Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 16
Ferðalög og flakk Safakúr í sólarlöndum Morgunblaðið/ Styrmir Kári *Nú þegar heilsubylgja ríður yfir og hvert stór-stirnið á fætur öðru opinberar hvers konar safa-kúr það aðhyllist til að grennast er ekki seinnavænna að skella sér í heilsusamlegt frí. Fyrir-tækið Explore Raw býður ferðalöngum upp áað skella sér í safa-frí til Algarve í viku. Lifað er áheilnæmum vegan-söfum í þrjá daga og þá er smáum hráfæðisréttum bætt við mataræðið. Líkamsrækt er hluti af dagskránni sömuleiðis. Berlín er frábær borg! Erum búin að fara á Mauer-markaðinn og Tyrkja- markaðinn, prófuðum Berlínarpylsu og Berlínarbollu, sem þeir kallar reyndar eitthvað annað. Syntum í sundlaug sem er ofan í kanalnum. Heimsóttum undirheima Berlínar þar sem fólkið leitaði skjóls í loftárásunum í síðari heims- styrjöldinni. Það var magnað. Fórum svo á DDR-safnið þar sem maður fær innsýn í Austur-Berlín eins og hún var. Mjög skemmtilegt gagnvirkt safn. Prufukeyrðum Trabant og kíktum í eldhússkúffur. Sáum Berlínarmúrinn og Checkpoint Charlie. Hér er fullt af skemmtilegum kaffihúsum og veitinga- stöðum, margir víetnamskir góðir. Svo er hér búðin Saturn, þar sem maður finnur tölvuleiki á mjög góðum prís miðað við heima. Allt er ódýrara en heima! Hvað með að ganga í ESB?! Er það ekki eitthvað? Hér er frábært að hjóla, engar brekkur og líka gott bara að ráfa um og njóta mannlífsins. Við komum pottþétt aftur. Sehr schön! Auf Wiedersehen! Sjáumst fljótt! Knús frá Berlín! Þórey og Oddur Þórey og Oddur hafa þvælst um Berlín endilanga. Oddur í austurhluta Berlínar. Á Trabant í Berlín Berlínarpylsan tekin til athugunar. PÓSTKORT F RÁ BERLÍN Fótbolta nútímans er stundum líkt við hringleikahús og hlið-stæðurnar eru ýmsar ef litið er framhjá þeirri staðreynd aðskylmingaþrælarnir í dag eiga skuldlausa ofursportbíla og felaeignir sínar í skattaskjólum víða um heim. Í Barcelona á Spáni er að finna stærsta fótboltaleikvang Evrópu, Camp Nou eða Nývang eins og hann er stundum nefndur á íslensku. Völlurinn er glæsilegt mannvirki – eins og reyndar á við um margar aðrar byggingar borg- arinnar – og vilji maður öðlast tilfinningu fyrir anda nútímans og heimsækja einn af hornsteinum afþreyingariðnaðarins á heimsvísu er tilvalið að bregða sér í skoðunarferð um leikvanginn. Bikarar og búningsklefar Frægir fótboltamenn eru að mörgu leyti eins og karakterar í eftir- minnilegum skáldverkum sem lifa í hugsunum aðdáenda sinna árið um kring. Fótboltaáhugamönnum líður oft eins og þeir þekki við- komandi íþróttahetjur vel, jafnvel betur en nákomna ættingja sína. Þeir blasa við á skjám, forsíðum dagblaða, í auglýsingum orkudrykkja og rakvéla. Camp Nou er nokkurs konar leiksvið margra af hæfi- leikaríkustu fótboltamönnum samtímans. Í skoðunarferð um leik- vanginn er farið niður að grasinu, inn í búningsklefa leikmanna og jafnframt er gagnvirkt bikarasafn félagsins heimsótt. Miðar kosta í kringum 20 evrur. Til þess að upplifa hinu einu sönnu stemningu verður þó einfaldlega að fara á leik með Barcelona. Fjölbreytt og falleg borg Trúarleg lotning skín úr augum gesta Camp Nou þegar þeir ganga inn í stúkuna, virða fyrir sér bikarasafnið, skima yfir völlinn. Sumir fara niður að auglýsingaskiltunum, beygja sig yfir þau og þreifa á grasinu eins og heilögum fleti, slíta kannski upp nokkur strá til að geyma í öskju í bókahillu á heimili sínu. Barcelona er paradís ferðamannsins. Þar er að finna frábæra tap- as-rétti á hverju götuhorni, strönd fyrir sólarþyrsta, menningu og fallegar byggingar. Einkenni borgarinnar er hinn fljótandi arkitektúr Gaudis, byggingar sem virðast iða af lífi. Camp Nou er tákn um ann- ars konar fegurð og áhugamenn um töfra knattspyrnunnar ættu ekki að láta heimsókn þangað framhjá sér fara. AFP BARCELONA BÝÐUR UPP Á FLEIRA EN TAPAS, SÓLARSTRÖND OG FAGRAR BYGGINGAR Hof knatt- listamanna CAMP NOU ER LEIKSVIÐ MARGRA AF HÆFILEIKARÍKUSTU FÓTBOLTAMÖNNUM SAMTÍMANS OG ENGINN ÁHUGA- MAÐUR VERÐUR SVIKINN AF HEIMSÓKN ÞANGAÐ Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.