Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Verndum náttúruna - notum undra
UNDRI
GARÐA
hreinsir
Góður í garðinn,
á grillið, pottinn
og pallinn
Hreinsar mosa og
græna sliku
Þ
að er notalegt sólskin í garð-
inum hennar Þóru Ein-
arsdóttur söngkonu þegar
ég heimsæki hana einn góð-
an veðurdag þar sem hún er önnum
kafin við að klippa rósarunna. Jón
Björnsson, yngri sonur hennar, situr
fyrir miðju borði með símann henn-
ar mömmu sinnar, í svo skemmti-
legum leik að hann rétt lítur upp til
að heilsa.
Frú Þóra tekur af sér garðhansk-
ana og gefur mér bolla af jurtatei
með svolitlu anísbragði um leið og
hún býður mér sæti í nýreistum lauf-
skála hússins.
„Við keyptum neðri hæðina hér
við Auðarstræti fyrir nærri þremur
árum. Það er mikið búið að gerast í
garðinum síðan,“ segir Þóra.
„Garðurinn var flottur fyrir, vel
skipulagður og mikið af skemmti-
legum plöntum hér. Markmiðið hef-
ur verið búa til alhliða garð og halda
sem mest í það sem fyrir var og
bæta svo við eftir föngum. Björn
maðurinn minn hlóð veglegt kolag-
rill fyrsta sumarið og smíðaði meira
að segja sjálfa grillgrindina úr járn-
stöngum. Við grillum allt mögulegt,
nýjasta æðið er að grilla spergil með
púrrulauk.
Við ákváðum, í samráði við Eddu
V. Sigurðardóttur sem er grafískur
hönnuður og á efri hæðina, að fella
nokkur tré til að fá meiri birtu og
leyfa hinum trjánum að njóta sín.
Edda hefur mjög gott auga, yfirsýn,
enda rekur hún fyrirtækið PORT
hönnun.
Jæja, Björn hjó svo hin felldu tré í
eldivið fyrir grillið. Það leiddi til
þess að eldiviðargeymsla var gerð
rétt við grillið. Björn vann hjá
Vatnsveitunni með skóla og þar var
mikið verið að skipuleggja og planta.
Sú reynsla hans hefur nýst vel núna.
Einnig hefur vinur okkar Stefán
Bogi Stefánsson gullsmiður hjálpað
okkur mjög mikið. Nákvæmari og
meiri fagmann er varla hægt að fá.
Ég hef hinsvegar verið meira í
gróðri og plöntum.“
Klifurrósir í Pergola
Þeir félagar reistu sem sagt þenn-
an laufskála, eða Pergola, eins og
Þóra kallar hann. „Þetta eru tré-
grindur sem gróður vefst svo um og
myndar skjól með laufum sínum. Við
erum búin að planta klifurrós-
arunnum, svo sem pólstjörnu og
flammentanz sem eiga að mynda
laufskálann, ásamt fleiri plöntum,
svo sem ígulrósunum hjóna- og
meyjarrós, þær blómstra fallega en
stutt og mynda svo fallega belgi.
Ekki má gleyma gömlum sólberj-
arunna sem teygir sig til lofts. Ég er
að hugsa um að binda greinarnar
upp, hann gefur stór og góð ber.
Í raun hefur endurnýjun garðsins
verið einskonar spuni, við höfum öll
skoðað hvað er í garðinum, reynt að
nýta það vel og skoða svo hvað er
hægt að gera næst. Við höfum kurl-
að niður við sem ekki er ætlaður sem
eldiviður. Kurlið settum við í beðin
fyrir framan húsið. Búið var að
helluleggja nokkuð af garðinum og
einnig voru hér gamlar hellur sem
nánast voru grafnar upp þegar farið
var að undirbúa smíði palls utan um
stóran, gamlan hlyn. Fyrri eigandi
fékk þessar hellur víst gefins frá
Reykjavíkurborg. Margt er því upp-
runalegt í garðinum.“
Góð eplauppskera
Þið hjónin bjugguð um árabil í
Þýskalandi, voruð þið með garð þar?
„Nei, en ég var bara með krydd-
plöntur inni. Ekki var heldur garður
þar sem ég ólst upp. Þetta er í fyrsta
sinn sem ég hef garð og mér finnst
það afskaplega gaman. Ég átti mér
raunar þann draum þegar ég var
yngri að verða grasafræðingur. Við
erum með lítið matjurtahorn í garð-
inum hér, þar ræktum við salat, spí-
nat, rabarbara, kartöflur og jarð-
arber. Hér voru tvær tegundir af
rifsberjarunnum, sumir gamlir og
dálítið úr sér vaxnir. Þá höfum við
verið að endurnýja með klippingu,
það ferli tekur víst ein fjögur ár. Við
erum líka með hindber og plómutré.
Þar sem gamli olíutankurinn var,
þegar kynt var hér með olíu, er núna
upphlaðinn kryddjurtareitur. Maður
gengur bara út eins og fín frú og
klippir af þeim kryddjurtum það
sem þarf hverju sinni í matinn – án
þess að beygja sig.“
Hundur heimilisins, Kvistur að
nafni, lætur mjög til sín taka meðan
á viðtalinu stendur. „Hann er búinn
að finna sér stað, fyrir framan kirsu-
berjatréð sem við gróðursettum,“
segir Þóra. „Við settum líka niður
eplatré. Það er danskt fjölskyldutré,
samansett úr þremur tegundum. Við
fengum 60 epla uppskeru síðasta
haust, þau eru dálítið súr en góð.
Strákarnir höfðu þau í skólanesti
fram eftir hausti.“
Þóra hefur mikinn áhuga á rósum.
„Við erum komin með einar tíu mis-
munandi tegundir,“ segir hún og
bendir á rósir sem blómstruðu víst
fagurlega síðasta sumar. Í einu
horninu er svo gömul bóndarós.
„Henni líður rosalega vel, koma
óskaplega falleg blóm á hana,“ segir
Þóra og horfir allt að því móðurlega
á viðkomandi plöntu.
Þóra bætir við að skemmtilegt
hafi verið fyrir fjölskylduna að vinna
að þessu garðverkefni saman. Syn-
irnir Einar 12 ára og Jón 8 ára hafa
sýnt garðinum talsverðan áhuga.
„Þeir hafa allavega mjög gaman af
að sýna garðinn vinum sínum og vin-
sælt er að halda grillveislur.“
Að sögn hennar hefur verið sett
töluvert af nýrri mold í garðinn og
borinn á lífrænn áburður. „Eftir
bókinni,“ segir Þóra og brosir.
En hvað stendur til í sumar?
„Að ganga frá beði sem er nálægt
götunni. En það verður ekki byggt
meira í bili. Við höfum þó áhuga á að
reisa verkfæraskúr síðar. Okkur
langar til að klæða bílskúrsvegg sem
snýr inn í garðinn okkar með berg-
fléttu. Það tekur auðvitað tíma. Við
erum ekki í neinu stressi við þessa
garðvinnu, síður en svo. Þetta á bara
að vera garður sem gaman er að
vera í og njóta. Garðvinnan er mín
slökun.“
gudrunsg@gmail.com
Garðvinnan er slökun
Morgunblaðið/Þórður
Fjölskyldan Þóra segir að skemmtilegt hafi verið fyrir fjölskylduna að vinna að þessu garðverkefni saman. Synirnir Einar 12 ára og Jón 8 ára hafa
sýnt garðinum talsverðan áhuga. „Þeir hafa allavega mjög gaman af að sýna garðinn vinum sínum og vinsælt er að halda grillveislur.“
Hnossgæti „Maður gengur bara út eins og fín frú og klippir af þeim
kryddjurtum það sem þarf í matinn – án þess að beygja sig.“
Kvistur „Hann er búinn að finna sér stað, fyrir framan kirsuberjatréð
sem við gróðursettum,“ segir Þóra um heimilishundinn.
Við Auðarstræti, í tveggja
hæða húsi, búa á neðri
hæðinni hjónin Þóra Ein-
arsdóttir söngkona og
Björn Jónsson söngvari
ásamt sonum sínum
tveimur. Þau hafa í félagi
við Eddu V. Sigurðardóttur,
eiganda efri hæðarinnar,
verið að endurnýja garðinn
í kringum húsið.
’Í raun hefur end-urnýjun garðsinsverið einskonar spuni,við höfum öll skoðaðhvað er í garðinum, reynt
að nýta það vel og skoða
svo hvað er hægt að gera
næst.
Jarðarber Undir hlíf dafna blómin
og jarðarberin koma í kjölfarið.