Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 Fjölskyldan Vissir þú að lundar eru stundum titlaðir trúðar hafsins? GERUM VEL VIÐ OKKUR HEIMAVIÐ ÞEGAR VOTVIÐRI TEKUR VÖLDIN Holl sætindi í súldinni Betra er að baka inni í hlýjunni í faðmi fjölskyldunnar en að ráfa um í roki og rigningu. Morgunblaðið/Golli VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA OG JAFNVEL VIKUR ERU EKKI Í SAMRÆMI VIÐ HUG OG HJARTA ÞEIRRA SEM ÞRÁ AÐ VAKNA VIÐ SÓLINA OG HAFA HANA SKÍNANDI ALLAN DAGINN. RIGNING OG ROK ÞREYTIR LÍKAMA OG SÁL, SÉRSTAKLEGA ÞEGAR LÆGÐIR LÆÐAST AÐ LANDI. TIL AÐ RÍFA UPP ANDANN Á SLÍKUM DÖGUM ER GÓÐ HUGMYND AÐ FÁ FJÖLSKYLDUNA TIL ÞESS AÐ BAKA SÉR SÆTINDI SAMAN, EKKI ER VERRA EF GÓÐGÆTIÐ ER Í HOLLARI KANTINUM. SIGRÚN ÞORSTEINS- DÓTTIR HELDUR ÚTI VINSÆLA MATARBLOGGINU WWW.CAFESIGRUN.COM. ÞAR ER AÐ FINNA ÓTAL VANDAÐAR UPPSKRIFTIR AÐ HVERS KYNS RÉTTUM ÞAR SEM HOLLUSTA ER Í FYRIRRÚMI. HÉR GEFUR HÚN ÞRJÁR LJÚFFENGAR UPPSKRIFTIR SEM HENTA VEL FYRIR FJÖLSKYLDUNA AÐ BAKA SAMAN. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Upplagðir bitar í sumarbústaðinn, útileguna eða bara í sófann í rigning- unni! Gerir 25 bita 90 g mjúkar döðlur 75 g pistasíuhnetur (ósaltaðar) 20 g rúsínur 170 g dökkt, lífrænt framleitt súkku- laði með hrásykri 170 g haframjöl 20 g kókosmjöl Ég legg pistasíuhnetur alltaf í bleyti og fjarlægi svo hýðið sem er utan á þeim. Það geri ég einungis fyrir fal- legri lit á hnetunum en það má alveg sleppa þessu stigi. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél. Látið vélina vinna í um 10 sekúndur eða þar til döðlurnar eru vel mauk- aðar. Setjið í stóra skál ásamt rús- ínunum. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði: Hitið vatn í potti (bara botnfylli) á vægum hita. Setjið skál ofan í sem situr á brúnum pottsins og brjótið súkku- laðið ofan í. Fylgist með því og hrærið öðru hvoru þangað til nánast bráðnað, takið þá af hit- anum. Gætið þess að súkkulaðið of- hitni ekki og að ekki fari vatnsdropi ofan í súkkulaðiskálina. Hellið brædda súkkulaðinu út í stóru skálina og hrærið vel. Hrærið kókosmjöl, hnetur og haframjöl út í stóru skálina. Hrærið öllu mjög vel saman. Setjið plastfilmu í ferkantað 20 cm bökunarform. Þrýstið blöndunni ofan í botninn á forminu þannig að hún sé jöfn alls staðar (engar holur). Kælið í um 30 mínútur. Skerið í bita og berið fram kalt. Nota má aprikósur í staðinn fyrir rúsínur. Súkkulaði- og pistasíuhafrabitar Gerir um 18 litla bita Þessir bitar eru einstaklega góðir fyrir gönguferðina hvort sem maður er á stutt- buxum eða í regngalla. 40 g sesamfræ 40 g kínóafræ 3 msk hunang (úr heilsubúð) Blandið fræjum og hunangi saman í skál. Hrærið vel. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skiptið blöndunni í tvo helminga. Þrýstið helmingunum mjög þétt niður (hafið smábil á milli þeirra). Samtals ætti flöturinn að vera um 18 x 18 cm. Þykktin ætti að vera um 1 mm. Gott er að vera með plasthanska eða dýfa plastsleikju í vatn og ýta ofan á (svo fræin klessist ekki við). Þrýstið þannig að engar mis- fellur séu og ekki má sjást í bökunarpappírinn. Bakið við 180°C í 18-20 mínútur eða þangað til gullbrúnt. Slökkvið á ofninum og látið nammið standa í honum í 10 mínútur. Ekki snerta það strax því fræin eru laus og verða að ná að harðna. Takið nammið úr ofninum (lokið honum strax) og snúið helmingunum varlega við (gott er að nota pönnukökuspaða). Það verður svo- lítið seigt viðkomu en mun harðna. Gætið þess að nammið gæti verið svolítið klístrað við bök- unarpappírinn svo passið að brjóta það ekki þegar þið snúið því við. Þá má skera nammið í bita (notið mjög beitt- an hníf) en þið getið einnig brotið þá með fingr- unum þegar þeir eru orðnir harðir (eiginlega bara skemmtilegra). Endarnir gætu brotnað svolítið við skurðinn ef þeir eru orðnir stökkir því þeir bakast fyrst. Setjið nú bökunarplötuna aftur inn í ofninn, lokið honum og látið bíða þar í um 15 mínútur. Nú ætti nammið að vera orðið nokkuð hart. Best er að geyma það í grunnu íláti því það er ekki gott að stafla bit- unum þar sem þeir gætu klístrast saman. Ef nammið verður mjúkt (eða er ekki nægilega vel bakað) er gott að henda því inn í ofn í nokkrar mínútur þannig að það harðni. Ef nammið brotnar illa eruð þið með frá- bæra afsökun fyrir því að baka það aftur og nota mulninginn út á ís! Kínóa- og sesamnammi Gerir eina böku sem er 22 cm í þver- mál Þessi baka er ekki dísæt en stendur þó vel ein og sér en er algjörlega ómótstæðileg með ís. Innihald – fyllingin 340 g rabarbari, sneiddur 340 g epli, skræld og söxuð smátt 40 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 60 g döðlur, saxaðar smátt ½ tsk kanill ¼ tsk múskat (e. nutmeg) Innihald – toppurinn 40 g spelt 40 g byggmjöl 30 g kókosolía, mjúk (ekki fljótandi) 20 g heslihnetur, saxaðar smátt 50 g rapadura-hrásykur (eða annar hrásykur) 5 msk appelsínusafi ½ tsk kanill Byrjið á fyllingunni: Skolið rabarbarann og saxið í frekar smáar sneiðar (um 1,5 cm). Saxið döðlur og epli smátt. Setjið rabarbara, döðlur og epli í stóra skál. Bætið 50 g af hrásykr- inum út í ásamt múskati og ½ tsk af kanil. Hrærið allt vel saman og setj- ið til hliðar. Í annarri skál skuluð þið setja saman hráefnið fyrir toppinn: Mýkið fyrst kókosolíuna aðeins yfir volgu vatnsbaði, olían á að vera mjúk en ekki fljótandi. Bætið út í skálina spelti, bygg- mjöli, afganginum af hrásykrinum og afganginum af kanilnum. Hrærið vel. Bútið eða klípið kókosolíuna út í deigið og blandið vel saman þannig að úr verði svolítið kekkjótt blanda. Bætið appelsínusafa út í, skeið fyrir skeið, og hrærið í deiginu þannig að það verði enn kekkjóttara. Saxið heslihneturnar frekar smátt og blandið þeim út í deigið. Smyrjið 22 cm eldfast mót með smávegis af kókosolíu (setjið nokkra dropa af kókosolíu í eldhúspappír og strjúkið formið að innan). Hellið fyll- ingunni út í mótið. Athugið að fyll- ingin virkar mjög mikil en hún á eft- ir að síga aðeins þegar hún bakast. Hellið deiginu ofan á og passið að það dreifist jafnt yfir fyllinguna. Bakið við 190°C í 35-40 mínútur eða þangað til berjablandan er farin að sjóða (bubbla) og toppurinn er orðinn gullinn. Takið út úr ofninum og látið kólna í 10 mínútur. Berið bökuna fram volga með t.d. ís. Bakan geymist í ísskáp í nokkra daga og má hita hana upp í ofninum í um 15 mínútur við 180°C. Þannig verður hún eins og nýbökuð. Rabarbara- og eplabaka (crumble)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.