Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 41
hafði samþykkt þessa óvenjulegu reikninga afsaka skýrsluhöfundar það með því að þar sem seðla- bankastjórinn hafi verið vanhæfur hafi allir starfs- menn bankans verið það líka. Enginn þeirra gat því staðfest greiðslu reiknings með áritun sinni. Ef um löglega greiðslu til bankastjórans er að ræða hafa þeir sem sjá um greiðslur fyrir bankann fulla heimild til að afgreiða þær og/eða gera athugasemdir og óska eftir skýringum. Annars væri ekki hægt að greiða banka- stjóranum laun eða aðrar greiðslur um hver mán- aðamót. Embættismennirnir hafa bæði rétt og skyldu til að kanna, þegar mál er óvenjulegt, hvort formskil- yrði, eins og samþykkt bankaráðsins, liggi fyrir. Fletta hefði mátt staðfestum fundargerðum bankaráðsins, sem allmargir embættismenn bankans hafa aðgang að. Eins hefði mátt spyrja annan hvorn, bankastjórann eða aðstoðarbankastjórann, hvort greiðslan væri lög- mæt. Það er ekki annað að sjá en að þau pólitísku skoðanasystkin Már Guðmundsson og Lára Júl- íusdóttir hafi verið mánuðum saman að bralla með þessar greiðslur til Más og farið vitandi vits framhjá bankaráðinu, eina aðilanum sem hugsanlega hefði mátt taka slíka ákvörðun. Margir fundir eru haldnir í bankaráðinu, þar sem þau sitja bæði, og hvorugt þeirra upplýsir um málið. Bæði hafa þó augljósa upp- lýsingaskyldu. Brotaviljinn er því einarður. Án Morg- unblaðsins væri málið enn í þagnargildi. Æpandi þögn Það sem vekur mesta athygli, en er ekki minnst á í skýrslu Ríkisendurskoðunar, er það að innri endur- skoðandi bankans kemur aldrei auga á hin augljósu misferli, þótt þau standi yfir svona lengi. Ekki verður séð að bankastjórinn, aðstoðarbankastjórinn, formað- ur bankaráðsins eða rekstrarstjórinn, sem innir greiðslurnar af hendi án þess að samþykkja þær, hafi nokkru sinni leitað til innri endurskoðandans um álit á málinu. Vafalítið hlýtur að vera að innri endurskoðandi hefði tekið í taumana hefði hann vitað hvað var um að vera, og væntanlega kallað til lögreglu. Ekki verður séð af skýrslu Ríkisendurskoðunar að við yfirferð málsins hafi nokkru sinni verið rætt við innri endurskoðandann um það hvernig þetta mál mætti hafa farið framhjá því embætti. Nú hefði það átt að vera hægðarleikur, þar sem innri endurskoðandi bankans, sá aðili sem hefði átt að setja puttann á þá brotastarfsemi sem þarna átti sér stað, er systir rík- isendurskoðanda. Er það með miklum ólíkindum að ríkisendurskoðun, sem túlkar vanhæfisreglur um starfsmenn Seðlabankans svo vítt, eins og gert er í álitinu, skuli ekki hafa séð að Ríkisendurskoðandi var vita vanhæfur til að fara með mál af þessu tagi og raunar aðallögfræðingur og staðgengill hans einnig, þegar af þeirri ástæðu og vegna annarra tengsla sem eru þýðingarmikil í málinu. Hvað næst? Mál þetta hefur þegar skaðað mjög trúverðugleika bankastjórans og fyrrverandi formanns bankaráðsins og Ríkisendurskoðun kemur óneitanlega löskuð frá málinu. Hvað er til ráða? Bankaráðið getur óskað eftir því að forsætisnefnd Alþingis setji þegar í stað annan ríkisendurskoðanda til að fara með málið. Þá getur bankaráðið, eða einhver bankaráðsmanna, óskað eftir því að aðrir aðilar taki að sér rannsókn málsins. Það eina sem er ljóst á þessu stigi er að þetta mál getur ekki fengið þá meðhöndlun sem það hefur fengið fram að þessu. Morgunblaðið/Eggert * Ef um löglega greiðslu tilbankastjórans er að ræða hafa þeir sem sjá um greiðslur fyrir bankann fulla heimild til að afgreiða þær og/eða gera athuga- semdir og óska eftir skýringum. Annars væri ekki hægt að greiða bankastjóranum laun eða aðrar greiðslur um hver mánaðamót. 6.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.