Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ
Hágæða
sláttutæki
Askalind 4 • Kópavogi • Sími 564 1864
Stiga Collector 46S sláttuvél með drifi
4 hestafla
B&S mótor
55 ltr grashirðikassi
Stiga Pro 50S sláttuvél með drifi
7 hestafla
B&S mótor
70 ltr. grasirðikassi
Stiga Estate 5102 sláttutraktór
18 hestafla, sjálfskiptur
B&S mótor
260 ltr. grashirðikassi
Stiga Estate Master 3084 sláttutraktór
13,5 hestafla, sjálfskiptur
B&S mótor
240 ltr. grashirðikassi
Ó
lafur Sturla Njálsson
reiknar með því að svo-
kallaður „snjóboltarunni“
muni slá í gegn hjá Íslend-
ingum. „Um er að ræða nýliða í ís-
lenska garðplöntuúrvalinu og kem-
ur hingað til lands frá Finnlandi.
Þar er plantan afskaplega vinsæl og
ætti að henta íslenskum aðstæðum
enda eru þær ekki ósvipaðar veð-
urskilyrðum í Finnlandi,“ segir
hann. „Plantan er af tegundi Vib-
urnum opulus á latínu en yrkið heit-
ir Pohjan Neito og skartar hvítum
blómum sem eru ögn stærri en
golfkúlur, allt að sjö cm í þvermál.
Ég hef verið að prófa ræktun á
þessari plöntu hér hjá mér síðast-
liðin sjö ár og hef komist að því að
snjóboltarunninn er þræl-
harðgerður.“
Alíslensk ávaxtatré
Ólafur á og rekur garðplöntu-
stöðina Nátthaga rétt fyrir utan
Hveragerði. Sérsvið Ólafs er tré og
runnar. „Ég á mikið úrval af trjám,
bæði stórum og smáum, einnig hell-
ing af alparósum, öðru nafni lyng-
rósir, klifurplöntum og berj-
arunnum af mismunandi sortum.“
Hefur Ólafur ræktað upp mynd-
arlega stofna og selur í dag nær
einvörðungu plöntur sem ræktaðar
eru á Íslandi. „Fyrstu alíslensku
ávaxtatrén mín fara í sölu núna í
vor og ágætt að geta hætt innflutn-
ingnum enda fylgir innfluttum
trjám alltaf einhver hætta á smit-
sjúkdómum.“
Undanfarin ár hefur Ólafur verið
réttur maður á réttum tíma því
ávaxtatré hafa notið vaxandi vin-
sælda. Segist hann hafa gert til-
raunir með um 140 sortir af ávaxta-
trjám á landareign sinni. Hann
segist ekki vera frá því að þær
fréttir hafi lagst vel í íslensku þjóð-
arsálina, að hægt væri að rækta hér
á landi tré sem bera ýmiss konar
ávexti. „Hér áður fyrr hefði það
þótt algjör fjarstæða að það væri
t.d. hægt að láta eplatré bera ávöxt
í garði í Reykjavík en svo fóru þessi
tré að sýna hvað í þeim býr nokkru
fyrir hrun. Ég held að það hafi gefið
fólki ákveðna bjartsýni á ný. Ef
hægt væri að rækta sömu tré á Ís-
landi og þrífast sunnar á hnettinum,
þá væri ekki öll von úti enn fyrir
landið.“
Verða að vera í skjóli
Hann segir ávaxtatré fyrst og
fremst þurfa á góðu skjóli að halda.
„Þessi tré taka út fyrir að þurfa að
standa í kulda og roki og ef þeim er
ekki valinn hentugur staður, sól-
ríkur og skjólsæll, þá geta þau
smám saman koðnað niður. Jarð-
vegurinn verður líka að vera góður
og næringarríkur svo ávaxtatrén
dafni vel.“
Ávaxtaplönturnar eru ekki bara
skemmtilegar fyrir þær sakir að
þær skuli bera æta og sæta ávexti,
heldur geta þær verið mjög falleg
viðbót við garðinn. „Oft taka
ávaxtatré á sig mjög fallega haust-
liti og perutré þykja mér oft sér-
staklega falleg. Kirsuberjatré eru
líka heimsfræg fyrir falleg blóm og
haustliti. Af þessum ávaxtatrjám
sem best þrífast hér á landi eru það
kannski plómutrén sem eru síst fyr-
ir augað, að mínu mati.“
Ólafur minnir á að garðræktendur
verði að sýna ávaxtatrjánum þol-
inmæði. Ef aðstæður eru ekki nógu
góðar eitt árið geti það gerst að
plantan beri ekki ávöxt. „Á rign-
ingasumri eins og í fyrra var lítið um
ávaxtauppskeru í íslenskum görðum
en á hlýju og þurru sumri má búast
við að þessi tré geti gefið töluvert af
sér.“
Þarf að klippa rétt
Þegar ávaxtatré er komið fyrir
þarf að velja góðan jarðveg, passa
að moldin sé vel unnin og blönduð
kalki. „Síðan gefurðu plöntunni
áburð árlega því ef hún fær ekki
nóg að éta gefur hún ekki af sér
aldin. Einnig geta sum af þessum
trjám kallað á sérstök handtök við
klippingu og snyrtingu. Vill t.d.
stundum myndast skuggi í krón-
unni, sérstaklega á perutrjám og
eplatrjám, og ákveðnar klipping-
araðferðir notaðar til að hleypa
birtu betur inn að miðju. Ef klippt
er of mikið getur tréð vaxið of hratt
en ef klippt er miðlungs þá fer
plantan betur yfir í ávaxtafasann.“
Trén þarf líka að frjóvga ef þau
eiga að bera ávöxt. Segir Ólafur
hægt að fá lítið býflugnabú yfir
sumarið til að sinna þessu verki eða
frjóvga handvirkt og bera frjóið á
pensli á milli blóma. „En við eigum
líka þrjá Íslendinga í flugnaheim-
inum sem frjóvga þessar plöntur.
Ættu ræktendur ávaxtatrjáa að
gleðjast yfir því að sjá humlur, geit-
unga og blómasveifflugur á sveimi í
kringum ávaxtatrén.“
ai@mbl.is
Býst við að fallegi finnski snjóbolta-
runninn verði vinsæll hérlendis
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Aðstæðurnar „Á rigningasumri eins og í fyrra var lítið um ávaxtauppskeru í íslenskum görðum en á hlýju og
þurru sumri má búast við að þessi tré geti gefið töluvert af sér,“ segir Ólafur Sturla Njálsson í Nátthaga.
Vinsælt finnskt yrki með
stórum hvítum blómum
gæti hentað mjög vel á Ís-
landi. Segir að sýna þurfi
ávaxtatrjám þolinmæði og
gefa þeim góða næringu.
Ljósmynd/Wikipedia – Abrahami (CC)
Kúlur Snjóboltarunninn svokall-
aði hefur skemmtilegt útlit.
Ólafur segir ekki þurfa að vera erfitt
að hirða vel um berjarunna og upp-
skeran af þeim geti verið mun meiri
og reglulegri en af ávaxtatrjám. Úr-
valið er mikið af runnum sem bera
ber í ýmsum litum og með ólíka
bragðeiginleika og fátt heimilislegra
en að eiga í búrinu margar krukkur
af heimagerðri sultu til að nota með
steikinni, á brauðsneiðina eða út í
grautinn.
„Berjarunnana verður þó að hafa í
skjóli fyrir vindum og líka vissara að
hafa gætur á að smáfuglarnir gerist
ekki of nærgöngulir. Sumir fuglarnir
hafa áttað sig á að á berjarunnunum
er oft að finna æti og ef fólk hefur
úti fuglafóður yfir veturinn og laðar
fuglana til sín getur það gerst næsta
haust að berin láti ekki sjá sig, því
fuglarnir átu brumið á runnunum.“
Gott er að fylgjast einnig vel með
ástandi plöntunnar m.t.t. hvort
skordýr séu byrjuð að narta í lauf-
blöðin. Ef að lítil göt sjást í blöð-
unum á rifs-, sólberja og
stikilsberjarunnum, þá er lítil lirfa,
rifsþéla, farin að narta í en hún getur
verið nærri ósýnileg berum augum í
byrjun. „Þá verður að úða með varn-
arlyfi, til dæmis Permasect og fylgj-
ast með hvort fleiri göt birtast, og
úða aftur ef þörf krefur. Það er mik-
ilvægt að runnarnir haldi blöðunum
svo að nóg af blómum myndist aftur
fyrir næsta ár.“
Smáfuglarnir leita í brumið