Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Nýkomið SJARMERANDI
LAUTARKÖRFUR ÚR BASTI
4 manna karfa með leirtaui
og hnífapörum
TWEEDMILL ÚTIVISTARTEPPI
137X137 cm. vatnsheld.
Verð kr.
22.000
Verð kr. 8.900
Þ
að er svo sem ekkert sér-
stakt grilltímabil hjá mér,
frekar en öðrum Íslend-
ingum,“ segir Óli Gísli að-
spurður og rímar það við grillviðhorf
landans; hvorki slydda, snjór né
snarvitlaust hagl fá Íslendinga í
grillhug ofan af því að kveikja upp.
„Ég útiloka ekki grill í janúar, og ef
mann langar í grillmat þá grillar
maður bara. Enda finnur maður
stundum grilllykt á förnum vegi yfir
háveturinn. Gott veður togar mann
hins vegar óneitanlega frekar út á
pall, það verður bara að segjast eins
og er. En betri aðbúnaður á pöllum,
skýli og hitarar, betri grill og svo
framvegis hafa lengt í grill-
tímabilinu, það er á hreinu.“
Lax, hlýri, blálanga
Óli Gísli hefur grillað allt mögu-
legt um sína daga, eins og gefur að
skilja og því hafsjór af fróðleik þegar
kemur að grilli. Skyldi vera einhver
matur, eitthvert hráefni sem honum
finnst einfaldlega njóta sín best
grillað? Hann er fljótur til svars.
„Fiskur. Það er eitthvað sem ger-
ist þegar fiskur er grillaður, sem er
svolítið erfitt að færa í orð, eitthvað
pínulítið extra sem gerist. Þessi
óskilgreindi herslumunur sem grillið
gefur fiskinum. Ef þetta er rétt gert
þá jafnast fátt á við grillaðan fisk.“
Þegar Óli Gísli er inntur eftir því
Grillarar hafi H-in fjögur í huga
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, eða Óli Gísli, er lands-
mönnum að góðu kunnur fyrir meistaramatseld sína
enda hefur hann galdrað fram krásir á sjónvarps-
skjánum um langt árabil, nú síðast á sjónvarpsstöð-
inni Miklagarði. Óli Gísli grillar af kunnáttu og list og
því gráupplagt að fá frá honum hollráð fyrir sumarið
sem er framundan.
Grillarinn „Þegar ég grilla þá er grillið
búið að vera í gangi í 15-20 mínútur
áður en ég set nokkurn skapaðan hlut
á það. Það er lykilatriði þegar maður
er að grilla og ekki síst þegar um fisk
er að ræða,“ segir Óli Gísli.
FYRIR FJÓRA
Grillaður kjúklingur
1 heill ferskur kjúklingur, úrbeinaður,
skorinn í 8-10 hluta
250 ml Caj P original grillmarinering
1 tsk chilimauk (blue dragon), eða ½
ferskur chili saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
Úbeinið kjúklinginn. Hrærið saman
marineringunni , hvítlauk og chili.
Hellið yfir kjúklinginn og passið að
marineringin sé á öllum kjúklingnum.
Gott að velta kjúklingnum nokkrum
sinnum í marineringunni. Látið standa
í 4-6 klst.
Grillið við mikinn hita, fyrst neðst á
grillinu og færið svo upp á efri grind til
að klára. Tekur um 20-40 mín fer eftir
hitastigi og þykkt kjúklingsins. Athug-
ið t.d. á legg eða læri hvort hann sé
eldaður inn að beini og þá er hann
tilbúinn.
Cous cous
250 gr cous cous
300 ml vatn
1 tsk chilimauk (blue dragon)
1 tsk hvítlauksmauk eða ferskur sax-
aður hvítlaukur
1 tsk turmeric
1 tsk cumin
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 msk söxuð fersk steinselja
1 msk söxuð fersk mynta
2 – 3 msk olífuolía
safi úr ½ sítrónu eða lime
Setjið cous cous í skál, blandið olí-
unni saman ásamt chilimaukinu og
hvítlauknum. Setjið vatn í pott ásamt
grænmetiskraftinum og þurrkrydd-
unum. Látið suðuna koma upp og hell-
ið svo sjóðheitu yfir cous cous-ið.
Hrærið vel saman við og setjið lok á
skálina eða þétta pastfilmu. Látið
standa í 20-30 mín. Rétt áður en
þetta er borið fram þá hrærið saman
við fersku kryddunum og setjið að end-
ingu sítrónusafann yfir.
Grillað grænmeti
2-3 paprikur - rauð, gul eða græn.
1 kúrbítur (zucchini)
1 eggaldin
1 búnt vorlaukur
(einnig gott að grilla rauðlauk og sveppi)
Skerið grænmetið niður í hæfilega
bita og penslið með ólífuolíu. Grillið við
mikinn hita. Paprikan tekur mestan
tíma og gott er ef hún fær að brenna
Grillaður kjúkling-
ur í Caj Ṕs original
með hvítlauk
og chili