Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ
FYLGIFISK Á GRILLIÐ
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
Pantaðu tilbúna grillpakka
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur)
Lágmarkspöntun er fyrir 4 - grillpakka þarf að panta fyrirfram
Pakki 1 - spjót
Kryddlegið fiskispjót
Fyllt kartafla
Grískt salat
Grillsósa
1.495 kr/manninn
Pakki 2 - steik
Kryddlegin laxasteik
Kartöflusalat
Grænmeti á grillið
Grillsósa
1.695 kr/manninn
É
g eignaðist kolagrill fljótlega
eftir að fólk fór að grilla mat
hér á Íslandi. Féll fyrir þess-
ari tegund matreiðslu. Mér
finnst matur grillaður á kolagrilli
sérstaklega bragðgóður,“ segir
Steindór Jón Pétursson verktaki.
„Ég grilla tvisvar til þrisvar í viku
að jafnaði heima og næstum alla
daga vikunnar í sveitinni. Við hjónin
eignuðumst hjólhýsi fyrir um átta
árum. Það koma margir að heim-
sækja okkur í hjólhýsið okkar, sem
við erum yfirleitt með á sumrin á
Hellishólum í Fljótshlíð. Oftast býð-
ur maður gestunum grillmat. Já, það
sannarlega grillað í sveitinni.
Vinsælasti grilllmaturinn er
lambakjöt og hamborgarar. Þegar
börn og barnabörn koma í heimsókn
vilja krakkarnir helst hamborgara
og pulsur. Fólk kemur gjarnan til að
nýta golfvöllinn á Hellishólum og lít-
ur svo inn hjá okkur í leiðinni – þá er
grillað og drukkið kaffi – og kannski
sitthvað fleira á eftir.
Hjólhýsið keyptum við af því að
fjölskylda konunnar var komin kaf í
hjólhýsalífsstílinn og konan mín, Að-
albjörg Pálsdóttir, vildi vera með
sínum. Hjólhýsið okkar er 6 metra
langt. Við vorum fyrst með stærstu
gerðina, 7 metra. En svo endurnýj-
uðum við og keyptum örlítið minna.
Það dugar okkur alveg ágætlega.
Þetta er þrælskemmtilegt fjöl-
skylduhobbí, bæði að vera á ferða-
lögum á sumrin og ekki síður að vera
bara í sveitinni í hjólhýsinu, njóta
náttúrunnar – og grilla,“ bætir
Steindór við.
Grillar þú líka þegar þið farið í
ferðalög með hjólhýsið?
„Já, auðvitað. Við tökum grillið
með og tökum það svo út þegar við
stoppum. Við höfum þá með okkur
grillmat, kaupum lambakjöt eða
svínakjöt sem búið er að krydda. Og
stundum kryddar konan kjötið sjálf,
það er ekki verra. Hún er með potta-
galdur og kryddolíur og lætur þá
kjötið liggja í slíkri blöndu og mar-
inerast.“
Hvað með grænmeti – grillar þú
það?
„Það geri ég stundum. Yfirleitt er
konan þá búin að undirbúa græn-
metið og ég grilla það. Hún borðar
grænmetið, ég er lítið fyrir slíkt.“
Grillar þú fisk?
„Það kemur fyrir. Ég veiddi hér
áður fyrr og þá setti maður fiskinn á
grillið. Ég setti hann í álpappír og
kryddaði, það var mjög gott. Ef
maður nær í góðan fisk þá setur
maður hann í álpappír, kryddar og
bætir við smjöri. Það er fínn matur.“
Hvernig grill ertu með núna?
„Ég keypti mér nýtt gasgrill síð-
astliðið haust, það er stórt og veg-
legt. Þannig grill þarf maður að hafa
heima við. Ég er með það úti á svöl-
um og grilla í hvaða veðri sem er. Ég
er með þægilegar svalir til þess
arna. Við grillum svona mikið heima,
tvisvar til þrisvar í viku, af því að
okkur finnst þetta svo fínn matur.
Fjölskyldunni finnst grillmatur líka
það góður að þetta er þessi virði.
Grillaður humar í uppáhaldi
Átt þú einhverja uppáhalds-
uppskrift?
„Það allra besta er að grilla humar
í hvítlauk. Það er sérlega fínt og vin-
sælasti maturinn. En þetta er ekki
ódýr matur þannig að hann er ekki á
boðstólum nema svona einu sinni í
mánuði.“
Ertu alveg hættur að grilla með
kolum?
„Nei, það er ég ekki. Ég nota
kolagrill ef aðstæður eru þannig.
Ég hef líka grillað með því að grafa
holu í jörðina og setja læri, vafið í
álpappír, ofan í. Kolin setur maður
til hliðar og ofan á kjötið. En það er
langt síðan ég hef útbúið slíka hol-
usteik.“
Hvað hafið þið með grillkjötinu?
„Við höfum yfirleitt kartöflur og
töluvert af grænmeti því konan er
svo hrifin af því. Mjög oft grilla ég
kartöflurnar. Kaupi stórar kartöflur,
sker þær niður, krydda þær og set
þær svo í álpappír á grillið.“
„Finnst þér skemmtilegra að
grilla í sveitinni en á svölunum
heima?
„Já, ég get ekki neitað því. Mér
finnst eiginlega skylda að grilla í
sveitinni. Ýmislegt hefur komið fyrir
í grillsögu minni. Ég hef stundum
gleymt mér og komið að brunarúst-
um á grillinu. Ég hef þó aldrei
brennt mig – en stundum hefur
komið bál upp af kolum. Eða þá að
kviknað hefur í matnum og hann
orðið sem sagt ónýtur.“
Hefur þú kennt krökkunum þín-
um að grilla?
„Þeim þykir nú bara afskaplega
gott að ég sjái um að grilla. Krökk-
unum þykir gott að koma í grillmat-
inn og líklega á þetta grillstand sinn
þátt í að sameina enn frekar fjöl-
skylduna. Ekki síst finnst þeim gott
að koma í hjólhýsið í sveitina.
Persónulega finnst mér heppilegt
að vera með hjólhýsið á föstum stað
og ferðast bara mátulega mikið með
það. Við höfum farið í lengri ferðir,
svo sem á ættarmót og á ýmis mót,
til dæmis til Siglufjarðar, en mest er
maður með hjólhýsið á Hellishólum.
Þar eru um tuttugu hjólhýsi sem
segja má að séu í slagtogi og sel-
skap, þ.e. eigendurnir. Aðstaðan
þarna er góð og hrein paradís fyrir
golfáhugamenn. Þarna er tveggja
mínútna tölt upp á golfvöll sem er 18
holu völlur. Þarna hafa verið haldið
Íslandsmót í golfi fyrir 35 ára og
eldri og reyndar fyrir unglinga líka.
Staðurinn er vinsæll, ekki síst vegna
vallarins, golfið er orðið mjög vin-
sælt hjá fólki.
Á Hellishólum er fyrirmyndarað-
staða, salerni, baðaðstaða og heitir
pottar. Þar er líka góð aðstaða fyrir
börn, leiktæki og fleira. Hjólhýsa-
stílnum fylgir mikill félagsskapur.
Grillslæðan liggur stundum
yfir hjólhýsahverfinu
Grilla margir í hjólhýsunum?
„Já, það fylgir. Ég held að al-
mennt séu grill notuð sérstaklega
mikið þegar farið er í sveitina. Það
liggur stundum grillslæðan yfir
Hellishólunum þegar hjólhýsabúar
eru að grilla matinn sinn. Þó aðeins
séu um tuttugu hjólhýsi í „slagtog-
inu“ þá koma miklu fleiri hjólhýsi á
svæðið, það eru svona um hundrað
hjólhýsi á Hellishólum yfir sum-
artímann. Maður hittir því margt
fólk og oft glatt á hjalla.“
Ferðist þið mikið með hjólhýsið?
„Maður fer svona svona tvær ferð-
ir á sumri og þá er þetta ekkert mál.
Fólk þarf þó að vera á þokkalegum
bíl til að geta dregið hjólhýsið. Við
erum á jeppa sem hefur reynst vel
til þessara nota. Áður en hjólhýsið
kom til sögunnar fórum við með
tjald með okkur. Það var á mesta ko-
lagrillstímanum. Stundum leigðum
við okkur tjaldvagn þegar við fórum
í fjölskylduferðir með stórfjölskyld-
unni. Fjölskylda konunnar er mjög
ferðaglöð.
Sjálfur er ég ekki alinn upp við
mikil ferðalög. Frekar fór mín upp-
runafjölskylda í sumarbústaði.
Kannski má kalla það lífsstíl hvort
sem maður dvelur í hjólhýsi eða
sumarbústað.“
Farið þið út úr bænum hverja
helgi sumarsins?
„Já, það má segja það. Við förum
líka talsvert í ferðalög út frá Hellis-
hólum, í bíltúra upp í Land-
mannalaugar, Þórsmörk og jafnvel
út í Vestmannaeyjar. Það er svo
stutt í marga æðislega staði þegar
komið er þarna upp eftir í nágrenni
Hvolsvallar. Ég er mikill ferða-
áhugamaður og duglegur að flakka
þó ég segi sjálfur frá.
Í kringum eldgosin sem urðu í
Eyjafjallajökli var mikið ferðast. Við
vorum þar í kring næstum um hverja
helgi og frá Hellishólum sást eldgosið
mjög vel. Maður var í stúkusæti, ef
svo má segja. Þetta var meiriháttar
tími. Auðvitað eru ekki allir sammála
þessu, en fyrir mér var þetta mjög
eftirminnilegur tími.“
Hvernig heldur þú svo að viðri til
þess að grilla í sumar?
„Það viðrar alltaf vel til að grilla,
maður finnur sér skjól, það er alltaf
hægt að grilla, sama hvernig veðrið
er.“
gudrunsg@gmail.com
Grillar flesta daga sumarsins
Þegar munúðarfulla lykt af
grillmat lagði yfir borg og
bæ í árdaga þess mat-
artilbúnaðar var Steindór
Jón Pétursson einn af
þeim sem ganga mátti að
vísum við kolagrillið sitt.
Og enn stendur hann vakt-
ina, grillar oft í viku allan
ársins hring.
Morgunblaðið/Eggert
Grillmeistarinn „Ég keypti mér nýtt gasgrill síðastliðið haust, það er stórt og veglegt. Þannig grill þarf maður að hafa heima við. Ég er með það úti
á svölum og grilla í hvaða veðri sem er. Við grillum svona mikið heima, tvisvar til þrisvar í viku, af því að okkur finnst þetta svo fínn matur.“