Morgunblaðið - 31.05.2014, Qupperneq 47
47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2014
Hekla Dögg Jónsdóttir, Unnar Örn sýningarstjóri, Anna
Hrund Másdóttir og Dorothée Kirch.
Kristján Már Pálmason, Marsibil Mogensen 6 ára og Leif-
ur Ýmir, sem er einn sýnendanna.
Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Halldór Ás-
geirsson við opnun sýningarinnar.
Birta Guðjónsdóttir, Berglind Jóna Finnsdóttir og Ólöf
Gerður Sigfúsdóttir.
Nákvæmlega níu mánuðumeftir minnisstæðan ein-leik sinn með I, CultureOrchestra kom unga
georgíska píanóljónynjan Khatia
Buniatishvili aftur út hingað. Nú ein
síns liðs við Steinwayflygil hússins.
Það dugði samt til að fylla Eldborg í
meira en einum skilningi. Annars
vegar var aðsóknin nærri 100%, er
sagði sitt um undangengið orðspor.
Að hinu leyti nýttist frábær hljóm-
burður salarins í þaula á víðast
mögulegu styrkrófi – og ekki sízt á
þeim neðstu mörkum hins heyr-
anlega sem oftar verða í góðum
kammersal en í sinfónískri ómvist.
Hafði einleikarinn greinilega fyrir
löngu áttað sig á þeim girnilega
aukakosti tónvangsins sem Víkingur
Heiðar varð manna fyrstur til að
kanna vígsluárið 2011.
Í þremur orðum sagt var samnefn-
ari kvöldsins kannski einmitt þessi:
„Blíðuhót og bylmingshögg“ – og allt
þar á milli. Því ekki aðeins nutu
dreymandi unaður jafnt sem drynj-
andi fítónskraftur sín til fullnustu af
gagnkvæmum andstæðum, heldur
gat einnig að heyra gegnmúsíkalska
mótun á jafnt söngrænum augnablik-
um sem í trommusveiflandi hrynseið
– og allt tandurskýrt, sama hvað á
gekk!
Slíkt hlaut að kalla á undirtektir í
heitara lagi, enda uppskar Katja
ekki aðeins eitt klapp á fæti heldur
tvö áður en yfir lauk – raunar með
sama dúndrandi moto perpetuo
aukalagi eftir Prokofjev og rifið hafði
áheyrendur upp úr skónum sl. ágúst.
Eiginlega var hvergi dauðan
punkt að finna í gjörvallri dag-
skránni. Buniatishvili hélt hlust-
endum sínum á stöðugum nálum frá
byrjun til enda – jafnt í innilegri
angurværð þriggja Intermezzóa
Brahms (Op. 117,1, 117,2 & 118,2 í
Es, b & A) sem í þríþættri litadýrð
Gaspard de la Nuit eftir Ravel er
endaði með stólpabravúr á síþyrlaða
hvirfilbylnum Scarbo.
Ekki tók verra við eftir hlé þegar
hið margræða Scherzo Chopins nr.
2 í b Op. 31 breiddi út faðm sinn í
afburðatúlkun. Eftirköst fyrri
heimsstyrjaldar fengu síðan það
duglega „á’ann“ í La valse Ravels
að vænta mátti aðkallandi uppklöss-
unar á flyglinum að hildarleiknum
loknum. En þó ekkert væri þar gef-
ið eftir, vantaði né heldur fjöl-
breytta og sannfærandi meðferð á
þessari Hrunadanskveðju Fagra
skeiðsins er Katja skilaði með leiftr-
andi og lýtalausri tækni svo eftir
sat.
Flest ættu trompin þá að vera
uppurin, skyldi maður halda. En
ekki aldeilis. Í þrem þáttum úr pí-
anóútsetningu Stravinskíjs á Pet-
rúsjku fyrir Arthur Rubinstein sóp-
aði svo af gáskafulla píanóleiknum
að engu var líkt. Og sjaldan ef nokk-
urn tíma hef ég heyrt jafn hárná-
kvæm „reiðiköst“ á hvítum nótum
og svörtum og í niðurlagskaflanum.
Þar var sannarlega af setningi sleg-
ið.
Ljósmynd/Esther Haase
Lýtalaust „Eiginlega var hvergi dauðan punkt að finna í gjörvallri dag-
skránni. Buniatishvili hélt hlustendum sínum á stöðugum nálum frá byrjun
til enda … Og sjaldan ef nokkurn tíma hef ég heyrt jafn hárnákvæm „reiði-
köst“ á hvítum nótum og svörtum og í niðurlagskaflanum.“
Blíðuhót og
bylmingshögg
Eldborg í Hörpu
Píanótónleikarbbbbm
Verk eftir Brahms, Ravel, Chopin og
Stravinskíj. Khatia Buniatishvili píanó.
Fimmtudaginn 29.5. kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is
Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)
Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00
Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas
Síðustu sýningar
BLAM (Stóra sviðið)
Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas
Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas
Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!
Ferjan (Litla sviðið)
Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00
Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fös 13/6 kl. 20:00
Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k
Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k
Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar
,
★★★★ – SGV, Mblamlet
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálum
(Kaffihús)
Þri 10/6 kl. 12:00
Tónleikar með LAFIDKI og Sad Owl Brothers (Aðalsalur)
Lau 28/6 kl. 20:00
Sumartónleikar Bartóna (Aðalsalur)
Fim 12/6 kl. 20:00
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift Aukablað
um bíla fylgir
Morgunblaðinu
alla þriðjudaga