Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 36

Morgunblaðið - 09.07.2014, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Fólk er skelkað yfir þessu“ 2. Pilturinn sem lést var íslenskur 3. Fóru með drengi eins og kjötstykki 4. Komu limlestar til Svíþjóðar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM _ Tvennir upphitunartónleikar fyrir tónlistarhátíðina Eistnaflug, sem hefst á morgun og stendur til og með 12. júlí, verða haldnir í kvöld í Egils- búð í Neskaupstað. Þeir fyrri, með hljómsveitunum Brain Police, Sev- ered og Skálmöld, hefjast kl. 19 og eru fyrir alla aldurshópa. Þeim lýkur kl. 22 og klukkustund síðar halda Sólstafir tónleika fyrir fullorðna og frumflytja m.a. lög af væntanlegri breiðskífu sinni, Óttu. 42 hljómsveitir koma fram á Eistnaflugi í ár og er- lendar hljómsveitir sem leika beljandi þungarokk eru At the Gates, Havok, Zatokrev, Bölzer og The Monolith Deathcult. Á myndinni sést sviss- neska tvíeykið Bölzer. Fyrsta Eistna- flugs-hátíðin var haldin árið 2005 og er hátíðin í ár því sú tíunda í röðinni. Hitað upp fyrir Eistnaflug í kvöld _ Skipuleggjendur tónlistarhátíð- arinnar All Tomorrow’s Parties til- kynntu í gær að hljómsveitin Swans myndi ekki leika á hátíðinni, eins og til stóð, þar sem söngvara hennar, Michael Gira, hefði verið ráðlagt af læknum að ferðast ekki næsta mánuðinn vegna skyndilegra veikinda. Hljómsveitin átti að leika á hátíðinni á morgun. Swans mun hins veg- ar leika á hátíðinni að ári. Hvaða hljóm- sveitir fyllir skarð Swans verður til- kynnt fljótlega. Hljómsveitin Swans leikur ekki á ATP Á fimmtudag Hægt vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s um kvöldið en mun hægari NA-til. Rigning eða súld V-til en bjart með köflum um landið NA-vert. Talsverð rigning S- og V-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, þykknar upp, 5-13 m/s og víða rigning fyrir hádegi, en hægari og léttskýjað NA-til. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR Áttundu umferð Pepsi- deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum. Þór/ KA gerði jafntefli við Fylki á Akureyri þar sem Rox- anne Barker varði víti í uppbótartíma og tryggði heimaliðinu stig. Sömuleið- is var dramatík í jafntefli Selfoss og FH þar sem jöfnunarmark kom í upp- bótartíma, en Valur og Breiðablik unnu sína leiki. »2 Fylkir klúðraði víti í uppbótartíma Þó að við sjáum ekki menn eins og Cristiano Ronaldo, Neymar, Luis Suárez, Andres Iniesta og James Rodríguez spila meira á HM fáum við í það minnsta að sjá snillingana Lionel Messi og Arjen Robben eigast við í síðari undanúrslita- leik HM í knatt- spyrnu í kvöld þeg- ar Holland og Argentína leiða saman hesta sína í Brasilíu. »4 Hvort fer Messi eða Robben í úrslit á HM? Sú ákvörðun Alþjóðahandknatt- leikssambandsins, IHF, að bjóða Þjóðverjum keppnisrétt á HM karla á næsta ári kom á óvart, ekki síst þar sem enga stoð fyrir ákvörð- uninni er að finna í reglum IHF. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segir málinu verða fylgt eftir en Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu á HM. »1 Engin stoð virðist vera fyrir ákvörðun IHF ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Götuhátíð jafningjafræðslu Hins hússins fór fram í gær í Hafnarstræti í miðbæ Reykjavíkur. Mikil stemning var á staðnum, en portinu á bak við Hitt húsið var breytt í tónleikasvæði og komu ýmsir listamenn fram. Með- al þeirra voru Friðrik Dór, Reykja- víkurdætur, Benni B-Ruff, 12:00, Harmónía Sjarmónía og Munstur. Einnig var þar að finna fatamarkað, klifurvegg og lifandi bókasafn. Gestir hátíðarinnar fóru ekki svangir burt, þar sem boðið var upp á pylsur, kandífloss, prins póló og gos. Eins konar karnivalbragur var á hátíðinni og ríkti þar mikil gleði. Samkvæmt upplýsingum frá jafn- ingjafræðslunni er hátíðin ein stærsta vímuefnalausa hátíð Reykja- víkurborgar. Uppgjör á sumrinu Jórunn María Þorsteinsdóttir og Tryggvi Björnsson, tveir jafningja- fræðaranna, sögðu hátíðina eins kon- ar uppgjör á sumrinu. „Við erum bú- in að vera að fræða í allt sumar og svo skipuleggja þessa hátíð inn á milli og það hefur gengið mjög vel,“ segir Jórunn. „Jafningjafræðslan saman- stendur af ellefu krökkum úr Reykja- vík, þremur úr Kópavogi og tveimur af Seltjarnarnesi á aldrinum 17-19 ára og við fræðum ásamt því að sjá um þennan dag.“ Tryggvi segir starfið hafa gengið vel. „Fólk er búið að taka mjög vel í þetta. Við reynum að lifa eftir nafn- inu og vera eins miklir jafningjar og við getum. Fólkið sem við tölum við er á svipuðum aldri og við,“ segir hann, en markmið Jafningjafræðsl- unnar er einmitt að „ungur fræði ungan“. Í þeim tilgangi hafa jafn- ingjafræðararnir flakkað á milli vinnuskóla í sumar og unnið forvarnastarf. Áhersla er lögð á sjálfsmynd ungs fólks með fræðslunni og leitast við að styrkja hana og efla. „Þetta er eiginlega skemmtilegasta vinna sem hægt er að hugsa sér,“ segir Jórunn. Lifandi bókasafn Fyrirbærið lifandi bókasafn var fróðleg afþreying sem gestir hátíðar- innar gátu upplifað, en þar var um að ræða aðila frá ólíkum félögum sem svöruðu spurningum sem kunnu að brenna á fólki. „Þetta eru flest félög minnihlutahópa eins og Femínista- félag Íslands, Trans Ísland og Sam- tökin 78. Auk þess eru Sigga Dögg kynjafræðingur og fulltrúi frá jafn- ingjafræðslunni á staðnum og hægt er að koma og fá svör við ýmsum spurningum,“ segir Tryggvi að lok- um. Kynjafræðsla og kandífloss - Götuhátíð jafn- ingjafræðslunnar fór fram í gær Morgunblaðið/Þórður Götuhátíð Jafningjafræðslan hélt í gær götuhátíð og var portinu á bak við Hitt húsið breytt í tónleikasvæði. Eins konar karnivalstemning var á hátíðinni, sem er ein stærsta vímuefnalausa hátíð Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Þórður Gleði Mikil gleði ríkti á hátíðinni, sem haldin var í Hafnarstræti, en þar var meðal annars að finna fatamarkað, klifurvegg og lifandi bókasafn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.