Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ
.
Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir
einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu.
Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn.
MAZDA. DEFY CONVENTION.
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is
zo
om
- z
oo
m
lipur og
MAZDA2
Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
sparneytinn
*
Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90mínútur í senn.
5 stjörnuöryggi!
Með breytilegu framlagi í sjóðina er
hægt að stýra arðgreiðslum og
skattgreiðslum. Hjá venjulegu fyrir-
tæki hækka arðgreiðslur ef tekj-
urnar eru umfram gjöld. Þarna hafa
menn tæki til þess að fela hagnað og
mynda eins konar stuðpúða fyrir
reksturinn. Þegar vel árar er drjúgt
látið renna í sjóðina. Fyrir vikið
virðist afkoman ekki eins góð. Svo
þegar hallar á félögin – eins og þeg-
ar Llyod’s kom tímabundið inn á
markaðinn – er hægt að dæla úr
sjóðunum inn í félögin, tímabundið,
og sýna þá fjárfestum og öðrum
markaðsaðilum að staðan sé já-
kvæð.“
Í nýja FÍB blaðinu eru trygginga-
félögin sökuð um „fjárplógsstarf-
semi“ í bílatryggingum. Spurður út
í þessi skrif segir Runólfur að spor
íslensku tryggingafélaganna hræði.
„Þegar við fórum af stað með út-
boð á tryggingum félagsmanna á
sínum tíma töluðu tryggingafélögin
á markaðnum einum rómi um að
hér væri markaðurinn þannig að
það væri ekki hægt að bjóða betri
kjör, að afkoman væri svo slæm.
Síðan kemur Lloyd’s inn á mark-
aðinn og það tók ekki nema viku að
lækka iðgjöld til almennings um
25% til 30%.
Það liggur fyrir að árið 2000 fer
Lloyd’s af markaðnum og þá byrja
bótasjóðirnir að bólgna aftur.
Tryggingafélögin snarhækkuðu ið-
gjöld um leið og samkeppnin hvarf,
þrátt fyrir að engin þörf væri á því,
og földu hækkunina í sjóðunum.
Þótt eini eiginlegi tilgangur sjóð-
anna sé að tryggja að til séu pen-
ingar til að bæta fólki það tjón sem
það verður fyrir voru þeir nýttir í
óskyldar fjárfestingar fyrir hrun, til
dæmis til að kaupa turna á Makaó.
Við hjá FÍB viljum vekja athygli á
því að það virðist vera að byggjast
upp sama landslag hjá bótasjóð-
unum og áður. Þá er gott að halda
vöku sinni.“
Spurður hvort FÍB hafi kannað
áhuga erlendra tryggingafélaga á
að bjóða bílatryggingar á Íslandi
segir Runólfur að höftin hafi því
miður reynst draga úr áhuganum.
„Við lítum á útboð til erlendra fé-
laga sem möguleika. Systurfélög
FÍB í nágrannalöndunum hafa hasl-
að sér völl á vátryggingamarkaði.
Við höfum fengið fyrirspurnir þaðan
um íslenska markaðinn. Auðvitað er
íslenska efnahagsumhverfið í viðj-
um hafta, þannig að erlendum að-
ilum finnst þetta ekki mjög spenn-
andi í augnablikinu. Það er því
erfiðara en oft áður að hvetja til
samkeppni frá útlöndum.“
Segir bótasjóðina misnotaða
Framkvæmdastjóri FÍB telur vísbendingar um að sjóðir séu notaðir til að halda iðgjöldum of háum
Misnotkunin kosti íslensk heimili tugi þúsunda á ári Segir höftin fæla erlend tryggingafélög frá
Morgunblaðið/Ómar
Á Miklubraut Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir tryggingafélögin.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja,
segir grannt fylgst með starfsemi
tryggingafélaga.
„Þetta eru alvarlegar ásakanir
gagnvart tryggingafélögunum,
endurskoðendum þeirra og ekki
síður Fjármálaeftirlitinu, en öll fé-
lögin eru starfsleyfisskyld og lúta
eftirliti þess. Einnig er rétt að taka
fram að þau tryggingafélög sem
eru skráð í Kauphöll Íslands þurfa
að standa við mikla upplýsinga-
skyldu gagnvart hluthöfum, sem
síðan fylgjast grannt með stjórnun
félaganna.
Tjónaskuldin tekur mið af tjóna-
þróun hverju sinni. Tjónaskuldin er
í stöðugri endurskoðun, óháð
rekstrarárangri á öðrum sviðum.
Eðli málsins samkvæmt geta upp-
gjör slysamála vegna ökutækja-
tjóna og umferðarslysa tekið mörg
ár. Það að setja stóran hluta af ið-
gjöldum ökutækjatrygginga í
tjónaskuld er gert með hagsmuni
tjónþolans í huga, þar sem öllu
máli skiptir að búið sé að áætla og
taka frá fjármagn þannig að við-
skiptavinir fái tjón sitt bætt. Til að
tryggja þetta láta tryggingafélögin
sérfræðinga meta framtíðar-
skuldbindingar sínar. Mikil áhersla
er á að það sé unnið faglega. Fjár-
málaeftirlitið gætir þess einnig að
svo sé. Það ætti engum að dyljast,
þar með talið FÍB, hversu mikil
samkeppnin á ökutækja-
tryggingamarkaði hefur verið
undanfarin ár,“ segir Guðjón.
„Alvarlegar ásakanir“
VIÐBRÖGÐ SAMTAKA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJAVIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að trygginga-
félögin séu aftur farin að nota bóta-
sjóði til að halda iðgjöldum af bíla-
tryggingum of háum miðað við
raunverulega áhættu.
Þessu er haldið fram í grein í nýj-
asta FÍB blaðinu.
Runólfur
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda
(FÍB), telur
þessa við-
skiptahætti geta
kostað íslensk
heimili tugi þús-
unda í ofgreidd
iðgjöld á ári.
„Við höfum ástæðu til að ætla að
tryggingafélögin séu ekki að keppa
sem skyldi á grundvelli iðgjalda og
sjái sér ákveðinn sameiginlegan hag
í því að láta þetta vera í þessum far-
vegi. Það er ótrúleg einsleitni í
framboði á tryggingamarkaði miðað
við það sem við þekkjum frá ná-
grannalöndum okkar.“
Sjóðirnir misnotaðir
Runólfur segir tryggingafélögin
nota bótasjóðina sem tæki til að fela
hagnað þegar vel ári en fegra stöð-
ina þegar harðni á dalnum. Fé hafi
verið sótt í sjóðina þegar breski
tryggingarisinn Lloyd’s kom inn á
markaðinn í ársbyrjun 1997, eftir að
FÍB fór í útboð á bílatryggingum
fyrir hönd félagsmanna sinna.
„Flæðið inn í sjóðina virðist óháð
því sem er að gerast á markaði.
Runólfur
Ólafsson