Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ • Tekur venjulegt GSM SIM kort. • Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. • SMS og MMS viðvörun í síma og netf. • Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. • Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. • Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.fl. • Stýring á hita, kveikja ljós, renna í pottinn. Eftirlitsmyndarvél fyrir sumarbústaði og heimili. Uppl. í síma 699-6869 og rafeindir@internet.is Velkomin á heimasíðu okkar www.gardplontur.is Þ egar handritshöfunda lang- ar að skapa afslappað og skemmtilegt sögusvið þá láta þeir sögupersónurnar iðulega deila ljúffengri máltíð yfir grillinu. Kemur því ekki á óvart að þekktar grill-senur eru fjölda- margar og leika oft lykilhlutverk í atburðarásinni. Skoðum nokkur góð dæmi: „Þú ert engin dama“ Ein frægasta grillveisla kvik- myndasögunnar er veislan stóra í upphafi Gone With the Wind. Stúlkuhróið Scarlet O‘Hara hlakk- ar svo til að fara í grillveisluna á næsta bæ því þar vonast hún til að sjá manninn sem hún er ást- fangin af, Ashley Wilkes. Veislan reynist örlagarík og hamingjan og gleðin þar skapar sterkar and- stæður við það sem koma skal í bandaríska borgarastríðinu. Í veislunni er tilkynnt að Wilkes er trúlofaður og O‘Hara bregst ekki vel við fréttunum, vægast sagt. Þá birtist líka í veislunni örlagavald- urinn myndarlegi Rhett Butler. „Herra minn, þú ert enginn herra- maður,“ segir hún í frægu rifrildi þeirra tveggja í veislunni. „Og þú, frú mín góð, ert engin dama,“ svarar hann að bragði. Óvænt listaverk Grillið var miðpunktur grínsins í Simpsons þættinum „Mom and Pop Art“. Þátturinn er sá nítjándi í tíundu þáttaröðinni um gullituðu fjölskylduna í Springfield. Dreym- ir Hómer um, rétt eins og marga aðra karlmenn, að smíða sér úti- grill í garðinum. Hann hefst handa við að blanda steypu og reyna að raða múrsteinum og grill-ristum eftir kúnstarinnar reglum en tekst vægast sagt illa til. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Furðuleg hrúga Hómers af múrsteinum og steypu slær nefni- lega í gegn sem nútímalist og hann tekur til við að spreyta sig á nýjum starfsvettvangi, nú sem undur í listheiminum. Spegill á nútímann Meistari Clint Eastwood hafði ákaflega skemmtilega grillveislu- senu í verðlaunamyndinni Gran Torino. Þar leikur Eastwood ön- ugan gamlan karlskarf sem kann því ekki vel hvernig hverfið hans er orðið fjölþjóðlegt og fullt af vandræðagemlingum. Í fyrri hluta myndarinar sér persóna Eastwo- ods hvar ungir svartir táningar eru að áreita unga stúlku af víet- nömskum uppruna. Í þakklæt- isskyni fyrir björgunina býður stúlkan Eastwood í grillveislu hjá fjölskyldu sinni. Þar má sjá gamla skarfinn byrja að koma löturhægt út úr skelinni, en um leið sést vel í senunni bæði hversu margt er ólíkt og margt líkt með „nýja“ ví- etnamska fólkinu og gamla al- ameríska karlskarfinum. Síðasta grillveislan Ekki eru allar stundir við grillið svona friðsamlegar, né heldur list- aukandi. Gott dæmi þar um er hryllingsmyndin Final Destination 2. Undir lok myndarinnar virðist sem allar söguhetjurnar hafi náð að lifa af, hafandi rétt sloppið und- an örlaganornunum. Fjölskylda og vinir eru samankomin yfir safa- ríkri steik og ekkert nema nota- legheitin, þegar kemur upp úr dúrnum að einn gesturinn – sá sem mannar grillið – segist hafa naumlega komist hjá því að verða fyrir bíl. Og viti menn, grillið springur í loft upp og sögupersón- an með. Grillveislur á hvíta tjaldinu og í sjónvarpi Það sést vel í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum að grillið er notalegur og vina- legur samkomustaður. Umsetin Hver getur gleymt grillveislunni í Gone With the Wind. Hamingjan er við völd en hörmungar stríðsins vofa yfir. Sæla Vinkonurnar fjórar í eftirminnilegri grillveislu Samönthu Jones á þaki nýju íbúðarinnar. Kokkteilar og sumarkátína út í gegn. Klaufi Hómer reynist haf hæfileika sem lisÚff Dwayne Johnson í hlutverki sínu í Pain & Gain.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.