Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Sími 555 2992/698 7999
SKORDÝRA
FÆLAN
Einnig ætlað börnum
Fæst í öllum apótekum
- og geitungarnir
leggja á flótta
Sláið 3 flugur í einu höggi
Fælir í burtu flugur
Góður ilmur
Verndar húðina
Jurtavörur gera
gagn!
G
arðyrkju- og blómasýn-
ingin „Blóm í bæ“ verður
haldin í Hveragerði helgina
27.-29. júní 2014. Sýningin
er nú haldin í fimmta sinn og hefur
vegur hennar farið vaxandi jafnt og
þétt undanfarin ár. Búast má því við
að í ár verði hún glæsilegri en
nokkru sinni.
„Blóm í bæ er stærsta sýning
græna geirans á Íslandi,“ segir El-
ínborg María Ólafsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Hveragerði, en ásamt
Hveragerðisbæ standa Samband
garðyrkjubænda (Félag garðplöntu-
framleiðenda og Félag blóma-
framleiðenda), Grænn markaður,
Landbúnaðarháskólinn, Félag
blómaskreyta og Garðyrkjufélag Ís-
lands að sýningunni. „Sýningin
Blóm í bæ er samstarfsverkefni og
framlag hvers og eins sem kemur að
sýningunni er ómetanlegt. Þá viljum
við ítreka að þetta er sýning en ekki
bæjarhátíð, og hún er opin milli kl.
12.00 og 18.00. Aðgangur er að sjálf-
sögðu ókeypis eins og vant er.“
Vinsæl skemmtun við veginn
Blóm í bæ hefur dregið til sín tug-
þúsundir gesta á öllum aldri á und-
anförnum árum enda er sýning-
arsvæðið í alfaraleið, eins og
Elínborg bendir á, aðeins í um 30
mínútna akstursfjarlægð frá höf-
uðborginni. „Að vanda verður boðið
upp á fjölda viðburða á sviði garð-
yrkju, umhverfismála og íslenskrar
framleiðslu sem verða á sýningunni.
Fræðslan er sem fyrr í öndvegi og
því munum við bjóða upp á sögu-
göngu um skógræktarsvæðið og
fyrirlestra um garðrækt, gestir geta
spreytt sig á plöntugreiningu ásamt
mörgu fleiru.“ Garðasúpan verður
þá á sínum stað og bíður gesta,
rjúkandi heit, í nokkrum görðum
bæjarbúa. „Það er ótrúlega
skemmtilegt að fara um bæinn og
kíkja í heimsókn til heimamanna,
skoða fallega garða og fá girnilega
súpu að smakka,“ bætir Elínborg
við. „Íbúar taka virkan þátt í hátíð-
inni, skreyta hús sín og garða og
fjöldi markaða er út um allan bæ.“
Sýningin fer að mestu leiti fram á
opnum svæðum eins og í Lystigarð-
inum, við Breiðumörkina og á svæð-
inu við íþróttahúsið Skólamörk.
Regnboginn er þemað í ár
Sýningin „Blóm í bæ“ er fjöl-
skyldumiðuð og því ætti fólk á öllum
aldri að finna eitthvað við sitt hæfi.
Í Hveragerði er ágætt tjaldsvæði
við Reykjamörk sem verður opið
alla dagana, að því er Elínborg
bendir á. „Þemað á sýningunni í ár
er „Regnboginn“ þannig að það
verða afar litskrúðugar blóma-
skreytingar um allan bæ sem fé-
lagar í Félagi blómaskreyta skapa
úr hráefni sem blóma- og garð-
plöntuframleiðendur leggja til,“
segir Elínborg. „Blómaskreytar
mæta í bæinn nokkrum dögum fyrir
sýningu og vinna að skreytingum
sem verða engu öðru líkar, leyfi ég
mér að fullyrða. Það hefur hingað til
verið ævintýri líkast að fylgjast með
hvernig listaverkin verða til og enn
frekar að fylgjast með gestum sýn-
ingarinnar dást að þeim,“ bætir hún
við.
Listaverk í náttúrunni
Í ár mun svo að auki á annan tug
erlendra blómaskreyta mæta og
taka þátt í undirbúningi sýning-
arinnar. Þeir vinna í sjálfboðavinnu
að verkefni sem kallast „Landart“
en þetta eru stórbrotin listaverk
sem unnin eru í náttúrunni – úr
náttúrunni.
Að sögn Elínborgar er tilgangur
sýningarinnar að vekja athygli á
garðyrkju og garðrækt í öllum sín-
um fjölbreytileika. „Útivist og af-
þreying í íslenskri náttúru er alltaf
að aukast og á sýningunni munu
fjölbreytt fyrirtæki einnig kynna
allt sem eykur ánægju almennings á
útivistarsvæðum. Dagana 27.-29.
júní bresta svo herlegheitin á í
Hveragerði og bæjarfélagið allt
hlakkar til að taka á móti góðum
gestum í blómstrandi bæ.“
jonagnar@mbl.is
Blómlegt um að litast í Hveragerði
Þeir sem gaman hafa af
blóumum og grænum gró-
anda ættu fyrir alla muni
að leggja leið sína í Hvera-
gerði dagana 27.- 29. júní
þegar bærinn verður með
blómlegasta móti.
Skreytingar Listaverk úr hvers kyns blómaskrúði rís víðsvegar um
Hveragerði meðan á sýningunni stendur. Sjón er sögu ríkari.
Fjölskyldugaman Börn jafnt sem fullorðnir skemmta sér á bæjarsýn-
ingunni Blóm í bæ sem haldin er árlega í Hveragerði.
Blómalist „Blómaskreytar mæta í bæinn nokkrum dögum fyrir sýningu og vinna að skreytingum sem verða
engu öðru líkar, leyfi ég mér að fullyrða,“ segir Elínborg um fyrirhugaðar skreytingar á bænum.
’Blóm í bæ hefurdregið til sín tugþús-undir gesta á öllum aldriá undanförnum árumenda er sýningarsvæðið í
alfaraleið.
Kynjaverur það er allt hægt þegar blómaskreytingar eru annars vegar
og kynjaverur úr ríki garðyrkjunnar lifna þá líkast til við.
Blómabær Blóm í bæ verður hald-
in 27.-29.júní nk.