Morgunblaðið - 09.07.2014, Page 33
fær í hendur dularfullt mál, þarf
að rannsaka nokkra óútskýr-
anlegra og dularfulla glæpi og leit-
ar hjálpar prests nokkurs, Men-
doza, sem er jafnframt
særingamaður. Fljótlega liggur
fyrir að djöfulleg öfl herja á New
York og Sarchie þarf að endur-
skoða hugmyndir sínar um lífið og
tilveruna og vernda fjölskyldu sína
fyrir óværunni.
Leikstjóri er Scott Derrickson og
með aðalhlutverk fara Eric Bana,
Edgar Ramírez og Olivia Munn.
Metacritic: 41/100
Rotten Tomatoes: 32%
Kjánagangur Úr gamanmyndinni Tammy. Melissa McCarthy fer með hlut-
verk konu sem missir vinnuna, kemst að framhjáhaldi eiginmanns síns og
heldur í ferðalag með ömmu sinni. Hér sést Tammy ræna skyndibitastað.
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2014
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar
L
L
16
16
12
★ ★ ★ ★ ★
ÍSL.
TAL
„Besta íslenska
kvikmynd sögunnar!”
Lilja Katrín Gunnarsdóttir,
Fréttablaðið
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
EARTH TO ECHO Sýnd kl. 4 - 6 - 8
DELIVER US FROM EVIL Sýnd kl. 10
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 - 10:20
MILLION WAYS TO DIE Sýnd kl. 10:10
VONARSTRÆTI Sýnd kl. 4:30 - 7:30 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
Einleikjahátíðin Act alone verður
haldin í 11. sinn dagana 6.-10. ágúst
í sjávarþorpinu Suðureyri. „Act
alone er helguð einleikjalistinni og
er því alveg einstök í hinni fjöl-
breyttu hátíðarflóru landsins. Ekki
nóg með einleikinn heldur er frítt
inn á alla viðburði hátíðarinnar,“
segir Elfar Logi Hannesson sem
heldur utan um skipulagningu há-
tíðarinnar í ár.
Segir hann dagskrána vera mjög
fjölbreytta þannig að allir aldurs-
hópar eigi að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. „Að vanda eru ein-
leikir aðaluppistaða hátíðarinnar
og er óhætt að segja að nú sé boðið
upp á rjómann af því nýjasta í ein-
leikjaflóru landsins. Meðal leiksýn-
inga má nefna Sveinsstykki eftir
Þorvald Þorsteinsson með Arnari
Jónssyni, Eldklerkinn eftir Pétur
Eggerz í flutningi höfundar og
Djúpið eftir Jón Atla Jónasson sem
Stefán Hallur Stefánsson leikur á
ensku. Yngsta kynslóðin fær einnig
sitt og má þar nefna brúðumeist-
arann Bernd Ogrodnik sem sýnir
barnaleikritið Pétur og úlfurinn,“
segir Elfar Logi.
Að vanda fær
tónlistin sinn sess
á hátíðinni. „Gít-
arsnillingurinn
Björn Thorodd-
sen leikur eins og
honum einum er
lagið, Stuðmað-
urinn Egill Ólafs-
son gerir upp
ferilinn í tali og
tónum og Vest-
firðingurinn Bjarni Arason verður
með einstaka tónleika í hátíðarlok,“
segir Elfar Logi. Tekur hann fram
að dansinn fái einnig sinn skerf, því
Saga Sigurðardóttir frumsýnir nýtt
dansverk og Anna Richardsdóttir
verður með sérstæðan þrifagjörn-
ing í hjarta Suðureyrar. „Ritlistin á
einnig sína fulltrúa á Act alone með
þeim Eiríki Erni Norðdahl og Ólínu
Þorvarðardóttur. Síðast en ekki
síst verður opnuð myndlistarsýning
með verkum Eddu Heiðrúnar Back-
man sem mun standa alla hátíðína,“
segir Elfar Logi og tekur fram að
margt fleira verði í boði, en allar
nánari upplýsingar um hátíðina má
má finna á actalone.net.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveinsstykki Arnar Jónsson leikari í hlutverki Sveins Kristinssonar.
Act alone haldin í
11. sinn í ágúst
Frítt inn á alla viðburði hátíðarinnar
Elfar Logi
Hannesson
Útvarpsþátturinn Party Zone, í um-
sjón Helga Más Bjarnasonar og
Kristjáns Helga Stefánssonar, sem
var á X-inu á árunum 1993-8 og fór
þaðan á Rás 2, er snúinn aftur á X-
ið og verður sendur út á laugar-
dögum kl. 22. Í þættinum er leikin
danstónlist ný af nálinni og sú
besta, að mati Helga og Kristjáns
sem hófu þáttagerðina á framhalds-
skólastöðinni Útrás haustið 1990.
Á X-ið Party Zone-menn, Kristján Helgi
Stefánsson og Helgi Már Bjarnason.
Party Zone snýr aft-
ur heim á X-ið
Uppfærsla Vesturports á Ham-
skiptunum snýr aftur í Þjóðleik-
húsið í september. Hamskiptin voru
frumsýnd í Lyric Hammersmith
leikhúsinu í London árið 2006, en
endurfrumsýnd í Þjóðleikhúsinu
haustið 2007 og hlaut í framhaldinu
Grímuna sem leiksýning ársins.
Þau Gísli Örn Garðarsson, David
Farr, Ingvar E. Sigurðsson og Nína
Dögg Filippusdóttir eiga heiðurinn
af leikgerð og leikstjórn verksins.
Leikmyndina hannaði Börkur Jóns-
sonar og tónlistina sömdu Nick
Cave og Warren Ellis.
Sýningin er byggð á skáldsög-
unni Hamskiptunum eftir Franz
Kafka og segir frá sölumanninum
Gregor Samsa, sem morgunn einn
vaknar upp í líki risavaxinnar
bjöllu með afdrifaríkum afleið-
ingum.
Sýningin hefur á sl. átta árum
verið sýnd í fjölda leikhúsa víða um
heim á ensku, þýsku, sænsku og
norsku sem og á leiklistarhátíðum.
Hún hefur unnið til ýmissa verð-
launa og viðurkenninga, og var
m.a. valin besta gestasýning ársins
í Boston og Calgary. Aðeins eru
fyrirhugaðar níu sýningar á verk-
inu hérlendis í haust.
Driffjöður Gísli Örn Garðarsson fer með
hlutverk Gregors Samsa í sýningunni.
Hamskiptin aftur á svið Þjóðleikhússins