Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 13
6.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Ógleymanleg ævisaga eins sérstæðasta og ritfimasta höfundar íslenskrar bókmenntasögu.“ JÓN YNGVI JÓHANNSSON / FRÉTTABLAÐIÐ www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Dægradvöl HEFUR NÚ VERIÐ ENDURÚTGEFIN Í KILJU um virka daga í sveitinni. Um dag- inn var verið að tala um það ein- hvers staðar að ég væri mikið að yrkja um náttúruna en það er ekk- ert sérstakt. Öll þessi skáld sem ég nefndi hafa ort um náttúruna. Gerður heldur sig dálítið við snjó- inn og klakann. Það fellur mér vel. Hún getur látið íshjartað slá eins og Stefán Hörður. Mér þykir óskaplega vænt um náttúruna og lít á hana sem helgi- dóm en er ekki vaskur náttúru- unnandi. Ég geng ekki á fjöll og skýt ekki hreindýr og veiði engan lax. Ég er hrifinn af því smágerða í tilverunni og virku dögunum.“ Þú starfaðir lengi sem íslensku- kennari og skólastjóri, varstu strangur við nemendur þína? „Nei, ég mundi vel hvernig ég var sjálfur. Ég kenndi mest 10. bekk, fimmtán og sextán ára krökkum. Mér fannst gaman að kenna þótt það tæki stundum á og ég reyndi alltaf að vera góður við krakkana. Ég brá aldrei á það ráð, eins og sumir gera, að fara með einhverja fyndni fyrir krakkana, því eitt af því asnalegasta sem unglingar vita er þegar fullorðið fólk er að segja brandara. Það finnst þeim alls ekki merkilegt.“ Þorði ekki að reiðast Er það rétt sem segir í einu ljóði í bókinni að þú hafir bara einu sinni reiðst í mikilli alvöru? „Nei, það er lygi úr mér.“ Ertu skapmikill? „Ég hef eiginlega aldrei gert mér grein fyrir því. Ég fékk nokk- uð harkalegt uppeldi og pabbi sveiflaði mér dálítið til því það var í tísku í þá daga að hýða börn fyrir óþekkt og skammarstrik og láta þau gossa niður stiga. Mamma var yndisleg kona en ég var dálítið hræddur við pabba og þorði kannski ekki þess vegna að reiðast. Langt fram eftir aldri lagði ég aldrei í að standa fyrir máli mínu á nokkru sviði. Þar af leiðandi var ég mjög heppilegur blóraböggull. Þessi bæling mín braust út í fýlu og öfund, sem fer ört minnkandi. Ég tel mig vel settan í dag því ég á svo marga góða vini að reiði er ekki við hæfi.“ Þú áttir strangan föður en hvernig faðir ert þú? „Ég á sex yndisleg börn og dásamlega konu, sem ég tileinka einmitt ljóðabókina. Ég held að ég hafi verið ágætur pabbi. Ég er örugglega ekkert að grobba mig þegar ég segi það.“ Þú hefur samið texta fyrir Ás- geir Trausta son þinn sem komið hafa á plötum og hann mynd- skreytir ljóðabókina þína. Þetta hlýtur að vera skemmtileg sam- vinna. „Já, hún er það. Ásgeir Trausti er langyngstur barna minna og ég gæti verið afi hans hvað aldur snertir. Ég dáist að honum fyrir það hvað hann er duglegur við að vera vinur minn og vera með mér hvar sem er. Við vinnum mjög vel saman.“ Guð og trúmál koma við sögu í ljóðabók þinni, ertu trúaður mað- ur? „Já, ég er það. Ég hef lifað við það meira og minna alla mína tíð að glíma við kvíða og þunglyndi. Oft hef ég vaknað á morgnana skjálfandi af angist og farið þannig inn í daginn, sem er ekki gæfulegt. Ég lét mig alltaf dreyma um að ég gæti vaknað og stokkið upp úr rúminu og tekið deginum eins og ævintýri. Svo þegar þunglyndið var mig lifandi að drepa ákvað ég að prófa trúna. Ég vissi mætavel að þeir sem það gera eru taldir frem- ur heimskir en hugsaði með mér að það yrði þá bara að hafa það þótt maður væri heimskur ef manni liði betur. Ég viðurkenndi að ég réði ekki við þetta einn og tók ákvörðun um að trúa og það reyndist góð ákvörðun. Maður þarf að læra trúna eins og hljóðfæraleik og aðra list. Ég er nokkur einfari og hef átt margar góðar stundir þar sem sit á lækjarbakka og horfi eins og dáleidd hæna í vatnið. Stundum þykist ég í huganum vera að spjalla við einhvern sem situr við hliðina á mér, og er þá dálítið eins og Einar Áskell og Mangi vin- ur hans.“ „Það er talað um að við eigum alltaf að vera í deg- inum í dag en ég lifi mikið í dögum sem eru löngu liðn- ir,“ segir Einar Georg. Morgunblaðið/Þórður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.