Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.07.2014, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014 Nú undir lokin þegar við vorum báðar hættar að vinna kallaði Ebba mig oft til sem varamann- eskju í bridshópinn sem hún spil- aði með hjá öldruðum í Garðabæ. Það slitnaði aldrei þráðurinn sem við spunnum ungar. Við þökkum vinkonu okkar kærleiksríka samfylgd og vin- áttu. Elsku Palli, missir þinn er mikill. Við sendum þér og allri ykkar góðu fjölskyldu innilega samúðarkveðju. Anna og Leifur. Elsku Ebba mín er farin eftir erfiðan sjúkdóm sem engan gat grunað að myndi taka hana frá okkur. Við Ebba vorum eins og systur þótt hún hafi verið móðursystir mín. Þegar ég heimsótti ömmu og afa í Skerjó frá Ameríku var allt- af tilhlökkun að hitta Ebbu. Við vorum alltaf bestu vinkonur. Hún var alltaf svo ráðagóð, hjálpsöm og skynsöm annað en ég, svo fljótfær eins og hún sagði og vissi. Ebba var svo flink við garðinn sinn og lagin við allt sem hún snerti og svo listræn, að skera út fugla, hunda og fleiri æðislegar fígúrur. það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hún var svo listræn og dugleg. Svo voru það hundarnir, það sem hún elskaði þá og var natin við að ala þá upp og fara með á sýningar og vinna auðvitað fullt af verðlaunum. Hún var sérstök í öllu sem hún tók að sér og dugleg í badminton, golfi og öllum íþróttum sem hún stundaði. Hún var mjög heilbrigð kona. Aldrei man ég eftir að Ebba hafi fengið flensu eða kvef. Hún var afskaplega heilsuhraust þangað til fyrir nokkrum árum, þegar þessi vágestur lagðist á hana. Ég man, í sjötugsafmæl- inu hennar, hvað hún naut þess að hafa alla krakkana í veisl- unni, börn og barnabörn. Það skein úr augum hennar ánægja sem ég hef aldrei séð áður sem var svo yndisleg tilfinning. Ég minnist svo margs skemmtilegs, frá æsku okkar og til dagsins í dag, sem ég geymi í mínu hjarta þar til við hittumst á ný. Elsku Palli, Þórður, Rakel, Kristján Leifur og ykkar fjölskyldur, ég sendi ykkur innilegustu samúð- arkveðjur og Guð veri með ykk- ur. Doris Róbertsdóttir og fjölskylda. Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim, sem dauðans beið – að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil. Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr – að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. (Þorsteinn Valdimarsson) Þetta ljóð kom upp í huga okk- ar, þegar kær vinkona okkar er kvödd í dag. Við kveðjum Ebbu eftir margra ára vináttu með sorg í hjarta, en þakklát fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, bæði hér á landi og úti í Danmörku. Við minnumst Ebbu sem stór- glæsilegrar konu með mikinn persónuleika. Vart er hægt að hugsa sér indælli manneskju. Guð geymi hana og við sendum öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ása og Guðmundur. Við minnumst Stefaníu Pét- ursdóttur, Ebbu, með mikilli virðingu. Þegar vinur okkar, Páll Bragi Kristjónsson, loks festi ráð sitt eftir lífleg ungdómsár, vorum við, sem höfðum þekkt drenginn um langa hríð, hugsi. Gæti einhver hamið þennan gæðing sem átti til gönuhlaup og við höfðum gefist upp á að temja svo okkur líkaði? Okkur varð fljótt ljóst að betur hafði til tekist en við þorðum að vona. Hér var komin til sögunnar kona sem hafði til að bera ró- lyndi, festu og kímni sem reynd- ist ásamt kostum eiginmannsins leggja grunninn að varanlegu og yndislegu hjónabandi. Ebba var glæsileg kona. Hún var keppniskona í handbolti á yngri árum og stundaði badmin- ton eða aðrar íþróttir alla tíð. Kappsöm var hún og ræktaði um- hverfi sitt, hvort sem það var heimilið, garðurinn eða fjölskyld- an. Þegar fjárráð voru þröng á fyrstu búskaparárum ungu hjónanna kom hún upp fönguleg- um kynstofni maðka í garðinum sem hún seldi til búsdrýginda. Seinna voru það blóm eða hundar, og svo raunar fjölskyld- an öll. Hún var ræktunarsnilling- ur. Eiginmaðurinn taldi sig að- eins vera vinnumann hennar í þessum efnum. En það er fallegt dæmi um ást þeirra hvernig hann hefur lagt sig fram um að halda garðinum í góðu horfi þegar veik- indin voru farin að hindra Ebbu í að sinna garðinum. Okkur er ofanlega í huga hvernig Ebba stóð sem klettur við hlið eiginmanns síns þegar ýmis boðaföll skullu á. Og við fundum einnig hver hugur Páls Braga var til Ebbu sinnar. Þar var gagnkvæm virðing og vænt- umþykja. Við biðjum Guð að styrkja vin okkar og fjölskylduna alla. Sigríður Halldóra (Sigga Dóra) og Ásgeir Thorodd- sen, Sigríður og Sigurður G. Thoroddsen. Lífið öllu langt af öllu ber, lífi duftið þjónar, lífi birtan löguð er líf sér haminn prjónar. Ei mun guð sitt aðalverk aftur niður rífa, lífið. Sú hans stundan sterk stendur tíð eilífa. (Björn Gunnlaugsson). Góð vinkona og fyrrverandi nágranni hefur nú kvatt, löngu fyrir tímann finnst okkur sem þekktum hana, því að hún var lengst af svo lífsglöð og kraftmik- il, að það var eins og hún yrði allt- af til staðar hérna megin. Við kynntumst Stefaníu Ingibjörgu Pétursdóttur, sem kölluð var Ebba, og manni hennar, Páli Braga Kristjónssyni, og fjöl- skyldu þeirra árið 1980, þegar við fluttumst í Litla Skerjafjörð og þar bjuggum við raunar í húsi sem foreldrar hennar, Pétur og Jórunn, byggðu upp úr 1930 að Þjórsárgötu 3, en þau hin fyrr- nefndu bjuggu þá í Fossagötu 8. Nú hefur Rakel dóttir Páls og Ebbu tekið við nýrra húsinu ásamt manni sínum, Óskari Sig- urðssyni, en Karlotta María Leosdóttir, tekið við því eldra með frönskum manni sínum, Hugues Louis Marie Pons, svo að báðar fjölskyldurnar búa enn að hluta til á gömlu slóðunum, hvor með sínum hætti, þótt millikyn- slóðin hafi fyrir nokkru flust burt af miðbæjarsvæðinu í Reykjavík. Þau voru ávallt góðir nágrannar, Ebba og Páll Bragi, meðan við bjuggum öll þarna vestur frá, og börnin undu sér vel saman, alltaf velkomin í bæði húsin og fóru óspart á milli. Þegar við misstum son og bróður, Gunnar Leó Leosson, með snöggum hætti um mitt árið 2007, komu þau Ebba og Páll Bragi í heimsókn til okkar til að veita okkur styrk og samhygð og Kristján Leifur Pálsson skrifaði hlýja og hjartnæma minningar- grein um leikbróður sinn í Morg- unblaðið. Við minntumst m.a. við þetta tækifæri með þeim margra góðra og gamalla stunda saman og þökkum þeim öllum af hjarta þá vináttu sem þau sýndu okkur þá og bæði fyrr og síðar. Síðast heimsóttum við þau út á Arnar- nesið, en þar hafa þau nú búið um nokkurt skeið. Við sendum nú Páli Braga og fjölskyldu hans og Ebbu okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum þess að minningin um frábæra mann- eskju, velviljaða, þokkafulla og greinda, megi orna þeim sem lengst, minningin um hana sem maka, móður, tengdamóður og ömmu. Nú er þessari sameigin- legu vegferð með henni lokið í bili en öll munum við hittast á ann- arri ströndu síðar. Eilífðin bíður okkar þar og fólkið okkar sem kvatt hefur hérna megin. Megi blessun fylgja fjölskyldum Páls Braga og Ebbu um framtíð alla. Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg, Leo J.W. Ingason, Karlotta María Leosdóttir. Ég þakka fyrir daginn sem ég hitti Stefaníu vinkonu mína, það var einn af mínum gæfudögum. Ég þakka vináttuna, glæsileik- ann, gleðina, hispursleysið, hug- rekkið og hreinskilnina. Ég þakka ekki síður traustið, hug- myndirnar um líf með reisn, sam- töl um að standa með sínum og elska börnin sín takmarkalaust, og spjall um garðrækt, dýrin og ekki síst bókmenntir. Stefanía sá lífið í lit og trúði á endurnýjun í anda og verki. Það lét heldur engan ósnortinn að fylgjast með þeirri fallegu ást sem hún átti til lífsförunautar síns. Gleðin á Fossagötunni í fyrstu heimsókn minni þangað hefur fylgt mér sem fullkomin mynd um fallegt líf og vinkona mín lifði sannarlega fallega til hinstu stundar, umvaf- in kærleika og ást sem hún sjálf veitti svo rausnarlega af í gegn- um lífið. Tími hennar var kominn, um það varð ekki samið. Elsku hjartans fjölskylda, mínar dýpstu samúðarkveðjur og takk fyrir að fá að vera ykkur samferða. Arnrún Kristinsdóttir (Rúna). Góður félagi er fallinn frá. Það er með hlýhug sem við í Inner Wheel Görðum minnumst félaga okkar sem nú er fallinn frá. Hún háði baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði þau áhrif að hún gat minna tekið þátt í félagsstarfi okkar síðustu misserin. Hún gekk til liðs við okkur í Inner Wheel Görðum árið 2005 og var góður liðsmaður í glað- værum hópi kvenna sem starfa í félaginu okkar sem hefur vinátt- una að leiðarljósi. Stefanía var glaðsinna og jákvæð, það fylgdi henni glaðværð. Hún fylgdi mál- um eftir og þau verkefni sem hún tók að sér leysti hún af trúfestu og alúð. Hún var góður félagi og það er skarð fyrir skildi í hópnum okkar. Undir merkjum Inner Wheel höfum við átt skemmtilegt samstarf og vináttu sem ber að þakka. Saman eigum við ljúfar minningar um ánægjuríka sam- veru og vináttu sem hlýjar á kveðjustund. Minningin um ljúfan félaga okkar varir að eilífu. Fjölskyld- unni sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Góður Guð varðveiti Stefaníu. F.h. félaga í Inner Wheel Görðum, Laufey Jóhannsdóttir. Fyrir nokkrum árum kom hún með vinkonu sinni inn í hópinn okkar og setti sinn hressilega svip á hann. Hún tálgaði og mál- aði margs kyns hunda og fugla og kom þeim einkar smekklega fyrir á undirstöðum og greinum. Þegar hún varð sjötug voru teknar fjölskyldumyndir sem hún sýndi með miklu stolti og gleði. Fallegu fjölskylduna sína. Og þegar veikindin ruddust yfir hana sagðist hún ekki ætla að kvarta, hún hefði átt sjötíu góð ár og það væri meira en margur annar. Hún mætti á meðan stætt var, líka í frjálsu tímana og naut þar fallegs stuðnings eiginmanns síns og félaganna. Stefanía fyllti vel sætin sín, bæði í starfi og kaffihléum, samræðurnar lífleg- ar og glaðlegar. Við, sem vorum með henni munum sakna hennar í framtíðinni. Í fyrra komust þau hjónin stundarkorn í ánægjulega sam- verustund okkar í Skorradalnum en nú í sumar var þeirra saknað úr góðum og glöðum hópi. Að leiðarlokum sendum við eiginmanni, afkomendum og öðr- um þeirra nánustu innilegustu vinakveðjur og biðjum þeim far- sældar og gæfu um ókomna tíð. F.h. morgunsmíðahópsins í Garðabæ, Jóna Valgerður Höskuldsdóttir. Þegar við hugs- um til langömmu okkar kemur það einna helst í hugann hvað hún var mikið náttúrubarn. Þess vegna þykir okkur viðeigandi að minnast hennar með þessu ljóði. Af þér er ég kominn undursamlega jörð: eins og ljós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt Birgit Bang ✝ Birgit Bangfæddist í Árós- um í Danmörku 13. maí 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauð- árkróki 19. júní 2014. Útför Birgitar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. eins og blær leikur and- ardráttur minn um gras þitt eins og fiskur syndi ég í vatni þínu eins og fugl syng ég í skógi þínum eins og lamb sef ég í þínum mó. Að þér mun ég verða undursamlega jörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég falla í regni þínu eins og næfur mun ég loga í eldi þínum eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. Og við munum upp rísa undursamlega jörð. (Jóhannes úr Kötlum.) Sunna Lind og Birta Líf. ✝ Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu okkar, ARNRÚNAR S. SIGFÚSDÓTTUR, Prestastíg 9, Reykjavík. Eiður Guðjohnsen, Arnór Guðjohnsen, Anna Borg, Ragnheiður Guðjohnsen, Aðalsteinn Sigurðsson, Sigríður M. Guðjohnsen, Björgvin I. Ormarsson, Þóra K. Guðjohnsen, Andrew T. Mitchell, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, afa og bróður, ÓMARS JÓNASSONAR húsasmiðs, Engihjalla 11, Kópavogi, sem lést föstudaginn 16. maí. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks 11B og 11G á Landspítalanum, sem sýndi honum og okkur mikla alúð og hlýju við umönnun hans. Kristín Björgvinsdóttir, Úrsúla Guðmundsson, Guðmar Ómarsson, Andrea A. Guðjónsdóttir, Karen Ómarsdóttir, Ómar Ómarsson, Alexandra Eir Davíðsdóttir, Viktor Sveinsson, Kristín Birta Davíðsdóttir, Sigríður Ása Guðmarsdóttir, Helena Jónasdóttir, Richard Jónasson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNMUNDUR ÓSKAR ÞORBJÖRNSSON, Hraunbúðum, áður Brimhólabraut 6, Vestmannaeyjum, lést fimmtudaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 15. júlí kl. 14 30. Ásta Arnmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Gyða M. Arnmundsdóttir, Viðar M. Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Eskihlíð 8, Sauðárkróki, lést laugardaginn 5. júlí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Einarsson, Lind Einarsdóttir, Guðmundur Ingvi Einarsson, Arndís María Einarsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og afi, ÞORVALDUR JÓNSSON framkvæmdastjóri, Kotárgerði 1, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 28. júní. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri eða Krabbameinsfélag Akureyrar. Harpa Viðarsdóttir, Jón Viðar Þorvaldsson, Anna Rósa Halldórsdóttir, Karen Birna Þorvaldsdóttir, Valþór Ingi Einarsson, Sigrún Stella Þorvaldsdóttir, Jón I. Þorvaldsson, Sigrún Stella Jónsdóttir, Helgi Jónsson, Halla Harðardóttir, Eiður Bekan og Egill Ernir og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Ási fyrir frábæra umönnun. Gunnar Helgi Guðmundsson, Jóna Baldvinsdóttir, Guðni Marís Guðmundsson, Helga Jóhanna Jósefsdóttir, Samúel Jóhann Guðmundsson, Kolbrún Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.