Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 46

Morgunblaðið - 31.05.2014, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014 Listahátíð í Reykjavík 2014 Vilhjálmur A. Kjartnasson vilhjálmur@mbl.is Í myndinnsetningarverkinu Biðin sem sýnt verður á tjaldi á stóra svið- inu í Þjóðleikhúsinu dagana 3. og 4. júní gefst tækifæri til að sjá lifandi goðsagnir úr leihúsheiminum gæða hráan texta verksins Beðið eftir Go- dot, eftir Samuel Beckett, lífi. Jón Atli Jónasson les senulýsingar og stýrir lestrinum en með honum lesa Gunnar Eyjólfsson og Erlingur Gíslason hlutverk Vladimirs og Estragons og Lucky og Pozzo lesa Arnar Jónsson og Pétur Einarsson. „Mig hefur lengi dreymt um að setja upp þetta verk með þessum einstöku leikurum en aldrei gefist réttur tími til þess. Það hefur ekki verið auðvelt að fá þessa leikara saman en þeir voru þó allir tilbúnir að taka þátt í þessari uppfærslu á verkinu,“ segir Jón Atli en hann hefur sótt mikið í leikverkið í öðrum verkefnum sínum enda er leikverkið Beðið eftir Godot eitt besta leikrit tuttugustu ald- arinnar að hans mati. Spurningin um tilvistina Stuttu eftir eina hryllilegustu styrjöld sem mannkynið hefur háð og milljónir ungra manna voru enn að aðlagast borgaralegu lífi skrifar Samuel Beckett Beðið eftir Godot eða árið 1949. Jón Atli segir spurn- inguna um tilvistina vera aðdrátt- arafl verksins. „Spurningin er auð- vitað sígild og á við á öllum tímum. Verkið er þannig úr garði gert að fyrir áhorfendann er eins og hann hafi heyrt það milljón sinnum áður en er samt að sjá það í fyrsta skipti.“ Leikverkið býður upp á ýmiss konar túlkun og það hefur verið sett upp víða, m.a. í fangelsum, en Jón Alti segir það vinsælt verk að setja upp í fangelsi enda tengja fangar sig vel við biðina. „Bandaríski rithöf- undurinn Susan Sontag leikstýrði til að mynda uppfærslu á verkinu í Sa- rajevó í Bosníustríðinu. Uppsetn- ingar á verkinu er orðnar mjög margar enda einstakt verk.“ Vinnan á bakvið tjöldin Uppsetning Jóns Atla er eins og verkið sjálft, einstök. Í stað þess að vinna að því í marga mánuði, setja upp leikmynd og hanna búninga er sýnt hvernig verk af þessum toga verður gætt lífi í höndum leikara. „Þarna sjá leikhúsgestir hvernig leikarar nálgast efnið í upphafi, hvernig við förum í gegnum það og það gætt lífi. Biðin er heimild- armynd um þessa vinnu leikarans,“ segir Jón Atli en sjálfur hefur hann ekki séð myndina enda hans hlut- verk að leikstýra leikverkinu en heimildarmyndin var í höndum ann- arra. „Þór Ómar Jónsson leikstýrði heimildarmyndinni og ég hlakka bara til að sjá afrakstur hans starfs á tjaldinu í Þjóðleikhúsinu.“ Leikhúsið Gestir sýningarinnar Biðin sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík fá tækifæri til að sjá stórleikara ís- lenska leikhússins vinna að verki Samuel Beckett, Beðið eftir Godot, í upphafi vinnu- og sköpunarferlisins. Skyggnast bak við tjöldin í Þjóðleikhúsinu  Verk Samuel Beckett glætt lífi af goðsögnum leikhússins Morgunblaðið/RAX » Sýningin „S7 – Suðurgata >> Árbær(ekki á leið)“ var opnuð í Árbæjarsafni í gær. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og sækir innblástur í rómaða starfsemi gallerísins Suðurgötu 7 á árunum 1977 til 1982 en húsið hefur síðan verið flutt á Árbæjarsafn. Listamennirnir Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Sæmundur Þór Helgason og Styrmir Örn Guðmundsson vinna ný verk í húsinu. Sýningarverkefnið er samstarf Nýlista- safnsins, Minjasafns Reykjavíkur og Listahátíðar. Metnaðarfull myndlistarsýning var opnuð í Árbæjarsafni Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Listahátíðar, opnar sýninguna. Morgunblaðið/Ómar Ragnheiður Káradóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, sem er ein sýnenda og Brynjar Helgason voru við opnunina í Árbæjarsafninu. Agata Mickiewicz og Styrmir Örn Guðmundsson, sem er einn sýnenda. Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Síðasta sýningarhelgi: Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Silfur Íslands í Bogasal Innblástur á Torgi Silfursmiður í hjáverkum í Horni Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Lusus naturae Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson og Þuríður Jónsdóttir Listamannaspjall sunnudag 1. júní kl. 15 Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Dögg Guðmundsdóttir leiðsögn sun. kl. 14. næstsíðasta sýningarhelgi. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 PÍANÓ 29.5.-29.6. 2014 Sýningin er á Listahátíð í Reykjavík 2014 PULL YOURSELF TOGETHER Sýning á videóverki hollensku listakonunnar, Ninu Lassilu á kaffistofu safnsins. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.