Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 11
ungum sínum. Þeir geta verið mjög duglegir. Mávurinn er líka hættulegur, bæði fyrir egg og unga. Þess vegna verður að halda þessu í skefjum og það eina sem gildir er að vera með byssuna á lofti.“ Æðarkollunni líkar það mjög vel, að sögn Bjarkar, að gengið sé um varpið. „Þær eru aðeins styggar til að byrja með en finna öryggið.“ Hver kolla verpir 4-7 eggjum, einu á dag, og liggur síðan á í 24 daga. „Þær nærast ekkert allan þann tíma og léttast um þriðjung. Á þessum tíma losnar dúnninn af bringu kollunnar og hún setur í hreiðrið sitt. Dúnninn sem þær skilja eftir í hreiðrinu er um 16 grömm eftir að hann er hreins- aður.“ Björk og eiginmaður henn- ar, Friðrik Gylfi Trausta- son, bjuggu í rösk þrjátíu ár á Gásum við Eyjafjörð en fluttu þaðan til Akureyr- ar. „Þegar ég var barn og ung- lingur tíndum við dún á hverju vori heima á Hraunum og hann var þurrkaður við slæmar að- stæður á fjárhúsgarðanum. Það var ógeðslega leiðinleg vinna að hreinsa dún við þær aðstæður og þegar við fórum í þetta hjónin fann maðurinn minn upp nýja tækni og við þurrkum dúninn með blásurum sem tengdir eru við heitt vatn.“ Það gengur margfalt hraðar fyrrir sig. „Stökkbreyting,“ segir Björk. „Það er jafn gaman að þessu núna og það var leiðinlegt áður.“ Eftir þurrkun er dúnninn gróf- hreinsaður; í honum leynist m.a. heyrusl, eggjaskurn og dúnflær. Að því loknu fer Björk með dúninn að Hrauni á Skaga þar sem hann er bakaður í þar til gerðum ofni. „Helga á Höfnum hreinsar hann svo fyrir mig. Eftir það handþvæ ég allan dúninn minn og þurrka með heitum blæstri hér heima.“ Björk er allt sumarið á Hraun- um. „Ég loka galleríinu seint í ágúst en eftir það tíni ég ber, sulta og hef það gott. Það er hreinasta ævintýri að vera hérna. Maðurinn minn vinnur mikið en kemur yf- irleitt aðra hverja helgi en ég hef þó mikinn félagsskap hér. Gestir koma alla daga; ég kalla þá sem koma gesti mína en ekki við- skiptavini. Ég sauma lítinn lager áður en ég kem því ég veit í raun aldrei hvað verður vinsælt. Ég er því með nýja vöru flesta daga.“ Og varan er sann- arlega ein- stök. „Þetta getur ekki verið til nokkurs staðar í heiminum nema hjá mér því allt er unnið frá grunni. Ég vandaði mig óskaplega mikið við að finna út hvernig ég ætti að fara að því að sauma flíkur þannig að hægt yrði að taka dúninn úr áður en flíkin er þvegin, það tókst og þá var eftirleikurinn auðveldari.“ Hún saumar sjöl, hálsskjól, vett- linga, húfur, skó sem gott er að smeygja sér í á kvöldin og jafnvel sofa með á fótunum og þannig mætti lengi telja. Um það bil níu af hverjum tíu gestum sem koma í galleríið eru Íslendingar. „Hjá mér hefur verið verðstöðvun í tvö ár. Ég veit eig- inlega ekki hvers vegna ég læt svona, en líklega vegna þess að mig langar að kynna Íslendingum æðardúninn á ný, þetta fislétta, dásamlega náttúruefni. Heil kyn- slóð – flískynslóðin – þekkir hann varla. Mér finnst til dæmis synd hve fáir Íslendingar hafa kynnst því að sofa undir æðardúnssæng; það er algjör draumur. Hún er vissulega dýr en getur enst í ára- tugi.“ Náttskór og augnaskjól frá Björk. Mikið heitt vatn er á Hraunum og gömlu fiskikörin koma í góðar þarfir. Björk og Anna Fríða láta þreytuna líða úr sér eftir erfiðan vinnudag. Friðrik Gylfi Traustason, eiginmaður Bjarkar. Hann fann upp nýja tækni til að þurrka dúninn. Jafn skemmtilegt og það var leiðinlegt áður, segir Björk. 6.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Sumir brottfluttir Siglfirðingar fá enn vatn í munninn þegar minnst er á bakarí bæjarins, Aðalbakarann. Helsta ástæðan er sögð fágæt vara sem kölluð er hvort tveggja anís- stykki og sírópskökur. Þessar kökur hafa verið á boðstólum á Siglufirði í áratugi. Hjónin Elín Þór Björnsdóttir og Jakob Kárason bakarameistari eiga og reka Aðalbakarann. „Á stríðs- árunum komu hingað þýskir bak- arar og með þeim þessi sírópskaka; síðan hefur hún verið framleidd hér,“ segir Jakob í samtali við Morgunblaðið. „Ég veit ekki betur en við séum eina bakaríið á landinu sem býður upp á þessa vöru. Þetta var einhvern tíma bakað á Akureyri en ekki lengur.“ Jakob segir sírópskökuna sér- staka. „Annaðhvort elska menn hana eða spýta út úr sér eftir fyrsta bita! Hún er, og á að vera, bragð- sterk.“ Í kökurnar eru notaðar sykur, hveiti, smjör, lyftiduft, síróp og anís- dropar. „Bakaríið er þekkt fyrir sírópskökurnar og ástarpunga, og við gefum útlendingum sem koma hingað gjarnan að smakka, því þetta er svo sérsiglfirskt. Það er gaman að sjá hvernig þeim líkar.“ Siglfirðingafélagið er vel virkt fyr- ir sunnan og þau Jakob senda stund- um sírópskökur þangað fyrir fundi. „Og það er ekkert grín að margir panta sér sírópskökur suður. Þær geymast vel í frysti og svo setja menn bara glassúrinn á sjálfir.“ SIGLUFJÖRÐUR Rebekka Rut Ingvarsdóttir og Benedikt Þorsteinsson, sem starfa í bakaríinu, með kökurnar góðu. Morgunblaðið/Skapti Margir fyrir sunnan fá sendar sírópskökur Að setja klór í laugina og hella upp á kaffi fyrir gesti er hluti af daglegum verkum starfsfólks sundlaugarinnar á Suðureyri. Á borði við heita pott- inn eru kaffikanna og mál og þykir fólki ljúft að fá sér tíu dropa þegar það teygir úr sér í volgu vatninu. Sundlaugin á Suðureyri er eina útilaugin á Vestfjörðum og aðstaðan er alveg ljómandi góð; stór laug, tveir pottar og vaðlaug. „Gestafjöld- inn rokkar svolítið til, stundum er rólegt en svo koma toppar eins og í góða veðrinu um síðustu helgi þegar hingað komu um 80 manns yfir dag- inn. Virku dagana kemur starfsfólk fiskvinnslufyrirtækjanna hingað oft eftir vinnu í sund, enda er það nán- ast hluti af starfskjörum þess,“ segir Gunnar Örn Rögnvaldsson sund- laugarvörður. Hann munstraðist í starfið um miðjan júní og kann því vel. „Hér er líf og fjör og maður hitt- ir fjölda fólks yfir daginn,“ segir Gunnar. Sundmiði fullorðinna á Suðureyri kostar 550 kr. Börnin borga 280 kr. SUÐUREYRI Heitt kaffi og pottur Sundlaugarvörðurinn Gunnar Örn með kaffibrúsann á bakkanum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Litli húsdýragarðurinn í Slakka í Laugarási er orðinn 21 árs. Þar er nú tvöföld ljósmyndasýning; Helgi Slakka- bóndi sýnir myndir sem segja sögu garðsins og Gunnar Steinn Úlfarsson myndir af íslenskri náttúru. Afmælissýningar í Slakka Símenntun Háskólans á Akureyri og Ríkisútvarpið bjóða í september upp á tíu daga námskeið í dagskrárgerð fyrir útvarp. Kennarar verða starfsmenn RÚV og HA og RÚV sendir út besta efnið sem unnið verður. Viltu verða útvarpsmaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.