Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum að byrja að skoða þetta
mál en það gerist þó ekkert af viti
fyrr en búið er að tryggja öryggi á
vettvangi,“ segir Lúðvík Eiðsson
rannsóknarlögreglumaður. Tækni-
deild lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu hóf í gær rannsókn á upp-
tökum eldsvoðans sem varð í
Skeifunni 11 í Reykjavík síðastliðið
sunnudagskvöld.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
Lúðvík var hann nýkominn af vett-
vangi. Sagði hann að fjarlægja
þyrfti bæði þak og bita úr rústunum
áður en rannsakendur gætu hafið
störf af fullum krafti. „Á þessari
stundu vitum við í raun ekki ná-
kvæmlega hvað gerðist. Við einbeit-
um okkur þó enn að því rými sem
tilheyrir þvottahúsinu Fönn,“ segir
Lúðvík.
Aðspurður sagði hann að um-
fangsmikið og flókið verkefni biði
nú rannsóknarteymisins. „Það varð
mikill bruni þarna og því verður erf-
itt að eiga við þetta,“ segir Lúðvík
en rannsóknin mun að líkindum
standa út næstu viku.
Björgunarsveitir eru ódýrari
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í
Skeifuna á sunnudagskvöld til að
fylgjast með aðgerðum slökkviliðs-
manna. Var mannfjöldinn slíkur að
ákveðið var að óska eftir aðstoð
björgunarsveita til að sinna lokun-
um og gæslu á svæðinu. Snorri
Magnússon, formaður Landssam-
bands lögreglumanna, segir marga
lögreglumenn ósátta við þessa
ákvörðun. Eðlilegra hefði verið að
kalla út þá sem voru á frívakt í stað
þess að fá björgunarsveitir, sem
hafa engar valdbeitingarheimildir,
til verksins.
„Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
setur út allsherjarútkall á sitt lið en
lögreglumenn voru hins vegar ekki
kallaðir út í þeim mæli sem hefði
verið hægt. Við það eru menn mjög
ósáttir,“ segir Snorri. Spurður
hvort hann viti hver ástæðan sé
kveður Snorri nei við. „Miðað við
umræðu undanfarinna ára blasir við
að þetta snúist um krónur og aura
frekar en eitthvað annað. Það kost-
ar jú sitt að bæta við lögreglumönn-
um en það kostar embættið hins
vegar ekkert að fá björgunarsveit-
irnar.“
Vanir svona verkefnum
Jónas Guðmundsson hjá Lands-
björg segir að um sextíu björgunar-
sveitarmenn hafi verið að störfum í
Skeifunni vegna brunans.
„Við kölluðum í fyrstu út fleiri
þar sem þörfin fyrir mannskap var
ekki alveg ljós en sendum þá heim
aftur sem ekki þurfti. Til miðnættis
voru um sextíu að störfum frá okk-
ur,“ segir Jónas og bendir á að sett-
ar hafi verið upp svokallaðar ytri og
innri lokanir í kringum vettvanginn.
Sáu björgunarsveitir um þá síðar-
nefndu en lögreglumenn stóðu hins
vegar vaktina við ytri lokun og
stjórnuðu m.a. umferð ökutækja.
„Við stóðum bara við lögreglu-
borðana og gættum þess að fólk
labbaði ekki inn fyrir. Okkar fólk
var ekki á þeim stöðum þar sem
beina þurfti frá umferð.“ Við svona
verkefni segir Jónas það ekki koma
að sök þótt björgunarsveitarmenn
hafi engar valdbeitingarheimildir.
„Yfirleitt eru aldrei meira en 200 til
300 metrar í næsta lögreglubíl og
erum við undir þeirra stjórn. Ef ein-
hver sýnir órólega hegðun þá bara
köllum við til lögreglu enda komum
við ekkert nálægt svoleiðis málum.“
Aðspurður segir Jónas verkefni
björgunarsveita í Skeifubrunanum
keimlík þeim sem þeir sinna á fjöl-
mennum viðburðum á borð við
menningarnótt eða fótboltaleiki.
„Við stöndum bara og pössum að
fólk fari ekki inn fyrir ákveðin
mörk. Í flestum tilfellum virðir al-
menningur það,“ segir hann.
Rannsókn hafin á eldsupptökum
Fyrsta mál á dagskrá er að tryggja öryggi á vettvangi Krefjandi rannsókn fyrir höndum Lög-
reglumenn á frívakt ósáttir við að hafa ekki verið kallaðir út Björgunarsveitir sáu um innri lokun
„Nú vinnum við bara að því að
koma okkur aftur af stað. Skrif-
stofan okkar á annarri hæð lítur
bara nokkuð vel út og það er í
raun ótrúlegt,“ segir Hjördís
Guðmundsdóttir hjá Fönn.
Sömu sögu er hins vegar ekki
að segja um vinnslurými fyr-
irtækisins. „Það húsnæði sem
snýr að bílaleigunni [Bílaleigu
Akureyrar í Skeifunni] er ónýtt
en sjálft Fannarhúsið stendur
þó enn,“ segir Hjördís. Aðspurð
segir hún öll tæki og tól fyrir-
tækisins sem geymd voru í
vinnslurýminu ónýt. Sömu sögu
er að segja um þvott í eigu fyr-
irtækja. Þvottur fyrir ein-
staklinga er geymdur annars
staðar í rýminu og slapp hann
að hluta til frá brunanum.
Vinnslurýmið
rústir einar
ÞVOTTAHÚSIÐ FÖNN
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sót Búast má við því að rannsókn lögreglu taki tíma.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Eyðilegging Tveir lögreglumenn úr tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru á vettvangi í gær.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vaxandi eftirspurn er eftir vönduðu
atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykja-
vík og verður að óbreyttu senn skort-
ur á leigurýmum. Leiguverð er að
hækka og styttist
í að uppbygging
nýs húsnæðis á
góðum stöðum
fari að verða arð-
bær.
Á þennan veg
lýsir Garðar
Hannes Frið-
jónsson, forstjóri
Eikar fasteigna-
félags, stöðunni á
fasteignamark-
aðnum. Hann segir lágt vaxtastig ýta
undir þessa þróun.
Tilefnið er að Eik undirbýr nú
breytingar á Suðurlandsbraut 8, á
eftirsóttum stað á höfuðborgarsvæð-
inu með útsýni yfir sundin og Esjuna.
Um er að ræða áberandi atvinnu-
húsnæði þar sem Fálkinn var með
verslun til áratuga. Merki Fálkans
ofan á húsinu var í áraraðir eitt helsta
kennileiti Suðurlandsbrautar en hef-
ur nú verið fjarlægt. Eins og sjá á má
myndinni er húsnæðið þriggja hæða
og með stórum gluggum. Ýmis rekst-
ur er í húsinu.
Garðar Hannes segir heimilt að
hafa húsið jafnhátt og Suðurlands-
braut 6, en það er sjö hæða skrif-
stofuhúsnæði með minni lofthæð sem
nýverið var endurbyggt. Skammt frá,
á Suðurlandsbraut 12, var samskonar
byggingu líka nýverið breytt mikið
en þar er nú Reykjavík Lights Hotel
með 105 herbergjum. Suðurlands-
braut 6 er á myndinni hér fyrir ofan.
Garðar Hannes segir hugmyndina
þá að bjóða upp á vandað skrifstofu-
húsnæði á Suðurlandsbraut 8 með
aukinni lofthæð. Kostnaður við breyt-
ingarnar liggur ekki fyrir.
Gert ráð fyrir fleiri hæðum
„Áformin snúast um að byggja of-
an á húsnæðið. Það er heimilt sam-
kvæmt deiliskipulagi að stækka húsið
og úbúa þar mjög glæsilegt skrif-
stofurými. Tímasetningin hefur ekki
verið ákveðin en hugmyndir eru um
að hefja framkvæmdir á næsta ári.
Húsið býður upp á gríðarleg tæki-
færi. Það var upprunalega teiknað
miklu hærra en það er nú,“ segir
Garðar Hannes sem svarar því að-
spurður til að Eik hafi engin áform
um að breyta húsnæðinu þannig að
það henti undir hótelrekstur. Þá hafi
engin ákvörðun verið tekin um að
byggja ofan á millibyggingu sem
tengir Suðurlandsbraut 6 og 8.
„Leiguverð á atvinnuhúsnæði er
farið að hækka á ákveðnum stöðum.
Það er augljóslega farið að hækka í
101 Reykjavík. Þar eru nánast öll
rými í útleigu sem til eru.
Töluvert af skrifstofurými þar hef-
ur verið breytt undir hótelrekstur.
Þetta er rétt að byrja að smita út frá
sér og er eftir bókinni. Miðsvæðið
byrjar að hækka og síðan færist þetta
smám saman í ytri hverfin,“ segir
Garðar Hannes.
Atvinnuhúsnæði orðið arðbærara
Forstjóri Eikar segir stutt í að arðbært verði að byggja nýtt atvinnuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík
Eik undirbýr framkvæmdir á Suðurlandsbraut Gömlu húsi breytt í 5-6 hæða skrifstofuhúsnæði
Morgunblaðið/Eggert
Fram kemur í Ágripi af sögu
Fálkans, afmælisriti sem gefið
var út í tilefni af 100 ára af-
mæli fyrirtækisins 2004, að
framkvæmdir við Suðurlands-
braut 8 hafi hafist á 7. ára-
tugnum. Á árunum 1968-1970
hafi Fálkinn flutt alla starf-
semina þangað. Vöxtur véla-
deildar hafi kallað á aukið
rými.
Bygging frá
7. áratugnum
HÚS FÁLKANS
Garðar Hannes
Friðjónsson
Áform Suðurlandsbraut 8 er lengst til vinstri á myndinni. Byggt verður ofan á húsið og það stækkað.