Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.05.2014, Qupperneq 41
Þ að er merkilegt hvað heimsins frægustu hús- gagnahönnuðir virðast hafa lítið gert af því að hanna mublur fyrir garðinn. Raunar virðist það varla hafa gerst fyrr en í seinni tíð að hægt hefur verið að kaupa garðhúsgögn sem með réttu má kalla hönn- unarvöru. Kannski er ástæðan sú að hönnunarvara er yf- irleitt dýr og garðhúsgögn geymd við þannig að- stæður að mikið getur mætt á þeim. Af hverju að eyða stórum fjárhæðum í garðstól sem endist kannski innan við helminginn af þeim tíma sem jafn- dýrt innanhúss-húsgagn myndi endast? Þessi kenning er studd með þeirri staðreynd að mörg þau garðhúsgögn sem frægustu hönnuðir samtímans hafa skapað eru gerð úr plastefnum, og hefði varla verið hægt að framleiða þau nema bara með allranýjustu framleiðsluaðferðum. Starck er kóngurinn Þegar skrifað er um heimsklassa-hönnun fyrir garðinn verður að byrja á hinum óviðjafnanlega Philippe Starck. Hann á heiðurinn af Bubble Club hægindastólunum og sófunum sem lesendur ættu t.d. að kannast við úr gamanþáttunum Boston Legal. Bubble Club-línan er innblásin af útlínum hefðbund- inna hægindastóla, með mjög klassíska ásýnd en um leið ákaflega nútímaleg húsgögn enda gerð úr plasti með matta áferð og fáanleg í alls kyns litum. Stólarnir þykja ekki bara þægilegir heldur gera garðinn eða veröndina í senn glæsilega og nýtísku- lega. Annar þekktur útistóll eftir Starck er Lord Yo Cha- ir. Aftur er stóllinn innblásinn af hefðinni, í þetta skipti af Lloyd Loom baststólnum. Hægt er að festa áklæði á stólana sem bæði mýkir sessuna en það þýð- ir líka að þeir geta þessvegna alveg hentað sem inni- stólar. Svipaða sögu má segja um Dr No stólinn eftir Stark. Stíhreinn og nettur stóll sem gæti alveg sómt sér við borðstofuborðið rétt eins og úti í garði. Hollenski hönnuðurinn Marcel Wanders á heið- urinn af garðstólnum Chubby. Þessi bráðskemmtilegi stóll fæst með fótaskemli og er auðvelt að ímynda sér hversu gott er að liggja í stólnum á góðviðrisdögum og baða sig í sólinni. Stærð og lögun minnir á steinvölu og ætti t.d. vel heima við sundlaugina eða á garðlóð sem visar út að hafinu. ai@mbl.is Hvað með smá hönnun í garðinn? Rúnaður Chubby eftir Marcel Wanders minnir á steinvölu. Djarfur Lord Yo Chair er ekki amaleg mubla. Sígildur Bubble Club minnir marga á Denny Crane. Einfaldur Dr No stóllinn er staflanlegur og nettur. MORGUNBLAÐIÐ | 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.