Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 52

Morgunblaðið - 31.05.2014, Síða 52
LAUGARDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Tekur alltaf tvö stæði 2. Datt ekki í hug að lánið erfðist 3. Magnús tekur stærsta stökkið 4. Kærasta Magga í tískuteiti VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s sunnan- og vestantil og rigning. Hæg breyti- leg átt og bjartviðri um norðan- og austanvert landið, en þykknar upp í dag með dálítilli vætu. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Á sunnudag Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða skúrir, en bjartviðri að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 17 stig. Á mánudag Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða skúrir, en bjart með köflum og þurrt austanlands. Hiti 8 til 15 stig. Veðbankar keppast við að spá því að Barcelona standi uppi sem sigurveg- ari í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik. Undanúrslitin eru leikin í Köln í dag og sjálfur úrslitaleikurinn fer fram á morgun, en ekkert félag hefur oftar unnið keppnina. Morg- unblaðið fer yfir liðin í blaðinu í dag, en fjórir Íslendingar verða í sviðsljós- inu þessa úrslitahelgi. »4 Flestir telja að Barce- lona fari alla leið í Köln Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var nokkuð sáttur eftir 1:1 jafntefli við Austurríki í æfingaleik ytra í gærkvöldi. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik og okkar plan gekk ekki upp, svo við ákváðum bara að halda áfram og gera betur. Við vorum ánægðir með hvernig til tókst þar,“ sagði Heimir í ýtarlegu viðtali í Morgun- blaðinu í dag. »1 „Planið tókst í síðari hálfleik“ Heims- og Evrópumeistarar Spán- verja eru líklegir til afreka á heims- meistaramótinu í Brasilíu í sumar. Liðið er í B-riðli ásamt Hollandi, Síle og Ástralíu en óvíst er hvort marka- hrókurinn Diego Costa verði klár í fyrsta leik 13. júní. Líklega kemur það í hlut Hollands og Síle að slást um annað sætið. Í íþrótta- blaðinu í dag er farið vel yfir stöðu mála í B-riðlinum og mögu- leikar liðanna skoðaðir. »2-3 Meistararnir fara langt með eða án Diego Costa Happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í heimabankanum þínum! Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þó að grátt hafi verið yfir að líta í miðbæ Reykjavíkur í gær mátti sjá þar mikla litadýrð en þangað voru komin börn til að taka þátt í árlegu kassabílaralli frístundaheimila Vest- urbæjar. Dagskráin hófst fyrir framan Hallgrímskirkju en þaðan fengu börnin lögreglufylgd þar sem þau gengu fylktu liði í skrúðgöngu sem leið lá niður á Ingólfstorg. Börnin létu vel í sér heyra eins og varla hefur farið framhjá neinum nærstöddum en hvert lið skartaði sínum einkennislit með miklu stolti. Þá mátti sjá marga verslunareig- endur og miðbæjargesti gera hlé á erindum sínum og gleðjast með börnunum á annars gráu síðdegi. Þegar á Ingólfstorg var komið fengu börnin að gæða sér á safa og kleinum. Því næst hófst keppnin en samstundis varð ljóst að kappið var mikið hjá börnunum. Ekki var það þó síðra hjá starfsmönnum frí- stundaheimilanna þar sem nokkrir þeirra flugu á hausinn í keppni sín á milli. Þrátt fyrir nokkur kassabílslys til viðbótar meiddist þó enginn ef frá eru taldar nokkrar skrámur. Rallið er árlegur viðburður á veg- um frístundaheimilanna Undra- lands, Skýjaborga, Frostheima og Selsins en hvert þeirra sendir nokk- ur lið og bíl til keppninnar. Nú hefur keppnin verið haldin í að minnsta kosti tíu ár og markar hún í sérhvert skipti lokin á vetrarstarfinu hjá frístundaheimilunum. Mörg verðlaun eru í boði svo sem fyrir hraðskreiðasta bílinn og þann fallegasta. Þá er enn fremur keppt um ýmsa titla eins og Klakameistara og Frostrósir en þannig er séð til þess að allir fari heim sigri hrósandi. Innlifun Keppnin átti allan hug barnanna þrátt fyrir leiðinlegt veður. Morgunblaðið/Golli Á fleygiferð Mikið kapp var lagt á að vinna verðlaun fyrir sitt lið. Allir fóru þó heim sem sigurvegarar. Undirbúningur Spennan var mikil í gær hjá keppendum í rallinu. Litadýrð og gleði í kassabílaralli  Árleg keppni frístundaheimilanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.