Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
Ertu að taka til í …
…garðinum
… geymslunni
Komdu spilliefnunum og raftækjunum
á söfnunarstöðina næst þér …
… við sjáum um framhaldið!
T
il að njóta útiverunnar í
garðinum þarf að eiga réttu
garðhúsgögnin. Gott borð og
stóla þarf fyrir grillveisl-
urnar, sólbekk fyrir afslappaðar
stundir á stuttbuxunum, og jafnvel
að vanti lítið sófasett fyrir huggu-
legan hitting á pallinum.
Ekki þarf bara að huga að útlitinu
á garðhúsgögnunum, svo þau fegri
heimilið, heldur verður líka að gæta
að endingu húsgagnanna enda
mæða á þeim veður og vindar allan
ársins hring.
Endingargott undraefni
Ívar Þórður Ívarsson er versl-
unarstjóri hjá Rúmfatalagernum á
Korputorgi. Hann segir vinsælast í
dag að velja garðhúsgögn sem gerð
eru úr fléttuðu plastefni, polyrattan.
„Undirstaðan er þá sterkbyggð
grind og polyrattan-plastið fléttað
og vafið utanum líkt og ef um væri
að ræða basthúsgagn. Þetta efni er
mjög sterkt og endingargott en um
leið þægilegt að sitja á. Má fá garð-
húsgögn af þessu tagi í fjölda lita og
margir velja grá húsgögn, svört eða
hvít,“ segir hann.
Polyrattan lætur ekki á sjá þó að
húsgögnin standi úti í mánuði og ár.
„Og það þarf í mesta lagi raka tusku
til að strjúka af þeim ef einhver
óhreinindi hafa safnast upp yfir vet-
urinn.“
Polyrattan-efni eru líka að koma
sterk inn í garðborðunum „Eru þá
fætur og undirstöður borðsins ofnar
með polyrattan en sjálf platan úr
efni sem kallast Art Wood. Má lýsa
því sem nk. plastviði sem þolir vel
sól og hita eða snjó og kulda og
sömuleiðis heita matardiska og
rauðvínsslettur. Umgengnin við
þetta efni er svo auðveld að sumir
láta einfaldlega duga að spúla borðið
með garðslöngunni ef það óhreink-
ast, og þá er allt orði hreint og fínt.“
Viðarhúsgögn seljast enn, þó í
minna mæli. Segir Ívar viðarhús-
gögn hafa sinn sjarma en þau kalli
yfirleitt á meira viðhald af hálfu eig-
andans. „En það eru sumir sem ein-
faldlega hafa yndi af því að nostra
við garðhúsgögnin sín og þykir fátt
skemmtilegra en að bera á viðinn
tvisvar eða þrisvar yfir sumarið.“
Hirsla, borð og bekkur
Ekki má heldur gleyma sessum og
púðum sem setja punktinn yfir i-ið.
Þar segir Ívar að einlitu púðarnir
seljist fyrst, en einnig eitthvað af
marglitum púðum með skraut-
mynstri.
„Mjög algengt er að fólk kaupi
svokallað sessubox ef það kaupir
sessur á annað borð. Er það þá vind-
og rakaheld kista þar sem geyma má
sessur og púða yfir veturinn. Boxið
getur líka rúmað t.d. útileikföng
barnanna eða garðáhöld og nýtist
sem bekkur eða borð þess á milli.“
Að sögn Ívars er allur gangur á
því hvort fólk vill garðhúsgögn sem
hafa rómantískt og klassískt útlit
eða nýstárlegt og stílhreint. „Yngra
fólkið sýnist mér vera opnara fyrir
því að kaupa garðsófasett en yfir lín-
una eru það borð og stólar sem mest
selst af.“
Þegar líða tekur á sumarið fara
svo sólhlífarnar að seljast. „Það get-
ur verið ágætt að hafa sólhlíf, ekki
bara til að halda rigningarúða í
skefjum heldur líka til að lengja
notkunartíma garðsins. Ef heitt er
úti en smá úði eða létt skúr getur
sólhlífin þýtt að hægt er að sitja
áfram í rólegheitum úti á palli. Sól-
hlífin hefur líka þann eiginleika að
skorða borðið betur af, en vaninn er
að hlífin fer í gegnum gat á miðju
borðinu og er skorðuð við 40 kg
marmarastein sem settur er undir.
Saman mynda því borð og sólhlíf
eina heild sem stenst vel kröftugan
vind.“
ai@mbl.is
Sessuboxin eru mikið þarfaþing
Ívar í Rúmfatalagernum segir að ef fólk kaupi á annað
borð sessur og púða á garðhúsgögnin verði endilega líka
að kaupa sessubox. Húsgögn ofin úr polyrattan-plastefn-
inu eru vinsælust enda bæði falleg og endingargóð.
Samvera „Yngra fólkið sýnist mér vera opnara fyrir því að kaupa garðsófasett en yfir línuna eru það borð og stólar se
Hagkvæmt Fallegt sófasett úr vinsæla plastefninu sem ofið er eins og bast. Sígilt Viðarhúsgögnin eiga sína aðdáendur en kalla á meira viðhald.