Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FréttastofaRíkisút-varpsins
hefur síðustu mán-
uði lagt sig einarð-
lega fram við að
sýna fram á að ekk-
ert hafi breyst við
að Óðinn Jónsson
færði sig á milli herbergja í Út-
varpshúsinu og Rakel Þorbergs-
dóttir skipti um koll. Sú viðleitni
gerir ekkert til en er óþörf. Það
fer ekki framhjá neinum. Hlut-
drægni og sérkennilegar
áherslur og óvenjuleg vinnu-
brögð hafa bersýnilega staðið af
sér þessar breytingar, enda voru
þær efnislitlar.
Í hádegisfréttum „RÚV“ í gær
voru að minnsta kosti tvær frétt-
ir af gamla skólanum og hefðu
báðar farið vel í Spegli Gunnars
Gunnarssonar, fyrrverandi
fréttamanns. Sú fyrri fjallaði um
nefnd sem skipuð hefur verið til
að meta hæfi þeirra sem sótt
hafa um starf bankastjóra í
Seðlabankanum. Kári Gylfason
kallaði til viðmælanda sem virð-
ist mjög nærtækur þessari
fréttastofu, Guðrúnu Johnsen,
lektor og greinanda hjá Arion
banka. Hún sagðist beinlínis
óttaslegin yfir skipun nefnd-
arinnar sem meta ætti hæfið.
(Már var farinn að ræða sín
launamál á meðan einhverjir
héldu sig vera að meta hæfi.)
Guðrún Johnsen taldi að nauð-
synlegt hefði verið að fá erlenda
menn til verksins, t.d. þá sem
komu að mati á ráðningu á
Seðlabankastjóra Englands og
Svíþjóðar.
Fréttamaðurinn, í hlutverki
spyrjanda, gerði enga at-
hugasemd við þetta og hefur
sjálfsagt ekkert þekkt til. Ráðn-
ing á seðlabankastjóra Bret-
lands er kunn. Starfið var ekki
auglýst þar frekar en annars
staðar er gert um slík embætti.
Þess vegna sótti enginn um. Og
enginn var því að meta hæfi á
milli manna. Miklar vangaveltur
voru í Bretlandi um hvern
George Osborne fjármálaráð-
herra myndi velja. Hann valdi
Mark Carney, sem er formaður í
sex manna bankastjórn Eng-
landsbanka. Orð Guðrúnar
Johnsen verða ekki skilin öðru-
vísi en svo að hún vilji fá fjár-
málaráðherra Bretlands til að
velja seðlabankastjóra Íslands.
Guðrún hafði einnig áhyggjur
af því að einn af umsækjendum
um bankastjórastarfið sæti í
nefnd til að huga að breyttum
lögum um SÍ. Því þá gæti sá, yrði
hann valinn, haft áhrif á hversu
mikil eða lítil völd hann kynni að
hafa. Er ekki líklegt að sá myndi
þá einfaldlega segja sig úr þeirri
nefnd eða ráðherra skipa annan í
hans stað?
Þá hafði Guðrún Johnsen
áhyggjur af því að Ólöf Nordal,
formaður bankaráðs, sem sæti á
í umsagnarhópnum, væri líka í
nefndinni sem undirbyggi
endurskoðun á lög-
unum. Því „þá hefði
hún aðstöðu til að
skrifa lög um þann
sem yrði valinn og
um sjálfa sig“.
Hvert er vanda-
málið með fyrra at-
riðið? Eða þá um
hitt? Lög gilda lengi en nefndar-
formenn sitja stutt. Svo er það
raunar þannig, eins og allir vita
nema „fagmenn“ fréttastof-
unnar, að nefnd skilar textum til
ráðuneytis. Þar er þeim breytt
að vild. Þeim er enn iðulega
breytt í ríkisstjórn. Þeir fara
fyrir þingflokka og er enn breytt
þar. Svo fyrir þingnefndir, sem
oftast nær gera tugi ef ekki
hundruð breytinga á efni og
orðalagi. (Nema á því sem kem-
ur frá ESB. Því er öllu kyngt án
þess að lesa það.) Loks afgreiðir
þingið frumvarpstextann eða
hafnar honum. Það vita því allir
sem gluggað hafa í Lagasafn Ís-
lands að það á enginn höfundar-
rétt að lögum nema Alþingi
sjálft.
Þetta viðtal við Guðrúnu
Johnsen stóðst engar vitrænar
eða upplýsandi kröfur en þó sló
það ekki út furðuviðtölin sem
Egill Helgason og Gunnar
Gunnarsson áttu við fræði-
manninn. Það síðastnefnda var
um aðkomu SÍ í aðdraganda at-
burðanna 2008. Það væri gagn-
legt fyrir fréttastofu sem tekur
sig alvarlega að láta alvöru „fag-
menn“ fara yfir það viðtal til að
átta sig á niður á hvers konar
plan fréttastofan hrekkur svo
oft.
Næst í sama fréttatíma réð
fréttastofan ekki við sig vegna
þess að Hannesi H. Gissurarsyni
hafði verið falið að fara yfir áhrif
erlendrar þróunar á íslenska at-
burðarás fyrrnefndra ára. Hann-
es hefur þegar sökkt sér niður í
þá þætti og meðal annars átt
langt persónulegt viðtal við Al-
istair Darling, sem var fjár-
málaráðherra Breta þá. Ekki gat
fréttastofan efast um hæfni
Hannesar og því var ekki auðvelt
að átta sig á hvað var á bak við
þetta upphlaup. Helst virtist
vera að fréttamaðurinn hefði
grunsemdir um að Hannes væri
ekki hallur undir Samfylk-
inguna. Það líta raunar ekki allir
í þjóðfélaginu á það sem glæp.
Nú voru starfsbræður Hann-
esar í Félagsvísindadeild sumir
mjög virkir í störfum fyrir
Jóhönnustjórnina. Þótt þeir hafi
vissulega ekki allir jafn hátt
skrifaðan vísindalegan grundvöll
og dr. Hannes er ekki ástæða til
að ætla að þeir hafi ekki unnið
störf sín vel. En spurningin er sú
hvers vegna þessi fréttastofa,
sem almenningur er píndur til að
standa fjárhagslega undir, gerði
aldrei veður út af því þegar þeir
voru settir til verka aftur og aft-
ur. Svarið er auðvitað augljóst.
En væri ekki rétt að gera „fag-
lega“ úttekt á málinu?
Óskiljanlegt er að
fréttastofa „RÚV“
telji nauðsynlegt að
sanna að hún hafi
ekkert skánað}
Heygarðshornið samt
Á
síðustu áratugum 19. aldarinnar
gerðist það víða um land að
bændur tóku sig saman og
mynduðu kaupfélög, lögðu sam-
an í púkk til þess að tryggja
sjálfum sér hagstæðari kjör í inn- og útflutn-
ingi. Mjór er mikils vísir og þessi kaupfélög
urðu fljótt að öflugum verslunarfélögum og
samvinnuhreyfingin varð hér að miklu versl-
unarveldi. Að ekki sé minnst á þann stuðning
sem flokkur bænda á Alþingi fékk frá sam-
vinnuhreyfingunni og öfugt.
Viðskiptalíkan bandarísku verslunarkeðj-
unnar Costco, þar sem viðskiptavinir kaupa
sér áskrift eða meðlimakort og fá á móti að-
gang að vöru á lægra verði en ella, er kannski
ekki alveg eins og það sem gömlu kaup-
félögin höfðu, en er þó nægilega líkt til þess
að hægt sé að velta vöngum yfir því hvort hér sé ekki
hreinlega um samvinnufélag 21. aldarinnar að ræða.
En svo virðist sem vissir aðilar séu efins um ágæti hins
nýja samvinnumódels, einkum og sér í lagi vegna þess að
Costco vill fá að flytja inn og selja erlent kjöt, áfengi og
lyf í búðum sínum, líkt og þeir gera heima hjá sér. Talað
er um undanþágur í því samhengi, en það hlýtur að vera
ljóst að ekki gengi upp til lengdar að einn aðili fengi und-
anþágur sem aðrir hafa ekki fengið til þessa. Allir verða
að sitja við sama borð og því kallar hugsanleg koma
Costco á ýmsar lagabreytingar, sem að mínu mati eru
fyrir löngu tímabærar.
Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður
Framsóknarflokksins, virðist sérstaklega ef-
ins, á þeim grundvelli að hér gæti fólk liðið
heilsuskort síðar á ævinni ef það fær ekki ís-
lenska matvöru. „Eigum við ekki að leyfa ís-
lenskum neytendum að dæma um það,“ spurði
fréttamaður Stöðvar 2, og eftir nokkurt hik
kom svarið. Nei, sagði Sigrún, en útskýrði svo
að íslenskur matur væri vottaður hérlendis og
erlendis sem gæðavara og því þyrfti að standa
vörð um þá gæðavöru. Sigrún ritaði einnig hér
grein í fyrradag, þar sem hún útskýrði nánar
að það þyrfti að eiga sér stað vitræn umræða
um kosti og galla þess að Costco kæmi hingað.
Sjálf nefnir hún aukna samkeppni í matvöru-,
lyfjavöru- og olíumarkaði sem hugsanlega
kosti.
Ég er hins vegar stórkostlega efins um að
umræðan um Costco geti farið fram á þeim grundvelli að
heilsufar þjóðarinnar krefjist þess að hér verði aldrei
neitt flutt inn sem ekki henti íslenskum landbúnaði. Ef
íslenskur matur er svona miklu hollari en erlenda mat-
varan, hvað hefur fólk þá að óttast? Gæðavaran hlýtur að
geta þolað samkeppni að utan og íslenskir neytendur
hljóta að vera færir um að dæma um það sjálfir hvað sé
best fyrir þá. Það er alveg rétt hjá Sigrúnu að svara þarf
ýmsum spurningum áður en innflutningur á hráu kjöti er
leyfður. Af hverju fæ ég samt á tilfinninguna að það sé
ekkert sérstaklega vel séð að spyrja þeirra spurninga til
að byrja með? sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Kaupfélög gömul og ný
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Bráðnun jökla af völdumryklags sem sest á þá erþekkt fyrirbæri hér álandi og hafa vísindamenn
við Háskóla Íslands meðal annars
rannsakað það. Á Íslandi er það að-
allega sandfok og gjóska frá eld-
gosum sem sest á jöklana en á norð-
urskautinu veldur mengun af
mannavöldum því að ísinn bráðnar
hraðar en ella. Það eykur aftur enn á
þá hlýnun jarðarinnar sem á sér stað
af völdum gróðurhúsaáhrifa.
Talið er að örsmáar agnir af sóti
sem kemur meðal annars frá iðnaði
og dísilbruna auki bráðnun íss og
snjós á norðurskautinu um milljarða
tonna og muni auka enn hækkun yf-
irborðs sjávar á þessari öld.
Bráðnunin þrefaldaðist
Að sögn Helga Björnssonar,
prófessors emeritus við Jarðvís-
indastofnun HÍ, kemur mikill hluti
þeirrar orku sem jöklar fá frá
geislum sólarinnar. Vegna þess að
þeir eru hvítir endurvarpa þeir hins
vegar allt frá 70-90% sólarljóssins
aftur út í geiminn. Endurvarpsstuð-
ullinn breytist hins vegar þegar ís-
inn verður skítugur, eins og þekkt er
hér á landi.
„Þegar líður á sumarið verða
jöklarnir hér skítugir og þá fá þeir
miklu meiri sólgeislun en þegar þeir
eru hreinir. Þetta er vissulega
áhrifamikið hér á landi en það er
ekki af mengun frá kolareyk, verk-
smiðjum eða öðru slíku. Við höfum
hins vegar stöðuga uppsprettu af
sandryki frá hálendinu sem hefur
þessi áhrif,“ segir hann.
Verst er þó þegar eldgos verða
og gosefni úr þeim setjast á jöklana
því þau stórauka rýrnun þeirra.
Þannig nefnir Helgi til dæmis að
sumarið eftir gosið í Eyjafjallajökli
árið 2010 hafi bráðnun Langjökuls
þrefaldast á við venjulegt árferði.
Þau áhrif vari þó aðeins í eitt til tvö
ár því svo fennir yfir gjóskulagið.
Sér ekki á svörtu
Kolefnismengun af völdum
manna hefur hins vegar ekki eins
mikil áhrif á íslenska jökla vegna
þess að þeir eru einfaldlega það
dökkir fyrir. „Það sér ekki á svörtu
eins og menn segja við börnin þegar
þau koma skítug inn,“ segir Tómas
Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands.
Aftur á móti hafa kolefnisagnir
úr sóti frá iðnaði og umferð meiri
áhrif á norðlægari slóðum, á Græn-
landsjökli og norðurskautsísnum.
„Snjór og ís í mikilli fjarlægð
frá fokstöðum eins og söndunum hér
er yfirleitt mjög hreinn og er þá með
mjög háan endurkastsstuðul. Þessi
þunna dreif af kolefnisögnum sem
koma úr umferð, iðnaði og öðrum
mannlegum uppsprettum er talin
hafa mikil áhrif á geislunarjafnvægi
á heimskautasvæðunum og vera ein
af mikilvægustu orsökum þessarar
miklu aukningar á leysingu og
minnkandi snjóhulu og hafís sem
menn hafa séð á undanförnum árum
og áratugum,“ segir hann.
Helgi Björnsson segir að menn
hafi alltaf vitað af áhrifum rykslikj-
unnar en athygli vísindamanna bein-
ist æ meir að þeim. Hverfi ísinn á
norðurskautinu og sjór komi í
staðinn þá drekki hann í sig
geisla sólarinnar sem ísinn
varpaði áður frá jörð-
inni. Þannig hitni
hafið og það bæti
enn við þær
loftslagsbreyt-
ingar sem eru
að eiga sér
stað á jörð-
inni af völd-
um manna.
Athyglin beinist æ
meira að dökkum ís
Morgunblaðið/RAX
Skaftafellsjökull Sandfok frá hálendinu og gjóska úr eldgosum sem
leggst á íslenska jökla valda því að ísinn bráðnar hraðar en ella.
Aukning bara
dropi í hafið
BRÁÐNUN HAFÍSSINS
Þrátt fyrir að hafís á norður-
skautinu og jöklar um allan heim
séu að hverfa vegna hlýnunar
jarðar hefur ísinn við Suður-
skautslandið verið að breiða úr
sér. Hafa ýmsir efasemdamenn
um loftslagsbreytingar meðal
annars stokkið á þá staðreynd
máli sínu til stuðnings.
Aukningin við suðurskautið er
hins vegar aðeins dropi í hafið
miðað við þann ís sem bráðnar.
Hafís við Suðurskautslandið hef-
ur aukist um 7% frá árinu 1992
samkvæmt nýlegri rannsókn.
Hafísinn á norðurskautinu hefur
hins vegar rýrnað um 75% frá
árinu 1980. Á meðan um 30
rúmkílómetrar af ís hafa
bæst við á ári á suður-
skautinu hafa um 300
rúmkílómetrar
bráðnað á ári
á norður-
skautinu.