Morgunblaðið - 23.05.2014, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ | 33
ALLT UM
RÆKTUN
VÆNT
ANLEG
Í MAÍ
A
llir vita að hundar eiga heima inni í húsum
hjá fjölskyldunni. Sú tíð er löngu liðin að
hundar séu geymdir í kofa úti í garði, og
kemur vitaskuld alls ekki til greina í köldu
landi eins og Íslandi. Þvert á móti á voffi að fá að
kúra uppi í sófa í makindum og hlýju, og helst af
öllu að fá að sofa milli fóta uppi í rúmi á nóttunni.
En að þessu sögðu þá er heldur ekki leiðinlegt
að eiga fallegan hundakofa úti í garði. Kofinn getur
einfaldlega verið skemmtilegur skrautmunur í
garðinum eða kannski að seppa finnist notalegt að
fá sér þar blund í öryggi og næði á sól-
ríkum sumardögum.
Að smíða hundakofa þarf
ekki að vera erfitt verkefni.
Það þarf bara rétta efnivið-
inn, góða málningu, réttu
tækin og svo teikningar og
skapa má mjög notalegar vist-
arverur fyrir fjórfætta vininn.
Sumir nota hundakofann til
að fá útrás fyrir sköp-
unargleðina og gera kofa sem
minna helst á nútímalistaverk.
Öðrum þykir fyndið ef hundakof-
inn er eins og smækkuð útgáfa af húsi fjölskyld-
unnar.
Þeir sem eru að leita að skemmtilegum hundakofa
ættu að kíkja á slóðina Lapetitemaison.com. Þar er á
ferðinni smíðaverkstæði sem sérhæfir sig í litlum
leikjahúsum fyrir börnin og listilega smíðuðum
hundakofum.
Eins og myndirnar sýna er t.d. hægt að fá hunda-
kofa í svissneskum stíl sem fer sérlega vel með sviss-
neskum hundategundum á borð við Bernese-
fjallahundinn. Eða kannski langar litla Chi-
huahua-hundinn á heimilinu í lítið óðal í
mexíkóskum stíl, til að minna hann á
upprunalandið. Svo er vitaskuld til
úrval húsa sem eru ýmist sæt og
rómantísk eða rúmgóð og stór-
glæsileg hunda-setur. Nostrað er
við húsin bæði að innan og utan og
t.d. gert ráð fyrir lýsingu í kofanum.
Á heimasíðu sinni tilgreina La
Petite Maison að húsin séu sér-
smíðuð á staðnum, eða send í heilu
lagi. Einnig sé hægt að fá teikningar
ef fólk vill smíða hundakofann sjálft.
ai@mbl.is
Hefðarkofi Klassískur stíll fer beagle vel. Siesta Mexíkóski stíllinn fyrir chihuahua.
Lítið óðal fyrir besta vininn
Smíði Nostrað er við hvert minnsta smáatriði frá gluggakvistum til þakplata.
Kátur Bernaise hundur við hús í svissneskum stíl.