Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Snemma beygist krókurinn Flestir Íslendingar fara í flugferð á lífsleiðinni og börn í leikskólanum Baugi í Kópavogi heimsóttu flugklúbbinn Þyt í gær og fræddust um flugvélar.
Þórður
Byggðastefnan sem
fylgt hefur verið síð-
ustu áratugi er gott
dæmi um hvernig leið-
in til glötunar er vörð-
uð góðum ásetningi.
Allir stjórnmálaflokkar
hafa lagt áherslu á að
styrkja dreifðar
byggðir en eins og oft
áður hafa stjórn-
málamönnum verið
mislagðar hendur. Flestir fara fram
með góðum ásetningi, flytja tillögur
og ákveða að veita mikla fjármuni úr
sameiginlegum sjóði til að styrkja
byggðir, en fylgja svo pólitískri
stefnu sem grefur undan mögu-
leikum landsbyggðarinnar til að
standa á eigin fótum.
Því miður virðist sem meirihluti
stjórnmálastéttarinnar sé á því að
ríkið þurfi og eigi að leika lykilhlut-
verk við að efla dreifðar byggðir.
Opinberum fjármunum er ráðstafað
í byggðastyrki hvers konar. Fjár-
munir eru veittir í fyrirtæki í formi
lána eða hlutafjár, byggðakvótum
komið á koppinn og bændum er
haldið í fjötrum hafta. Listinn er
langur.
Allt er þetta dæmt til að misheppn-
ast. Um góðan ásetning verður ekki
efast en árangurinn verður ekki sá
sem að er stefnt. Reynslan hefur
kennt okkur Íslendingum harða lexíu
í þessum efnum, en engu að síður er
haldið áfram á sömu braut.
Sameiginlegum fjármunum er enn
sóað í gegnum sjóði sem leggja fram
áhættufé í fyrirtæki – ekki á grunni
arðsemi heldur í nafni byggðasjón-
armiða. Afleiðingin er sú að ráðist er
í óhagkvæman rekstur og íbúar fá-
mennra byggða festast enn frekar í
gildru úreltrar stefnu.
Byggðakvótar draga úr hag-
kvæmni sjávarútvegsins í heild sinni
og kostnaðurinn er
greiddur af íbúum
sveitarfélaga þar sem
rekin er hagkvæm og
öflugt útgerð og
vinnsla. Með öðrum
orðum: Byggðakvótar
eru ekki annað en
færsla milli byggð-
arlaga á landsbyggð-
inni.
Verðum að breyta
um stefnu
Þegar allt annað
bregst er svo gripið til þess úrræðis
að flytja heilu ríkisstofnanirnar út á
land. Að skera upp ríkisreksturinn,
bjóða út einstaka þætti í rekstri
stofnana, minnka yfirbygginguna og
lækka álögur á landsmenn, er ekki
rætt.
Afleiðing alls þessa er að á síðustu
áratugum hefur verið rekin byggða-
stefna sem fremur festir fólk í gildru
en að fjölga tækifærum allra óháð
búsetu og gefa fólki raunverulegt val
um hvar það vill eiga heima.
Það er kominn tími til að gjör-
breyta um stefnu – draga úr af-
skiptum ríkisvaldsins en veita op-
inbera fjármuni í verkefni sem
sannarlega eiga að vera í verkahring
hins opinbera.
Hin nýja byggðastefna felst í því
að fjárfesta í innviðum samfélagsins;
í góðum samgöngum, öflugu fjar-
skiptakerfi og háhraðaneti, að
tryggja öfluga heilbrigðisþjónustu,
góða menntun og sterka löggæslu.
Ný byggðastefna verður ekki
mörkuð án þess að hafa það að leið-
arljósi að ein meginforsenda lífvæn-
legrar byggðar er arðsamur sjávar-
útvegur og skilvirkur og frjáls
landbúnaður. Þannig getur ný
byggðastefna ekki falist í ofurskatt-
heimtu á sjávarútveg og opinberri
ofstjórn og miðstýringu í landbún-
aði, þar sem dugmiklum bændum er
haldið niðri.
Hófsemd og einfalt regluverk
Skynsamleg byggðastefna fram-
tíðarinnar felur í sér viðurkenningu
á því að fámenn þjóð hefur ekki efni
á því að reka flókið og dýrt stjórn-
kerfi. Með því að fylgja hófsemd í
skattamálum og einfalda regluverk
atvinnulífsins er ekki aðeins ýtt
undir lítil og meðalstór fyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu, heldur ekki
síður á landsbyggðinni. Um leið
þarf að tryggja að höfuðborg-
arsvæðið sogi ekki til sín fjármagn
af landsbyggðinni til þess eins að
stjórnmála- og embættismenn
skammti síðan úr hnefa til misvit-
urlegra verkefna.
Það á að hleypa súrefni í byggðir
landsins og það súrefni fæst ekki
með því að flytja opinberar stofn-
anir. Súrefnið fæst með auknu at-
hafnafrelsi, aukinni samkeppni og
nýjum og arðbærum störfum. Út-
hýsing og útboð opinberra verkefna
er skynsamleg leið til að ýta undir
öflugt atvinnulíf um allt land.
Dæmin eru til staðar: Þegar
Vegagerðin hóf að bjóða út verk,
fyrir nokkrum áratugum, var stoð-
um skotið undir öflug verktakafyr-
irtæki úti um allt land.
Uppskurður í stjórnkerfinu og
stofnunum ríkisins þar sem verk-
efnum er úthýst til einkaaðila er því
vænleg leið til að styrkja lands-
byggðina. En forsenda þess að
dreifðar byggðir standi jafnfætis í
samkeppninni um verkefnin eru
tryggar samgöngur og öflug há-
hraðatenging um allt land.
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks á ekki að standa í
pólitískum deilum um hvort rétt sé
að flytja hina eða þessa stofnunina
út á land heldur varða veginn í átt að
nýju skipulagi hins opinbera kerfis.
Byggðastefna lista
og menningar
Fátt auðgar mannlífið meira en
öflugt lista- og menningarlíf. Hin
nýja byggðastefna getur falist í því
að lofa skattgreiðendum sjálfum að
taka ákvörðun um hvaða listir og
listamenn þeir vilja styrkja. Þannig
geta íbúar fámennra byggða tekið
sig saman og eflt lista- og menning-
arlíf í sinni heimabyggð í stað þess
að þurfa að sæta því að nokkrir
nefndarmenn taki ákvörðun um
hverjir eru svo lánsamir að fá op-
inberan stuðning til listsköpunar og
hverjir ekki.
Á liðnu ári runnu rúmlega 480
milljónir króna til listamannalauna.
Fréttatíminn gerði forvitnilega út-
tekt á því hvernig þessum fjár-
munum var skipt. Listamenn sem
búa í 101 Reykjavík fengu um 200
milljónir króna úr ríkissjóði og lista-
menn sem búa í 105 og 107 fengu
samtals um 100 milljónir. Listamenn
á landsbyggðinni fengu aðeins 30
milljónir króna. Með rökum má
halda því fram að listamannalaun
séu byggðastyrkur til ákveðinna
póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu.
Ef hlutur landbyggðarinnar hefði
miðast við höfðatölu hefðu um 178
milljónir króna átt að koma í hlut
listamanna í dreifbýli eða 5,7-
sinnum hærri fjárhæð en raun varð
á. Það er því rétt og skynsamlegt að
færa ákvörðun um hvernig skattfé
er varið til að styðja við listir og
menningu, til skattgreiðenda sjálfra.
Þetta er hægt með einföldum hætti
og skýrum reglum að gera á skatt-
framtali hvers árs. Með þessum ein-
falda og sanngjarna hætti verður
lista- og menningarlíf á landsbyggð-
inni styrkt.
Uppskurður á rekstri Rík-
isútvarpsins getur einnig verið hluti
af byggðastefnu nýrra tíma. Í ít-
arlegri grein sem birtist í vorhefti
Þjómála árið 2010 lagði ég til að Rík-
isútvarpið yrði lagt niður í núverandi
mynd og að stofnunin hætti allri
dagskrárgerð, en ræki þó áfram
fréttastofu. Allt annað dagskrárefni
yrði boðið út. Þannig gæti Rík-
isútvarpið keypt efni af innlendum
kvikmynda-, dagskrárgerðar- og
listamönnum fyrir nær 2.300-2.400
milljónir króna á ári. Með þessu opn-
ast ótrúlegir möguleikar fyrir hæfi-
leikaríkt fólk, ekki síst úti á landi, til
að hasla sér völl á sviði þáttagerðar í
útvarpi og sjónvarpi.
Ójöfnuður er ekki
byggðastefna
Byggðastefna framtíðarinnar fel-
ur fyrst og síðast í sér að dregið sé
úr opinberum afskiptum og áhrifum
stjórnmálamanna á daglegt líf al-
mennings. Um leið er hægt að stíga
skref til að leiðrétta óréttlæti sem
felst í misvægi atkvæða enda á
ójöfnuður ekkert skylt við byggða-
stefnu.
Lífsgæði Skagfirðings aukast
ekkert þótt atkvæði hans í alþing-
iskosningum vegi tvöfalt þyngra en
frænda hans í Garðabænum. Lífs-
gæðin felast í því að báðir séu jafn-
settir, eigi sömu tækifæri og fái að
ráðstafa sínu sjálfsaflafé sem mest
sjálfir.
Grunnur nýrrar byggðastefnu er
að færa ákvörðun frá embætt-
ismönnum og stjórnmálamönnum
við Austurvöll til einstaklinganna
sjálfra. Og landsbyggðin mun
blómstra og eflast með því að íbú-
arnir skapa sín eigin tækifæri.
Eftir Óli Björn
Kárason »Ríkisstjórnin á ekki
að standa í deilum
um hvort flytja eigi
stofnanir út á land held-
ur varða veginn í átt að
nýju skipulagi hins op-
inbera kerfis.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
Byggðastefna framtíðarinnar
felst í uppskurði ríkiskerfisins