Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 42

Morgunblaðið - 23.05.2014, Síða 42
42 | MORGUNBLAÐIÐ Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Sólskálar -sælureitur innan seilingar Þ að er fullkomlega eðlilegt að líta á garðyrkju og tölvuleiki sem algjörar andstæður. Annað felur í sér útiveru, að róta í moldinni, vökva og reyta arfa, og finna heita geisla sólarinnar á hálsinum. Hitt felur í sér að grúfa sig yfir tölvuskjáinn innandyra, með bláan bjarmann í andlitinu og putt- ann á músinni. Þess vegna ætti að koma les- endum á óvart hversu mikill fjöldi er til af tölvuleikjum sem snúast um garðyrkju. Sumir þeirra eru alls ekkert slor og hafa jafnvel slegið rækilega í gegn. Er hægt að fá útrás fyrir garð- yrkjuhneigðina á fartölvunni uppi í sófa, án þess að þurfa að klæða sig í garðvinnufötin eða hætta á að rekast á iðandi orma ofan í moldinni. Í tölvuleikjunum er hægt að hanna hina fallegustu garða, vökva plönt- urnar, slá flötina og tína ávexti. Sim-garðyrkja Fyrst má nefna líf-herminn The Sims 3. Er um að ræða ákaflega ávanabindandi og bráðskemmti- legan leik sem virkar ekki ósvipað því og leika með dúkkulísur. Spil- arinn ræður lífi persónu í leiknum, smíðar handa henni hús og inn- réttar, lætur hana þjálfa sig í ýmsum hæfileikum sem koma sér vel fag- lega og persónulega, og klífa upp metorðastigann í atvinnulífinu. Garðurinn getur leikið stórt hlut- verk í leiknum. Er hægt að rækta ákaflega fjölbreyttan og metn- aðarfullan garð og um leið gefa tölvu-dúkkulísunni gagnlega þjálf- un. Gefur leikurinn viðurkenningar ef ákveðnum áföngum er náð í garð- inum, s.s. ef tekst að rækta 19 mis- munandi plöntutegundir, rækta 75 „fullkomna“ ávexti eða afla 650 stykkja af grænmeti og ávöxtum. Plönturnar í leiknum eru sumar mjög kunnuglegar, eins og ban- anatré, gulrætur, jarðarberjarunnar og ginseng-rætur. Aðrar eru meira gerðar til að gera leikinn skondnari eins og steikarplantan og tréð sem á vex „forboðni ávöxturinn“. Uppskeruna er svo hægt að elda til að fígúrurnar í leiknum svelti ekki, og sumar jurtirnar hjálpa þeim að eignast vini. Með kanilplöntu verður t.d. auðveldara að ganga í augun á öðrum fígúrum í leiknum og með því að borða mikið af salati létt- ist söguhetjan. Facebook-bændurnir Annar vinsæll garðyrkjuleikur er FarmVille. Reyndar snýst leikurinn, eins og nafnið gefur til kynna, um að reka lítið bóndabýli, en plönturækt er stór hluti af leiknum. Leikurinn breiddist hratt út á samfélags- vefnum Facebook enda byggist hann að töluverðu leyti á því að skiptast á uppskeru við nágrannana á „næstu bæjum“. Alls konar plöntur má finna í leiknum, rækta tré og matjurtir, jafnvel skrautjurt- ir. Skreyta má garðinn, eða plant- ekruna öllu heldur, með garðálfum, fánum, girðingu og ýmsu fleiru. FarmVille hefur dalað töluvert í vinsældum síðan hann tröllreið Fa- cebook á sínum tíma. Þegar best lét var FarmVille langvinsælasti Fa- cebook leikurinn, en hann var kom- inn í 4. sætið vorið 2012 og var í jan- úar á þessu ári í 44. sæti. Garðhermirinn alræmdi Í grein af þessu tagi verður síðan að segja frá leiknum Garden Simula- tor. Þessi garðhermir, frá árinu 2012, er ekki svipaður og flugherm- arnir sem svo margir flugdellumenn hafa gaman af að spila á PC tölvunni sinni nema hvað hér er leikmaðurinn að dunda sér við að rækta fallegan garð. Leikurinn er þróaður af fyrirtæk- inu Extra Play og hefur ekki fengið neitt sérstaklega góða dóma. Leik- maðurinn hefur 40 verkfæri og garð- tæki til afnota og ógrynni blóma og trjáa. Hann getur þurft að glíma við moldvörpur og ágenga garðsnigla og hann þarf að huga að veðurskil- yrðum ef ske kynni að plönturnar fái ekki nægan vökva og birtu. Leik- urinn þykir hálfgerð grínvara því spilunin er ekki mjög notendavæn og grafíkin ekkert til að hrópa húrra yfir. Hafa ófáir tölvuleikjanördar sett myndskeið á YouTube þar sem þeir skemmta sér konunglega við að eiga í hinu mesta basli með að njóta leiksins. ai@mbl.is Tölvuleikir garðyrkjumannsins Þeir sem vilja hafa græna fingur en nenna ekki út úr húsi geta fengið útrás fyrir ræktunarhvötina í tölvunni Sældarlíf Lífs-hermirinn The Sims 3 leyfir spilaranum meðal annars að rækta metnaðarfullan garð með alls kyns plöntum. Undarlegur Garðyrkjuhermirinn Garden Simulator þykir hálfgert grín í leikjaheiminum. Skoða má skondin myndskeið úr leiknum á Youtube. Ávanabindandi Fésbókarleikurinn Farmville sló í gegn á sínum tíma en hefur dalað í vinsældum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.