Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 I nnan björgunarsveita lands- ins er að finna gífurlega sér- hæfingu og mikla sérþekk- ingu sem nýtist við margvísleg björgunarstörf sem ná allt frá björgun af hafs- botni til hæstu fjallatinda. Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir sérhæfinguna í raun tvískipta, eftir eðli verkefna og sérhæfingu ein- staklinga innan sveitanna. „Annars vegar er sérhæfing og þekking inn- an sveitanna fólgin í menntun og þjálfun í björgun og hins vegar í þekkingu sem björgunarfólk kemur með inn í sveitirnar úr eigin starfi og menntun.“ Á útkallsskrá Landsbjargar eru rúmlega 4.000 einstaklingar í 95 björgunarsveitum um allt land og hafa verður í huga að allt þetta fólk sinnir starfi í björgunarsveit í sjálfboðavinnu. Þrátt fyrir það eru gerðar strangar kröfur um þjálfun og nám björgunarmanna. „Grunn- þjálfun og nám björgunarmanna er í raun staðlað, þ.e. nýliðar fara í gegnum ákveðið námsferli innan sinnar sveitar, svokallað „Björgunarmaður I“, í eitt til tvö ár, með áherslu á alhliða fjalla- og ferðamennsku, fyrstu hjálp, fjar- skipti, leit og rötun, snjóflóðaleit, umgengi við björgunartæki og öryggismál og fleira. Að nýliða- prógrammi loknu geta björgunar- menn dýpkað þekkingu sína með því að taka námskeið sem falla undir það sem við köllum „Björg- unarmann II“, en þar sækja menn aukna þekkingu á ýmsum sviðum. Síðan kemur það sem við köllum „Björgunarmaður III“, en þá kem- ur sérhæfingin mun meira inn og menn geta m.a. náð sér í kennslu- réttindi í sinni sérhæfingu. Heildarferlið til sérhæfingar tekur að lágmarki fjögur til fimm ár,“ segir Jón, sem bendir á að meðal sérhæfðra verkefnaflokka megi nefna köfun, fjallabjörgun, straum- vatnsbjörgun, fyrstu hjálp í óbyggðum, aðgerðastjórnun, leitar- tækni, sporrakningar, rústa- björgun, fjarskipti, skipstjórn björgunarskipa og fleira sem teng- ist starfi björgunarsveita. Önnur sérþekking innan sveitanna Segja má að í björgunarsveitum sé að finna þverskurð þjóðarinnar þar sem mætist fólk úr öllum stéttum til að vinna saman að sama mark- miðinu, sem er að koma samborg- urum sínum til hjálpar þegar þarf á að halda. „Innan sveitanna leynist mikil sérfræðiþekking sem tengist björgunarsveitarstarfinu ekki beint fyrir fram en mjög gott er að vita af og grípa til þegar á þarf að halda. Það sannaðist t.d. í leit okkar í Bleiksárgljúfri, en að þeirri vinnu komu björgunar- sveitarmenn með sína sérþekkingu, s.s. verkfræðingar, tæknifræðingar, fjallaleiðsögumenn, smiðir, rafvirkj- ar, pípulagningamenn og fleiri,“ segir Jón. Hann fylgdist með að- gerðinni á vettvangi, sem hann segir hafa verið tæknilega mjög sérstaka og sennilega eina þá flóknustu sem björgunarsveitir hafi unnið í langan tíma, sé litið til sérhæfingarinnar sem nýtt var. Aðstæður í Bleiksárgljúfri voru mjög erfiðar og gripu björgunar- menn til þess ráðs að færa rennsli árinnar í gljúfrinu og dæla vatni úr stórum hyl til þess að koma leit- armönnum þangað sem annars var ómögulegt að leita vegna vatns- magns. Guðbrandur Örn Arnarson, einn stjórnenda aðgerða í Bleiksár- gljúfri, fullyrti í samtali við Morgunblaðið áður en aðgerðum Öryggisfundur áður en aðgerðir hófust við Bleiksárgljúfur. Morgunblaðið/Eggert Sérþekking og reynsla sýndi sig við erfiðar aðstæður BJÖRGUNARSVEITIR Á ÍSLANDI ERU SÉRSTAKAR, ÞAR SEM ÞÆR ERU AÐ NÆR ÖLLU LEYTI BYGGÐAR UPP Á SJÁLFBOÐALIÐUM SEM HVER UM SIG KEMUR MEÐ ÞEKKINGU OG REYNSLU INN Í STARFIÐ AUK ÞESS AÐ FARA Í GEGNUM STREMBNA GRUNNÞJÁLFUN OG NÁM Í BJÖRGUN. Texti: Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Engum var hleypt inn á leitarsvæðið án þess að vera með öll öryggisatriði í lagi og réttan búnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.