Morgunblaðið - 23.05.2014, Side 45
M
argir eru hrifnir af reykj-
arbragðinu ljúfa sem
fæst þegar matur er grill-
aður á kolum. Reykurinn
getur þó farið í suma, ekki síst ef
hann berst í augun ásamt því að
hann vill setjast í fötin. Nú fæst hins
vegar ný lína kolagrilla á mark-
aðnum sem gera sælkerum kleift að
grilla á kolum án þess að fá á sig
neinn reyk að ráði. Axel Ólafsson,
deildarstjóri hjá Fastus ehf., segir
frá þessari áhugaverðu nýjung.
Loftflæði stýrir hitanum
„Það eru í reynd nokkur atriði
sem að-
greina Lotus-grillin frá öðrum á
markaðnum,“ segir Axel, spurður út
í þessa nýjung og kosti hennar. „Það
er lítill batterídrifinn rafmótor í
botni grillsins sem knýr viftu sem
aftur býr til loftflæði sem flýtir fyrir
hitun kolanna. Kolin eru sett í vír-
körfu sem fer ofan í grillið, þá er
kveikt undir því og svo kviknar á
þessum litla mótor. Þannig fæst
þessi blástur sem þú stýrir upp í
gegnum kolin þannig að hægt er að
stýra hitanum á kolunum í grillinu,“
útskýrir Axel. „Fyrir bragðið tekur
skemmri tíma að kveikja upp í kol-
unum og grillið er klárt til notkunar
á fimm mínútum eða svo. Loftflæðið
tryggir mjög jafna og góða hitadreif-
ingu. Hröð grillun og auðveld hita-
stýring eru því meðal helstu kosta
Lotus-grillsins.“
Auðvelt í grillun sem og í þrifum
Axel tínir þó fleira til. Þar má
nefna að ytra byrði grillsins hitnar
sama og ekkert. Aðalskálin utan
um grillið er aðskilin frá kolakörf-
unni að innan og því nær grillið
ekki að hitna að utan. Það er því
hægastur vandi að tylla grillinu
upp á borð úti í garði á meðan grill-
að er. Ef einhverra hluta vegna
þarf að færa grillið úr stað eftir að
kolin hafa náð hita, eða jafnvel eftir
að eldun hefur hafist, er það vanda-
laust því ytri skálin verður ekki
heit og því er hægt að halda á grill-
inu og færa það.
„Að lokinni grillun er auðvelt að
taka allt grillið í sundur og þvo það.
Minna grillið – skálin grindin og
hvaðeina – kemst meira að segja í
uppþvottavélina, ef út í það er farið;
það þarf bara að taka það innan út
ytra byrðinu og raða í vélina.“ Axel
bætir því við að grillið sé prýðilega
heppilegt í ferðina, bæði þar sem
það er létt, kemur í tösku og loks að
grillinu má koma fyrir víða þar sem
ekki þarf að hafa áhyggjur af hita
frá ytri skál grillsins. „Það er því
ýmislegt jákvætt í þessu fyrir
kappsama grillara.“
Kol, áhöld og allt sem þarf
Hjá Fastus má ennfremur fá við-
arkol og með þeim er kolareykur
nánast úr sögunni, að sögn Axels.
„Það er eftir sem áður hægt að nota
öll kol í grillið, svo því sé haldið til
haga, en viðarkolin henta sérlega vel
því það rýkur nánast ekkert úr þeim,
sem er ótvíræður kostur.“
Minna Lotus-grillið er 32 senti-
metrar í þvermál og kostar 34.218
krónur, það stærra er 45 sentimetr-
ar í þvermál og kostar 50.825, og auk
þeirra er hægt að fá pitsustein og
ýmsa fylgihluti og áhöld fyrir grillin.
jonagnar@mbl.is
Meiri hiti, minni reykur
Funheitt kolagrill sem
reykir ekki rýkur mikið úr
og helst nógu kalt ytra til
að standa á borði?
Morgunblaðið/Þórður
Nýjung Lotus kolagrillin fela í sér marga
þægilega kostur fyrir grillara, eins og
Axel Ólafsson hjá Fastus segir frá. Kalt
ytra byrði og reykleysi eru þar á meðal.
Þægilegt Með grillunum má fá viðarkol og með er reykurinn úr sögunni.
MORGUNBLAÐIÐ | 45
Vönduð vinnubrögð, áratuga reynsla og
umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir
ÓÐALSTORF
Ertu orðinn þreyttur á
kalblettum, mosanum, túnfíflunum,
skriðsóleyjum og öðrum vágestum
á flötinni þinni?
Er byggt á 5 sérvöldum grasfræjum
sem gefur þéttleika sem er nauðsynlegur
til að halda illgresinu í skefjum
Áferðin á Óðalstorfinu er engu lík og
endingin mun meiri en gengur og gerist.
Óðalstorf gerir þig stoltan af því að eiga garð!
GRASVANDAMÁL?
Harðgerðar
plöntur í úrvali
A
R
G
H
!
Ölfusi, 816 Ölfus
Símar 482 1718 & 846 9776
www.kjarr.is // kjarr@islandia.is
Langi þig í lagleg trémeð laufi eða barri,reyndu hvort ei réttast séað renna við í Kjarri.
Grilltaskan Handhæg taska fylgir með grillinu sem hentar vel í ferðalagið.