Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ                             A ð sögn Láru Jónsdóttur er mjög vinsælt um þessar mundir að velja jurtir í garðinn sem gefa honum lit og fegurð árið um kring. „Blandar fólk þá saman t.d. sígrænum gróðri, runnum sem blómstra snemmsum- ars og síðsumars, vorjurtum og sum- arblómum. Ég hugsa að þetta komi m.a. til vegna þess að fólk ver í dag meiri tíma í garðinum, því skjól- veggir og limgerði halda vindi og veðrum frá garðinum og hægt að vera þar úti oftar en bara yfir heit- ustu sumarmánuðina.“ Lára er garðyrkjufræðingur hjá Blómavali og er með puttann á púls- inum í garðyrkjumálum lands- manna. Hún segir að ef greina megi tískubreytingar í íslenskum görðum þá gerist þær hægt. Nokkur inn- flutningur sé á sígrænum trjágróðri öðrum en greni og furu en uppi- staðan í framboði á sumarblómum og fjölærum blómjurtum eru plöntur sem ræktaðar hafa verið hér á landi. Nýliðun í plöntuflórunni eigi sér stað, en í smáum skrefum. Kirsuberjatré í blóma Ef nefna ætti ákveðnar jurtir sem eru mjög „heitar“ um þessar mundir segir hún að plöntur sem bera ávexti hafi vakið mikla athygli á undan- förnum árum. „Skraut-kirsuberjatré (Prunus Nipp. „Ruby“) hafa prýtt garða í Reykjavík þennan maímánuð alþakin bleikum blómum. Plantan ber örsmá aldin, hefur skemmtilegt vaxtarform, er „ runnatré“ og á blöðin slær rauðdöggvuðum blæ. Ávaxtatré ýmiss konar þykja líka mjög spennandi en rétt að minna á að þau tré kalla oft á meiri vinnu og natni en annar gróður. Þeir sem fá sér ávaxtatré og vilja að það dafni vel þurfa að sýna vissa fagmennsku í garðinum,“ segir Lára og bætir við að Blómaval gaf í vor út handbókina Gómsætt úr garðinum, um ræktun matjurta. „Það verður líka að sýna þessum plöntum þolinmæði og getur þurft að bíða í 2-5 ár þangað til þau eru komin í góðan vöxt.“ Hún nefnir einnig að ávaxta- plönturnar þurfi góðan jarðveg og frjósaman enda taki það frá þeim mikla orku að framleiða ávextina. „Muna verður að ávextir koma ekki á trén nema þau blómstri og frjóvg- un eigi sér stað. Sumar plöntur geta frjóvgað sjálfar sig en aðrar þurfa frjó frá yrki sem ekki ber sama nafn en er sömu tegundar. Á þetta t.d. við um eplatré.“ Tegundirnar sem fluttar hafa ver- ið til Íslands hafa verið vandlega valdar, m.a. byggt á því hvaða yrki hafa náð að þrífast á norðlægum slóðum í Skandinavíu. Lára segir ávöxtinn sem þessi tré bera ekki endilega alltaf eins og uppáhalds- ávextirnir sem kaupa má úti í búð. „Eplatrén sem vaxa hérlendis skila ekki stórum og safaríkum jónagold- eplum. Ávöxturinn er minni, stund- um með ögn súrari keim, en mjög bragðmikill og hentar vel í ýmsa matseld, t.d. eplaböku og eplamús.“ Talið berst að því hvort yngri kyn- slóðirnar séu nógu duglegar að hugsa um garðinn sinn. Er garð- yrkja áhugamál sem unga fólkið stundar, á tímum snjallsíma og breiðbands? Lára segir áhugann kvikna hjá unga fólkinu að rækta blóm og matjurtir þegar það eignast í fyrsta skipti íbúð með rúmgóðum svölum eða lítilli garðspildu. „Hægt er að byrja smátt, t.d. fjár- festa í blómapotti og búa þar til lít- inn aldingarð. Mörgum þykir gaman að byrja á kryddjurtunum og geta farið út á svalir þegar verið er að elda og klippa beint af jurtinni ferska steinselju, dill eða rósmarín. Ekki má gleyma að leyfa börnunum að taka þátt, t.d. með því að setja spíraða kartöflu í pott og mold, þá geta þau fylgst með vextinum yfir sumarið og uppskorið nokkra kon- fektmola síðsumars.“ Fljótlega lærir garðyrkjumað- urinn réttu vinnubrögðin. „Í byrjun sumars er t.d. gott að bera á gras- flötina og annan gróður. Nota má líf- rænan áburð, svo sem þurrkaðan hænsnaskít, þörungamjöl eða ís- lenskt hafþörungakalk sem er góður kalkáburður ef þörf er á að kalka. Einnig er tilbúinn garðáburður klassíkur, svo sem blákorn sem hentar á allan gróður eða graskorn sem er sérstaklega fyrir grasflötina. Gott er að hafa í huga að mosinn í grasflötinni hörfar undan allri áburðargjöf. Mosinn er land- græðsluplanta á magurri jörð,“ segir Lára. Auðveldara ef gert oftar Hún bætir við að það dugar ekki að fara út í garð einu sinni að vori til að reyta arfa og hreinsa beð og ætla að láta þar við sitja. „En ef teknar eru 2-3 syrpur yfir sumarið til arfa- hreinsunar er vinnan létt og dugar yfirleitt að nota bara handaflið til að losa arfann frá rótinni. Það má m.a.s. skilja arfann eftir í beðinu því hann visnar bara í sólinni og verður að jarðvegi aftur. Þess á milli er gott að taka frá stutta stund á góðviðr- isdögum, kannski einn laugardags- eða sunnudagsmorgun hér og þar, og sjá hvort eitthvað hefur skotið upp kollinum.“ Lára lumar á ýmsum öðrum góð- um ráðum. Segir hún t.d. verra að vökva grasflatir yfir daginn því þá sé uppgufunin meiri og mikið af vatninu fari til spillis. „Ef vökvað er að kvöldi hafa plönturnar betri tíma til að taka upp vökvann. Verður líka að muna að láta úðarann ganga lengi, kannski í hálftíma eða lengur á hverju svæði. Ef vökvað er skemur er ekki verið að bleyta nema rétt tvo efstu sentimetr- ana en við viljum að rakinn nái vel niður í jarðveginn. Reglan er að vökva sjaldnar, vökva meira og vökva eftir að sólin er tekin að lækka á lofti. Danskt hollráð er að vökva 20-30 mm þegar vökvað er. Einnig er talið að þegar vökvað er með vatni sem er 5-7 gráðu heitt að degi til fái grasið hálf- gert kuldasjokk svo betra er að bíða þangað til kólnar með kvöldinu.“ ai@mbl.is Kirsuberjatrén vekja lukku Morgunblaðið/Árni Sæberg Notagildi „Ávöxturinn er minni, stundum með ögn súrari keim, en mjög bragðmikill og hentar vel í ýmsa matseld,“ segir Lára um eplatrén. Lára í Blómavali er hafsjór af fróðleik um hvernig hugsa skal um garðinn. Hún segir m.a. að ávaxta- plöntur kalli á meiri vinnu og natni en aðrar plöntur og þær verði að fá mjög góðan jarðveg til að taka til sín nóg af næringu Fegurð Prunus Kureliensis Ruby lítur vel út í fullum skrúða. Mörgum þykir mjög smekklegt að setja einhvers konar möl eða kurl í beð, umhverfis blóm og tré. Lára segir vinælast hér á landi að notast við trjákurl eða hraunmulning en vanda verði valið á þessu yfirlagi. „Að þekja moldina með 3-5 cm lagi hefur þann kost að margt ill- gresi nær ekk að spíra. Þekjuefnið veldur því að orkuríkir sólargeisl- arnir ná ekki niður að moldinni þar sem illgresisfræin sitja og þau hafa ekki orkuna til að spíra upp á yf- irborðið.“ Stundum getur samt þekjuefnið verið til vandræða. „Sum þessara efna hafa átt það til að valda skemmdum á blómum og trjám þegar t.d. vindur kemur efninu á hreyfingu. Gæti t.d. grófur stein- mulningur mögulega skemmt börk- inn á trjám.“ Kostir og gallar mulningsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.