Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjárhagslegt svigrúm hefur ekki enn fundist til að auka niður- greiðslur Sjúkratrygginga Íslands vegna öryggis- eða neyðarhnappa, að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Hann kvaðst hafa fullan skilning á sjónarmiðum Landssambands eldri borgara sem mótmælti breytingum á nið- urgreiðslunum. Kristján sagði að útgjöld Sjúkra- trygginga Íslands vegna neyð- arhnappa hefðu verið 237,4 milljónir króna vegna 2.871 einstaklings á árinu 2013. Það gerði að meðaltali 82.689 krónur á hvern notanda neyð- arhnapps í fyrra. Sjúkratryggingar greiða þessa fjármuni til þjónustu- fyrirtækja sem bjóða upp á neyð- arhnappa. Þjónustufyrirtækin inn- heimta auk þess mánaðargjald af notendum hnappanna. Þegar nýr notandi að neyðar- hnappi, sem nýtur niðurgreiðslu Sjúkratrygginga, bætist við greiða Sjúkratryggingar 8.100 króna stofn- gjald. Auk þess greiða Sjúkratrygg- ingar þjónustufyrirtækjum neyðar- hnappa þjónustugjald sem nemur nú 5.500 krónum á mánuði. Greiðslan var 6.700 krónur á mánuði. Hún lækkaði um 1.200 krónur á mánuði vegna reglugerðarbreytingar í vor. Þjónustugjaldið sem notendur neyðarhnappa greiddu var 1.350 krónur á mánuði en verður 2.550 krónur á mánuði. Öryggismiðstöðin hækkaði þjónustugjaldið 1. júlí sl. og Securitas mun hækka gjaldið 1. október, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Kristján sagði að stefnt hefði verið að því að spara rúmar 40 milljónir á ári með lækkun niðurgreiðslna Sjúkratrygginga vegna neyðar- hnappa. Nú þykir ljóst að sparn- aðurinn verði ekki nema um 27-30 milljónir og að útgjöld Sjúkratrygg- inga vegna neyðarhnappa verði um 210 milljónir króna á þessu ári. Flestir hnappar niðurgreiddir Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Ör- yggismiðstöðvarinnar, segir að lang- flestir sem eru með neyðarhnapp frá þeim njóti niðurgreiðslu Sjúkra- trygginga. Fáein dæmi eru um að fólk sé með slíkan búnað án niður- greiðslu. Neyðarhnapparnir eru tengdir stjórnstöð Öryggismiðstöðv- arinnar. Fyrirtækið er með útkalls- þjónustu allan sólarhringinn á höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, í Árborg og nágrenni, á Akranesi og nágrenni og Akureyri og nágrenni. Hægt er að fá talsamband beint við stjórnstöð með búnaðinum. Ef þörf krefur fara öryggisverðir á vettvang eða kallað er á sjúkrabíl. Búi fólk ut- an þessara svæða hefur Öryggis- miðstöðin símanúmer tengiliða við- komandi, oft ættingja, auk þess sem hægt er að hafa samband við sjúkra- flutninga eða lögreglu. Ragnar segir að hjúkrunarfræð- ingur sé á vakt hjá Öryggismiðstöð- inni allan sólarhringinn. Öryggis- verðir geta haft samband við hjúkrunarfræðinginn og fengið ráð. Hjá Öryggismiðstöðinni geta not- endur neyðarhnappa fengið að auki reykskynjara sem tengdir eru stjórnstöð án aukakostnaðar. Ragn- ar segir að margir viðskiptavinir nýti sér það. Rannsóknir erlendis sýni að algengt sé að aldraðir séu ýmist ekki með reykskynjara á heimilum sínum eða þá að skynjararnir virki ekki. „Okkur finnst mjög erfitt að þurfa að hækka á þessa aðila,“ segir Ragn- ar. Hann segir að Sjúkratryggingar hafi ákveðið einhliða að lækka sína kostnaðarþátttöku og þá eigi Örygg- ismiðstöðin ekki um margt að velja. Þess vegna hækki mánaðargjaldið um sömu upphæð og niðurgreiðslan lækkar um. Ragnar segir að gjaldið fyrir neyðarhnappinn hafi ekki hækkað árum saman. „Neyðarhnappurinn eykur lífs- gæði fólks mjög mikið. Rannsóknir sýna að ein helsta ástæða þess að fólk fer á hjúkrunarheimili er örygg- isleysi. Það spyr sig hvað ef eitthvað gerist, hvað ef ég dett? Neyðar- hnappurinn er snilldarlausn sem veitir fólki mikla öryggistilfinningu og hún er ekki dýr,“ sagði Ragnar. Gjaldið óbreytt frá 2002 Guðmundur Arason, forstjóri Sec- uritas, segir að niðurgreitt þjónustu- gjald fyrir öryggishnapp Securitas hafi verið 1.350 krónur á mánuði allt frá árinu 2002. Þjónustugjaldið hafi lækkað allverulega að raungildi mið- að við vísitölur. „Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur staðið í stað frá árinu 2008. Svo lækkaði hún um 1.200 krónur á mánuði nú 2014,“ seg- ir Guðmundur. Nokkrir einstakl- ingar eru með öryggishnapp án þess að njóta niðurgreiðslu og munu borga 8.050 kr. á mánuði. Notendur fá búnað sem er bein- tengdur stjórnstöð Securitas. Svo fá þeir öryggishnapp sem hafður er um háls eða úlnlið. Mað því að þrýsta á hnappinn fæst talsamband við stjórnstöðina. Ef ástæða þykir til, t.d. ef viðkomandi er í nauð staddur eða getur ekki talað, fer starfsmaður Securitas á staðinn og athugar mál- ið. Stundum þarf að hjálpa viðkom- andi á fætur, hafi hann dottið, og í al- varlegri tilvikum er kallað á sjúkrabíl. Guðmundur segir að Securitas veiti þessa þjónustu og sinni útköll- um frá stjórnstöðvum í helstu þétt- býlisstöðum, það er höfuðborg- arsvæðinu, Reykjanesi, Borgarnesi, Selfossi, Akureyri og Eskifirði. Einnig er veitt þjónusta á Vest- fjörðum. Einnig eru skráðir tengilið- ir einstaklinga sem eru með örygg- ishnapp en búa langt frá stjórn- stöðvum. Þessir tengiliðir eru látnir vita ef eitthvað ber út af. Hnappur sem eflir öryggi  Ekki hefur fundist fjárhagslegt svigrúm til að auka niðurgreiðslur vegna neyðarhnappa  Mánaðargjaldið var óbreytt árum saman en er nú að hækka Morgunblaðið/Ómar Öryggi Neyðarhnappar auka öryggistilfinningu þeirra sem eru lasburða og búa jafnvel einir. Komi eitthvað fyrir er einfalt að kalla á aðstoð. Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri þjón- ustu- og hjálpartækjasviðs Sjúkra- trygginga Íslands, sagði að kveðið væri á um það í reglugerð um styrki vegna hjálpartækja (1155/ 2013) hverjir gætu fengið nið- urgreidda öryggishnappa. Meðal skilyrðanna er að þjón- ustan sé fengin hjá samnings- bundnum fyrirtækjum. Þá er Sjúkratryggingum heimilt að nið- urgreiða öryggishnapp vegna ein- staklings „sem er svo sjúkur að honum er nauðsyn á slíkri þjón- ustu og býr einn eða samvist- araðili er af heilsufarsástæðum ófær um að veita aðstoð, vinnur utan heimilis fullan vinnudag eða er orðinn 67 ára. Frá skilyrðinu um að umsækjandi búi einn má víkja ef umsækjandi býr við svo mikla fötlun að hann getur ekki hringt í síma/farsíma. Svo og þegar ein- staklingur sem býr með öðrum sem er alvarlega veikur og er lífs- nauðsynlega háður öndunarvél eða er með alvarlegan hjarta- og æðasjúkdóm og fellur undir áhættuhóp um sérstök viðbrögð við neyðarboði“. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga vegna þessa tek- ur einungis til einkaheimila. Niðurgreiddir öryggishnappar einungis á einkaheimilum SKILGREINT ER Í REGLUGERÐ HVERJIR GETA FENGIÐ NIÐURGREIDD ÖRYGGISKALLKERFI EÐA NEYÐARHNAPPA Umhverfisstofnun hefur veitt Stakksbraut 9 ehf. starfsleyfi fyrir rekstur kísilverksmiðju í Helguvík. Leyfið veitir heimild til að fram- leiða árlega allt að 100.000 tonn af hrákísli, 38.000 tonn af kísilryki og 6.000 tonn af kísilgjalli. Í starfsleyf- inu er lögð megináhersla á að tak- marka losun verksmiðjunnar til lofts enda er hún fyrirhuguð í um tveggja kílómetra fjarlægð frá byggð. Áður en tillagan að starfsleyfinu var auglýst voru drög send til heil- brigðisnefndar Suðurnesjasvæðis. Í umsögn heilbrigðisfulltrúa var minnt á mikilvægi skýrra leiða til úrgangsmeðhöndlunar og endur- vinnslu, auk þess sem bent var á að fráveita hafnarsvæðisins uppfyllti ekki ákvæði reglugerðar um fráveit- ur og skólp. Í kjölfarið lýsti Reykja- neshöfn því yfir að skólplagnir frá lóðinni yrðu tengdar fráveitukerfi Reykjanesbæjar og myndu standast ákvæði reglugerðarinnar. Mengunarálag eykst verulega Tillaga að starfsleyfi verksmiðj- unnar var auglýst á tímabilinu 16. apríl til 11. júní. Á því tímabili bár- ust þrjár athugasemdir og var ein þeirra frá Skipulagsstofnun. Hún telur að nauðsynlegt verði að vakta svæðið þar sem mengunarálag á svæðinu muni aukast verulega sök- um þess að fyrirhugað er að reisa bæði ál- og kísilver. Hvetur stofnunin til þess að sam- eiginlegri vöktun á áhrifum beggja veranna verði komið á, einkum vegna þess að töluverð óvissa ríkir um samlegðaráhrif þeirra. Norðurál gerir athugasemd við þetta og segir í umsögn þeirra að Stakksbraut 9 hafi enn ekki leitað eftir samstarfi um sameiginlega vöktunaráætlun. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 31. júlí árið 2030. sh@mbl.is Kísilverk- smiðjan fær starfsleyfi Helguvík Mun hýsa kísil- og álver.  Þrír aðilar gerðu athugasemdir Ævintýragarðurinn var í gær opn- aður gestum að nýju eftir að honum hafði verið lokað á mánudag af heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Segir framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins að athugasemdir eftirlitsins hafi einkum snúið að merkingum í eldhúsi og lítilsháttar óþrifnaði á bak við einn hoppkastalann en ekki öryggismálum. Eftir að forsvarsmönnum garðs- ins var gert að loka spunnust um- ræður og ályktanir þess efnis að ör- yggismálum hefði verið ábótavant. „Það hafa borist kvartanir yfir þessum stað og mörgu hefur þar verið ábótavant í gegnum tíðina,“ segir Herdís Storgaard, verkefna- stjóri barnaslysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna. Bjarni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Ævintýragarðsins, segir að garðurinn hafi verið laus við slys hingað til. „Þetta er ekki barna- pössun en við reynum að gera stað- inn eins öruggan og við getum,“ segir Bjarni. Ævintýragarðurinn opnaður eftir lokun heilbrigðiseftirlits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.