
70 ára
Benedikt Sigurðsson
Elín Baldvinsdóttir
Guðmundur Björnsson
Hjálmar Vigfússon
Óskar Gunnarsson
Sigrún Þorsteinsdóttir
Sædís Eiríksdóttir
Vilborg Garðarsdóttir
60 ára
Ása Eiríksdóttir
Bjartmann Elísson
Fjóla Haraldsdóttir
Guðjón Þór Guðjónsson
Guðmundur Þór
Ármannsson
Guðrún R. Daníelsdóttir
Loftur Ólafsson
Ólafur Bjarni Guðnason
Petrína Halldórsdóttir
Sif Matthíasdóttir
Sigurður Jóhann Ingólfsson
Skúli Hannesson
50 ára
Anna María Hilmarsdóttir
Björg Þorvaldsdóttir
Brynja Þóra Valtýsdóttir
Eggert Þorgrímsson
Gunnar Magnússon
Helga Guðmundsdóttir
Helga Jóhannsdóttir
Krzysztof Przybylski
Páll Ólafsson
Sigurlaug Hólm
Ragnarsdóttir
Steinunn Júlía
Steinarsdóttir
Vigdís Elizabet Hjaltadóttir
Þóra Elín Arnardóttir
40 ára
Alfred Halldórsson
Anna Danuta Sobanska
Ása Eyjólfsdóttir
Björn Sigurðsson
Brynja Dröfn Jónsdóttir
Elín Gunnarsdóttir
Halldóra Björt Ewen
Helena Halldórsdóttir
Ingunn Vattnes J
ónasdóttir
Jón Örn Arnarson
Kári Freyr Unnsteinsson
Kolbrún Hrafnkelsdóttir
Kristín S. Þorsteinsdóttir
Larisa Gaivoronska
Larisa Simanovskaya
Marco Goncalves Gomes
Nevin Hassan A. Shalaby
Ólöf Björnsdóttir
Ómar Magnússon
Pétur Ingi Haraldsson
Robert Nowak
Skarphéðinn Pétursson
Þórir Jónsson Hraundal
30 ára
Ágúst Sævar Einarsson
Becky Elizabeth Forsythe
Egill Jónasson
Erla María Sigurðardóttir
Eva Þórarinsdóttir
Flosi Jón Ófeigsson
Garðar Árnason
Hafþór Valur Guðjónsson
Helga Björk Pálsdóttir
Helgi Pétursson
Hrafnkell Pálsson
Iwona Monika Galeczka
Jóna K. M. Nikulásdóttir
Marcin Kamienski
Óskar Guðjón Óskarsson
Patrick Roloff
Snorri Helgason
Stefán Valmundsson
Zin Rui Low
Til hamingju með daginn
Flokkunarílát
sem einfalda ferlið
Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is
ýmsar stærðir
og gerðir