Morgunblaðið - 31.05.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
www.gengurvel.is
Halldór Rúnar Magnússon
- eigandi HM flutninga
PRO•STAMINUS
ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN
P
R
E
N
T
U
N
.IS
PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða
Pissar þú oft á nóttunni?
Er bunan orðin kraftlítil?
Tíð þvaglát trufluðu vinnuna og svefninn
Halldór R. Magnússon, eigandi HM-flutninga ehf, vinnur við alhliða vöru-
dreifingu og flutningsþjónustu og keyrir því bíl stóran hluta vinnudagsins.
„Þvagbunan var farin að slappast og ég þurfti oft að pissa á næturnar.
Á daginn var orðið afar þreytandi að þurfa sífellt að fara á klósettið og
svo þegar maður loksins komst á klósettið þá kom lítið sem ekkert!“
segir Halldór
„Ég tek eina töflu á morgnana og aðra á kvöldin og finn að
ég þarf sjaldnar að pissa á næturnar. Bunan er orðin miklu
betri og klósettferðirnar á daginn eru færri og áhrifaríkari.“
20%
afsláttur
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Röddin innra með þér sem segir þér
að gera þetta en ekki hitt ýtir þér inn á braut-
ir sem virðast ekki ýkja hagnýtar. Tileinkaðu
þér því aðrar og árangursríkari aðferðir.
20. apríl - 20. maí
Naut Segðu nákvæmlega hvað þig vantar, þú
færð það líkega. Vertu hluti af atriðinu og
leyfðu þessu að koma í ljós, þú getur hvort
sem er ekki haft áhrif á útkomuna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ættir að verja deginum með vin-
um þínum ef þú mögulega getur. Reyndu að
bæta sambandið við systkini og/eða ætt-
ingja.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það ekki fara í skapið á þér þótt
athygli annarra beinist að þér. Allt sem þú
gerir til að lífga upp á heimilið kemur sér vel.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert nú loksins í þeirri aðstöðu að
geta ráðið ferðinni. Mundu að gjalda líku líkt
síðar því þeir sem eru öðrum gleðigjafar
þurfa líka á uppörvun að halda.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hætt við að þú bíðir lægri hlut
ef þú reynir að standa uppi í hárinu á þeim
sem eru ofar settir. Besta leiðin til þess að
mæta þeim er að þegja eða sýna þolinmæði.
23. sept. - 22. okt.
Vog Útkoman úr því sem gerist í dag er ekki í
samræmi við það sem þú átt von á, heldur
miklu betri. Gerðu ekki meira en þú hefur efni
á.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
og þú mundir seint fyrirgefa þér ef þú yrðir til
þess að ljóstra upp viðkvæmu leyndarmáli.
Færri verk en vel unnin er það sem gildir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að hugsa of mikið um aðstæður
sínar getur haft lamandi áhrif, en í dag er það
leynivopn þitt í leitinni að velgengni. Sýndu
tillitssemi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það býr einstakt fólk ekki langt frá
þér sem þú hefur ekki hitt. Valið stendur á
milli þess að fá umbun strax og að bíða, þú
veist hvað gera skal.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ólík öfl togast á hið innra með þér
og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga.
Jafnvægi skapast þegar þú leyfir loftinu að
endurnæra þig. Hvaðeina sem þú gerir færir
þér ávinning.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er varasamt að trúa einhverju
sem útilokar allar aðrar viðeigandi upplýs-
ingar. Vertu opin/n fyrir því sem má betur
fara, örlítil breyting getur haft gífurleg áhrif.
Vísnagáta séra Sveins Víkings ísíðustu viku var þessi:
Hana börnin bæta við.
Boðar logn og sólskinið.
Þér í fangið erfið er.
Oft er gott að búa hér.
Ekki stóð á því að lausnir bær-
ust. Harpa á Hjarðarfelli átti
þessa:
Börnin hækka býsna hratt.
Boðar hæðin veður milt.
Hæðir upp er heldur bratt.
Hæð í blokk hér nefna vilt.
Og hér kemur Helgi R. Einars-
son, staddur á Burstarfelli í
Vopnafirði í sauðburði, – „og gott
að hugsa á garðabandinu“ segir
hann og er ekki ofsagt, því að dýrt
er kveðið eða oddhent:
Vísna- gæða -gátu ræð
þótt gáfnafæð mig hrjái,
að mér læðist lausnin „hæð“,
ljóð í næði skrái.
Þessi er lausn Hjartar Hjálmars-
sonar á Flarteyri:
Börnin sína bæta hæð.
Bergþórssonur skýrði hæð.
Er í fangið erfið hæð
en útsýni er gott af hæð.
Rétt er að rifja upp, að á þessum
tíma var Páll Bergþórsson veður-
stofustjóri.
Páll í Hlíð á þessa gátu:
Hann var pabba orfi á,
oní jörðu rekinn sá.
Neðst á bátnum aftast er,
oft á göngu sárna fer.
Svör þurfa að berast ekki síður
en á miðvikudag og væri skemmti-
legt að fá nýjar gátur til að
spreyta sig á.
Dr. Sturla Friðriksson sendi mér
þessa limru og hafði við orð að
kannski vildi ég birta hana fyrir
kosningar. Svo að það er ekki
seinna vænna!
Það er kunnugt að í kosningum sé
kjósendum látinn í té
einhver kosningaseðill
eða svoleiðis bleðill
með krít til að krossa við D.
Ég sýndi karlinum á Laugaveg-
inum limruna og lét hann sér vel
líka, hallaði undir flatt eilítið til
hægri og sagði:
Mér við Degi hugur hrýs
hvergi vil ég slíka
en íhaldið ég kátur kýs
og kerlingin mín líka!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kosningalimra, gátan og
fjaðurhatturinn
Í klípu
„SKJÓLSTÆÐINGURINN MINN LÝSIR
YFIR SAKLEYSI SÍNU, Á ÞEIRRI
FORSENDU AÐ ALLIR AÐRIR ERU AÐ
GERA ÞAÐ SAMA OG HANN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG SKRIFA BARA UNDIR MEÐ
NAFNI MÁGS MÍNS, ÞAR TIL ÉG
FÆ MINNIÐ AFTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá faðmlag og hrós
á hverjum degi.
LÁNADEILD
JÁ, LÍSA, ÉG HELD AÐ MENN
SÉU BETRI EN KONUR.
JÚ, Í FYRSTA LAGI
ERUM VIÐ ÞROSKAÐRI.
EKKI BLANDA
KANÍNUINNISKÓNUM
MÍNUM Í MÁLIÐ!
BÍDDU ÞAR
TIL HÚN
HITTIR
BANGSANN
HANS.
SVO
ORÐRÓMURINN
ER SANNUR ...
ÞAÐ ER Í ALVÖRU
SKORTUR Á ST. BERNARDS
HUNDUM Á ÞESSU SVÆÐI. MUU!
Víkverji er enn að hugsa um viðtalvið fótboltakappann Pape Ma-
madou Faye sem birtist í Sunnu-
dags-Morgunblaðinu um síðustu
helgi. Þar kom fram að hann upplifði
rasisma hér á Íslandi, einkum á fót-
boltavellinum, og það þegar hann var
barn að aldri.
Aðkastið var meðal annars af hálfu
foreldra. Já, fullorðið fólk sem
hreytti ókvæðisorðum í barn, fyrir
það eitt að hörundslitur þess var ann-
ar en þess eigin.
x x x
Nokkur umræða hefur spunnistum æsta foreldra á hliðarlín-
unni. Þjálfarar hafa einmitt tjáð sig
um þennan vanda sem þeir geta
stundum skapað. Þjálfarar hafa þurft
oftar en ekki að biðja fólk vinsamleg-
ast um að sýna stillingu. Foreldr-
arnir eru í raun sjálfir að keppa í
gegnum börnin sín. Dæmi eru um að
sumir foreldrar hreinlega missi sig
og gleðjist yfir óförum annarra barna
í hinu liðinu. Sbr. umfjöllun Sunnu-
dags-Morgunblaðsins fyrir nokkrum
mánuðum.Við eigum enn langt í land
og engin tilviljun að Pollapönkarar
syngja: „Burtu með fordóma!“
x x x
Það var annað sem Víkverji hnautum í viðtalinu við Faye og það
var frásögn hans af æsku sinni. Hann
fæddist í Pikine, úthverfi Dakar, höf-
uðborgar Senegal en það er fátæk-
asta hverfið á höfuðborgarsvæðinu.
Þrátt fyrir það leið hann ekki skort,
„ég fékk föt og það var alltaf matur á
borðinu. Meira bað maður ekki um,“
segir hann í viðtalinu og heldur
áfram og segist hafa verið hamingju-
samt barn; gekk í skóla, sparkaði
bolta og deildi herbergi með þremur
frændum sínum því stórfjölskyldan
bjó saman. Hún bjó þröngt en engan
skorti neitt.
x x x
Grunnþarfir barnsins voru upp-fylltar. Annað þurfti ekki. Ör-
yggi, matur, skóli og leikur. Víkverja
varð litið inn í barnaherbergi heim-
ilisins, og fylgdist í nokkra daga með
því hvaða dót afkvæmið lék sér með.
Það var ekki nema brot af öllu góss-
inu. Það kemur í verkahring okkar
fullorðna fólksins að bæta góssi á
binginn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Annan grundvöll getur enginn lagt en
þann sem lagður er, sem er Jesús Krist-
ur. (Fyrra Korintubréf 3:11)