Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 37
Á
mörgum heimilum er það nánast
heilög stund þegar kveikt er upp
í grillinu.
Til að gera þessar hálf-helgu
stundir við grillið enn hátíðlegri er ekki
úr vegi að eiga rétta klæðnaðinn fyrir
tilefnið. Skemmtileg svunta getur gert
mikið fyrir grillveisluna og aukið á upp-
lifun bæði gesta og grillmeistara.
Hvað á þá betur við sem svuntu-
mótíf en búningar ofurhetja úr
vinsælum kvikmyndum og
þáttum.
Nördabúðin á netinu,
ThinkGeek.com, býður upp á
úrval slíkra svuntna og ætti
þar að vera hægt að finna
réttu svuntuna fyrir flesta
grill-nörda.
Fyrst má nefna Darth Va-
der svuntuna, svarta og
drungalega, innblásna af
ógleymanlegum einkennisbún-
ingi Loga geimgengils. Með
þessa svuntu reyrða um mittið er
næsta víst að mátturinn verður
með grillaranum. Svo má gera
endalausa brandara um að
kjötið sé komið til „dökku hlið-
arinnar“ ef gleymist að snúa
steikunum nógu oft.
Batman er í uppáhaldi hjá
mörgum og fer vel á svuntu.
ThinkGeek er með eina slíka,
innblásna af klassíska Bat-
man-búningnum úr sjón-
varpsþáttunum. Dökkblá
sundskýla yfir gráum sam-
festingi og gult tækjabeltið, –
allt eins og það á að vera.
Batman-merkið vitaskuld á
brjóstinu. Þetta er svunta
sem fer mjög vel með góðu
vopnabúri af grillspöðum og töng-
um enda er Batman alltaf tilbúinn með
flottar græjur til að leysa allan vanda.
Járnmaðurinn, Iron Man, höfðar
kannski sterkast til yngri kynslóðar
grillara. Það er fátt sem bítur á millj-
arðamæringinn Tony Stark þegar hann
er kominn í Iron Man-brynjuna sína og
á sama hátt er ekkert sem getur sullast
á grillarann og sett blett í buxurnar eða
skyrtuna þegar svuntan a tarna er á
sínum stað. Með þessari svuntu er ekki
galið að hafa einhver hátækni-
grilláhöld sem aukahluti, eins og til
dæmis stafrænan og háþróaðan hita-
mæli til að vakta kjarnhitann í grill-
steikinni.
Vinsældir Doctor Who eru smám
saman að aukast hér á landi og ef-
laust margir sem hefðu gaman af
að eignast svuntu innblásna af
breska tímaflakkaranum. Hér er
það Tardis-farartækið sem prýð-
ir framhlið svuntunnar. Hver veit
svo nema að grillsteikurnar verði
svo góðar að veislugestir geti
alltaf ferðast til baka í tíma í
huga sínum, með því að rifja
upp minningarnar af sérlega
vel heppnaðri grillveislu.
Það vill vera ríkt í grillurum,
sérstaklega karl-grillurum, að
vilja hafa sem flest tól og tæki
við höndina. Þar kemur þessi
„tactical“ svunta sterklega til
skoðunar. Svuntan er inn-
blásin af klæðnaði hermanna
og sérsveita, þar sem finna
má lykkjur og vasa fyrir
alla möguleg hluti. Á
þessa svuntu má hengja
grillspaða og tang-
ir eins og ekkert
sé eða setja
kryddublöndur í
vasana.
ai@mbl.is
Svuntur sem gefa rétta tóninn
MORGUNBLAÐIÐ | 37
Það er komið sumar!
Fallegar, gróskumiklar plöntur
Tré, sumarblóm, skrautrunnar, berjarunnar, limgerðisplöntur,
rósir, fjölærar plöntur, grænmetisplöntur og kryddjurtir.
Mikið úrval af hengiplöntum.
Fagleg ráðgjöf um val á plöntum!
Annað nauðsynlegt í garðinn
Hengikörfur, ker, pottar, mold, áburður, smáverkfæri o.fl.
A
R
G
U
S
06
-0
30
6