Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 19
Kaffið er gott í Mílanó, sem og allur matur og íbúarnir al- mennilegir Það tók 600 ár að reisa dómkirkjuna í Mílanó. lega í henni. Fylgjast má með viðburðum á vefsíðunni www.mil- anoduomo.it Lífið er líka fótbolti Mílanóbúar hafa mikla ástríðu fyrir fótbolta enda eru í borginni tvö sterk fótboltalið, AC Milan og Inter Milan. Leigubílstjórinn, sem hélt með AC, sagði hins vegar að það léku ekki lengur neinir Ítalir með liðunum, bara útlendingar og það væri eins og víðar í Evrópu að eyðileggja fót- boltann. Leigubílstjórar geta oft verið lykilmenn á ferðalögum, það er oft gaman að spjalla við þá um daginn og veginn í hvaða borg eða landi sem er, þeir eru innansveitarmenn og vita hvað klukkan slær, gefa manni jafnvel góðar ábendingar um staði til að skoða eða góða veitingastaði, en það er þá við hæfi að gefa þeim þjórfé. En svo það sé nefnt hér þá er almennt ekki gefið þjórfé í Mílanó. En varðandi fótboltann, þá er oft erfitt fyrir vinstri menn í stjórnmálum að halda með AC þar sem það er í eigu hægri stjórnmálamannsins og auðkýfingsins Silvio Berlusconi. Ef ykkur þyrstir í listalíf, skreppið þá endilega til Brera eitt kvöldið (um 10 mínútna akst- ur frá dómkirkjunni) en þar er skemmtilegt líf, lifandi tónlist á börum, næturlíf og listamenn á götum auk ágætis veitingahúsa. Þá eru ítalskar spákonur áber- andi í hverfinu, sumar hafa túlka með sér og það er nú ævintýri að hafa framtíðarspá með sér í kvöldnesti. Foucault’s Pendulum: Þessi skáldsaga er eftir ítalska heim- spekinginn Umberto Eco og var fyrst gefin út á ensku árið 1990. In the Name of Ishmeal: Spennandi og flókin glæpasaga eftir Guiseppe Genna og gerist bæði í Mílanó nútímans og um 1960. Cabal: Glæpasaga eftir Michael Dibdin og kom út 1992 og fjallar um sjálfsvíg í Vatíkaninu sem leiðir aðalsöguhetjuna Aure- lio Zen til Mílanó og hinna myrku leynireglna. Og fyrir tískuáhugafólkið er nauðsynlegt að horfa á hina sí- gildu mynd The Devils Wears Prada ef þið viljið vita allt um hvernig hinn mílanóski tískuheimur virkar. Meryl Streep fór ein- mitt á kostum í þeirri mynd. Langar þig að lesa um Mílanó á meðan þú ert í Mílanó? Það er gaman að skoða kastalann í Mílanó og markaðinn fyrir framan hann. POLAROIDPOLAROID VEIÐIGLERAUGU GUL, BRÚN OG GRÁ MEÐ FJÆRSTYRK TVÍSKIPT ALVÖRU GLER, STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI HAMRABORG 10 | SÍMI: 554 3200 | SOS@EYEWEAR.IS | OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA: 9:30-18 6.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Það er ef til vill hæpið að nefna það eftir kreppuna en hefur þig alltaf langað til að gista á 5 stjörnu hót- eli en ekki talið þig hafa efni á því? Netið opnar þér allar dyr og þú ert þinn eigin fararstjóri. Fimm stjörnu hótelin bjóða nefnilega upp á afslátt eða til- boð eins önnur hótel og það er hægt að fá gistinótt- ina með allt að 40% afslætti, jafnvel á vel staðsettu hóteli í miðborginni eða nálægt miðborginni ef vel er leitað. Þá er nóttin á svipuðu verði og gott þriggja stjörnu hótel eða fjögurra stjörnu hótel en það er ægilega gaman að baða sig um í fimm stjörnu lúxus í nokkra daga, sofa í reglulega fallegum herbergjum, í góðum rúmum, láta opna fyrir sig leigubílinn og svona. Þetta er hægt í Mílanó eins og öðrum borg- um. Þetta er tilvalið þegar maður ætlar í fárra daga ferð, jafnvel af sérstöku tilefni og svo sannarlega eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Gættu þín samt á mínibarnum, hann er oftast rán- dýr! Þá er bara að haga sér eins og Íslendingur, kaupa sér ódýrt vín í næsta súpermarkaði og lauma því upp á herbergi, það er enginn sem skammar þig! Það er aldrei að vita nema einhverjir frægir séu að gista á sama tíma á stjörnuhótelinu sem getur valdið skemmtilegum uppákomum. Ég skildi til dæmis ekk- ert í því hvers vegna herdeildir af unglingsstúlkum héngu fyrir framan hótelið sem ég gisti á í Mílanó og búið var að girða hópana af eins og á tónleikum. Þá gisti víst strákabandið „Five seconds of summer“ frá Ástralíu á hótelinu, ekki það að það hafi kveikt á neinum perum hjá mér en nafnið fannst mér gott og gæti vísað til íslenska sumarsins. Þeir eru víst heitir núna og hafa hitað upp fyrir „One Direction“ sem kveikir kannski hjá fleirum. Ég sá nú þessa stráka í svip, frekar úfna og þreytulega í morgunverði með steruðum og sköllóttum lífverði en það gerðu nú unglingsstúlkurnar aldrei, sem í von sinni héngu meira en hundrað saman í sólarhring fyrir framan hótelið um að sjá goðin eða fá eiginhandaráritin. Mig langaði svolítið að segja þeim að fara nú að gera eitthvað þarfara, t.d. stofna kvennaband og kanna hvort það fengi svona athygli! Svona getur maður nú orðið hugsi í lúxusnum … En að öðru. Það þarf alltaf að komast frá flugvelli og að hóteli og til þess eru margar leiðir. Þessar hefðbundnu eru rúta og lest og bæði eru til staðar í Mílanó og einnig leigubílar. Leigubílar eru á svipuðu verði og hér heima, aðeins ódýrari, um 10-15%, svo ef verið er almennt að fara lengri leiðir þá borgar sig að taka metró, strætó eða lestir. Það kostar um 90 evrur að taka leigubíl frá Malpensa-flugvellinum, sem Wow air flýgur til og til miðborgar Mílanó. Hins veg- ar eru leigubílarnir að öllu jöfnu ekki neinir eð- alvagnar eins og hér heima þótt Skoda og Fiat standi vissulega fyrir sínu, svo ef þú vilt halda þig við lúx- usinn alla leið þá mæli ég með akstursþjónustunni www.blacklane.com. Þá ertu sóttur af bílstjóra í jakkafötum með bindi á flugvöllum, sem heldur á i- pad með nafninu þínu á svo þú sérð greinilega að hann er að sækja þig og þú upplifir þig sem virkilega V.I.P. Hann kemur á loftkældum, leðurklæddum eð- alvagni eins og Mercedes Benz E-class, með netsam- bandi, lesljósi aftur í og með herðatré fyrir jakkann. Slík afskaplega þægileg þjónusta kostar um 110 evr- ur. En þú verður að panta með 24 tíma fyrirvara. En í stuttu máli er verð á bæði gistingu og samgöngum í Mílanó mjög margbreytilegt og fer eftir þjón- ustustigi og gæðum, hægt að ferðast bæði dýrt og ódýrara, því Mílanó er ekki beint ódýr borg. Gistu á 5 stjörnu hóteli! Þetta 5 stjörnu herbergi virðist hannað í anda Loðvíks 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.