Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ
G
arðurinn að Vogalandi 16 í
Reykjavík er garð-
yrkjuunnendum vel kunnur
og hefur orðið erlendum
garðyrkjumönnum að umfjöllunar-
efni. Steinunn Ólafsdóttir hjúkr-
unarfræðingur á þennan garð, sem
er í bókstaflegri merkingu þakinn
blómum, runnum og trjám. Margar
tegundirnar eru mjög sjaldgæfar í
íslenskum görðum.
„Ég var lengi vel ein með börnin
mín á sumrin meðan maðurinn minn,
Þorleifur Einarssonar jarðfræð-
ingur, var í sumarstörfum úti á
landi. Ég fór þá að fikta í garðinum
að Langholtsvegi 138, þar sem við
bjuggum í húsi sem tengdaforeldrar
mínir byggðu og við keyptum síðar
að tengdaföður mínum látnum.
Smátt og smátt fór mér að finnast
garðyrkjan æ skemmtilegri,“ sagði
Steinunn Ólafsdóttir þegar hún var
spurð um ástæður þess að henni
varð garðyrkjan svona hugleikin. En
var hún alin upp við garðyrkjustörf?
Blómareitur á Bíldudal
„Faðir minn, Ólafur Páll Jónsson
læknir, hafði gaman af garðyrkju.
Hann hafði verið í Danmörku, var
læknir í Skotsborg. Seinna varð
hann héraðslæknir á Bíldudal og
fyrsti maðurinn sem ræktaði jarð-
arber þar. Á Bíldudal lét pabbi okk-
ur systurnar hafa lítinn reit í garð-
inum og gaf okkur svo sumarblóm.
Við áttum að sinna um þetta og feng-
um áhuga á garðrækt. Ég man eftir
einum garði á Bíldudal þar sem var
mikið af blómum og beðin voru
skeytt með kúskeljum. Konan sem
átti garðinn var svo mikið úti á
kvöldin að dunda í garðinum.
En aftur að garðinum mínum á
Langholtsveginum. Þorleifur mað-
urinn minn tók að sér starf fyrir
skógræktina, í staðinn komu menn
þaðan með heilmikið af trjám til okk-
ar, þar á meðal lifandis býsn af ösp-
um. Ég setti þetta allt niður og þetta
óx og óx. Loks tók ég það til bragðs,
þegar Þorleifur var ekki heima, að
höggva niður annað hvert tré. Hann
tók ekkert eftir því nema ég segði
honum það.
Garðyrkjan varð smátt og smátt
ástríða hjá mér og loks spurði ég
Þorleif: „Veistu hvort hér er starf-
andi eitthvert garðyrkjufélag?“ „Ég
skal nú bara kynna mér það,“ sagði
hann. Það kom í ljós að slíkt félag
var til og ég gekk í það. Á fyrsta
fundinum sem ég sótti voru mest-
megnis karlar. Síðar fjölgaði kon-
unum, og smám saman kynntist ég
fólkinu. Ég fór ekki aðeins að rækta
meira, ég eignaðist marga félaga
meðal fólks sem hafði sömu áhuga-
mál og ég. Svo gekk ég í Dalíuklúbb-
inn. Síðar var stofnaður rósaklúbbur
og ég gekk líka í hann.
Mér þykir öll garðyrkja skemmti-
leg. Ég var 35 ára þegar við Þorleif-
ur fórum til Cambridge í Englandi,
þar sem hann stundaði framhalds-
nám. Við bjuggum í stúdentaíbúðum
og þar var enginn garður. Krakk-
arnir voru strax sendir í skóla og ég
var mikið ein og rásaði þá um allt að
skoða garða. Hrifnust var ég af Cot-
tage-görðunum, þeir eru svo nátt-
úrulegir.
Ég var þá ekki orðin eins hrifin af
rósum og ég er nú – samt var ég nú
alin upp við nokkra rósarækt.
Mamma mín, Ásta Guðmundsdóttir,
ræktaði innirósir og hún var svo lag-
in við þessa ræktun að hún seldi sem
ung stúlka stundum afskornar rósir.
Fólk sá rósirnir í glugganum hjá
henni, bankaði upp á og spurði hvort
það mætti kaupa, kannski fyrir elsk-
una sína. Þá var ekki mikið um rósa-
rækt í Reykjavík. Ég man sér-
staklega eftir Lawrans-rósinni
hennar mömmu. Hún er rauðbleik
og enn í dag finnst mér hún ein-
staklega falleg.
Í Bretlandi gekk ég talsvert um í
skógunum. Vinur okkar, prófessor,
fór með okkur í leynilegan skóg, sem
hét Haylay Wood – þar var skóg-
arbotninn þakinn hvítum anemón-
um, bláklukkulauk og gulum prímúl-
um. Þvílíkt blómahaf. Svo sneru þeir
félagar einu sinni bakinu í mig, þá
potaðist ég til að ná mér í einn blá-
klukkulauk, eina hvíta anemónu og
gula prímúlu. Þessar plöntur lifðu
nú heldur betur. Ég flutti þær heim
á Langholtsveginn og þar mynduðu
þær fljótlega blómahaf, dreifðu sér
út um allt. Ég hef gefið mörgum
þessi blóm og þau hafa fylgt mér
fram á þennan dag. Þetta eru mjög
falleg blóm í skógarbotni. Svo kom
þessi prófessor í heimsókn nokkrum
árum seinna. Ég sagði við hann: „Nú
skaltu koma með mér út í skóg, ég
ætla að sýna þér svolítið.“ Honum
fannst ég vera kominn með eins kon-
ar Haylay Wood heima hér mér á Ís-
landi. Hann trúði því varla að þetta
væri hægt. Hann var mjög hrifinn.
Fann alltaf tíma fyrir garðinn
Við Þorleifur bjuggum fyrst í
Þýskalandi, meðan hann tók dokt-
orinn. Eftir heimkomuna þaðan
fluttum við á Langholtsveginn. Síðar
var Þorleifur í frjókornarann-
sóknum í Noregi. Í framhaldi af því
fórum við til Bretlands, þar dvöldum
við tvisvar með tíu ára millibili.“
-Voruð þið Þorleifur samstiga í
garðyrkjunni?
„Fyrst sagði hann mér heilmikið,
kynnti til dæmis fyrir mér ýmsar
trjátegundir í Þýskalandi. Svo fór ég
að stúdera og var á endanum komin
langtum framar honum í garðyrkj-
unni. Hann hjálpaði mér að sækja
mold og sand og skít og grjót, en ég
plantaði og réð yfir garðinum.
Ég var búin að læra hjúkrun þeg-
ar ég giftist Þorleifi og tók alltaf
vaktir þegar ég gat. Ég fann samt
alltaf stundir til að vera í garðinum.
Fyrstu árin hafði ég enga aðstöðu til
að gera neitt á veturna í ræktuninni,
en þegar ég eignaðist svolítinn pen-
ing fékk ég bróður minn til að
byggja fyrir mig lítið gróðurhús.
Mig var lengi búið að langa í það. Þá
fór ég að sá og rækta og var öllum
stundum í gróðurhúsinu.
Ég fór í ýmis ferðalög til útlanda
til að skoða gróður – og get ekki
neitað því að ég stakk gjarnan á mig
einni og einni plöntu til að fara með
heim. Ég lærði mikið á þessum ferð-
um og sá margt spennandi. Ég hef
komið inn í ansi margar hallir, garð-
ar þeirra eru oft mjög glæsilegir.
Veturna notaði ég til að lesa mér til.
Ég átti heilmargar garðyrkjubækur.
Þeir sem eiga góðan garð verða aldr-
ei einmana.
Eftir að hafa búið á Langholtsveg-
inum í 32 ár flutti ég upp í Efstaland.
Þar átti ég bara lítinn garð, en mér
tókst að koma afskaplega mörgum
plöntum fyrir í honum. Ég tók með
mér þær plöntur af Langholtsveg-
inum sem mér þótti vænst um. Hér í
Vogalandi hef ég búið í tólf ár. Fólk-
ið sem býr á efri hæðinni hefur eft-
irlátið mér garðinn að mestu. Ég
sýndi því teikningu eins og ég vildi
hafa garðinn og tók þar mið af sól-
argeislunum. Ég lét svo taka allt
gras, fékk stóra hrossaskítshrúgu,
stóra sandhrúgu og unga stráka úr
Iðnskólanum í Hafnarfirði og son
minn líka til þess að hjálpa mér að
flytja allar plönturnar úr garðinum í
Efstalandi hingað – það var gert
með góðu samþykki hins nýja eig-
anda íbúarinnar, sem ætlaði að
byggja sólpall yfir allan garðinn. Ég
og strákarnir vorum allan veturinn
að potast við að koma plöntunum
fyrir. Ég tapaði að vísu nokkru af
Rómantískur rósaræktandi
Morgunblaðið/Þórður
Stolt Steinunn Ólafsdóttir við Viburnum botnantense, runna sem er náskyldur Keisararunna og blómstra
rauðbleikum og ilmandi blómum. Leitun er að garði hér í borg sem skartar öðru eins úrvali fallegra rósa.
Hin rauða Hope of Humanity.
Harrison’s Yellow, einnig nefnd Yellow Rose of Texas.
Fáir ef einhverjir standa
Steinunni Ólafsdóttur á
sporði þegar kemur að
rósarækt, eins og garður
hennar við Vogalandið er
til vitnis um.
GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA
www.weber.is