Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 22
Ábreiða úr ull. 130 x 200 cm. 9.995,- NÚ 7.495,- Bergen ábreiða Stóll, plast, petrol. Verð 24.900,- NÚ 17.900,- Click stóll 140 x 200/60 x 63 cm. Fjer rúmföt VERÐ NÚ 7.495.- VERÐ NÚ 17.900.- ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLUL SPARAÐU 25% AFÖLLUM SUMARVÖRUM Garðstóll með 7 stillingum. 14.900,- NÚ 8.900,- 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 Heilsa og hreyfing Þ að virðist að eitthvað óvenjulegt gerist í manns- sálinni þegar knattspyrna er annars vegar. Mörgum þykir stemningin á vellinum engu lík og sækja aftur og aftur í að horfa á sína menn spila. Aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en skemmtilega samverustund með fé- lögunum á góðum bar eða heima í stofu, með boltann á skjánum og kaldan bjór í hendi. Gaman er að velta fyrir sér sál- fræðinni að baki vinsælustu íþrótt heims, eins og hún snýr að aðdá- endunum sem fylkja sér á bak við, og virðast stundum binda allar sín- ar vonir við, ellefu spengileg hreystimenni á vandlega snyrtri grasflöt. Fáir eru betri til að eiga við gott samtal um fótbolta og sálfræði en Hjalti Jónsson. Hjalti er með dokt- orsgráðu í sálfræði, starfar á geð- sjúkrahúsinu í Árósum og við Há- skólann í Óðinsvéum. Áður spilaði hann með liði ÍBV og vann Ís- landsmeistartitil með liðinu. Sem unglingur æfði hann einnig um skeið með liði St. Pauli í Hamborg. Aðgengi og markaðssetning Aðspurður um vinsældir knatt- syrnu bendir Hjalti á að þar spili saman bæði eiginleikar íþrótt- arinnar sem afþreyingar, sú menn- ing sem orðið hefur til í kringum það að horfa á knattspyrnuleiki, og svo auðvelt aðgengi að íþróttinni. Þannig sé knattspyrna íþrótt sem auðvelt er og ódýrt að stunda: aðeins þurfi völl og bolta og geta þá allir verið með. Þegar fólk svo spilar knattspyrnu í frístundum sé það líklegra til að fylgjast með gangi fremstu knattspyrnuliða. „Eins og staðan er í dag má heldur ekki gera lítið úr markaðssetningu íþróttarinnar. Heilmiklir fjármunir fara nú í að útbreiða áhuga á fót- bolta, og almenningur er mjög móttækilegur fyrir því að fylgjast með leiknum enda getur hann ver- ið æsispennandi og gefið fólki mikla tilfinningalega útrás.“ Bendir Hjalti á að á áhorf- endapöllunum leyfi fólk sér hegðun sem þætti óviðeigandi víðast hvar annars staðar, en geti verið mjög hreinsandi fyrir sálina. „Þegar fylgst er með fótboltaleik getur fólk sleppt fram af sér beislinu og fengið í gegnum það losun fyrir ýmiskonar ergelsi daglegs lífs. Sumir hreinlega umturnast, eru al- gjörlega á valdi tilfinninganna, ým- ist hella úr skálum reiði sinnar yfir dómara og leikmenn eða fallast tárvotir í faðma við sessunauta sína. Þú sérð ekki mikið um faðm- lög milli fullorðinna karlmanna annars staðar en í áhorfendastúk- unni þegar mark er skorað.“ Ekki síður mikilvægur eiginleiki knattspyrnu er að í gegnum leikinn fær mannskepnan tækifæri til að samsama sig öðrum. „Það er ein af grunnþörfum okkar að vilja til- heyra hópi. Þar fáum við fé- lagsskap og samveru en einnig geta þeir hópar sem við tilheyrum að hluta til mótað sjálfsmynd okk- ar. Sumir tilheyra mörgum ólíkum hópum og geta því borið „hatta“ ólíkra hópa. Ég gæti t.d. sagt að ég tilheyri hópnum sem er fjöl- skylda mín, sem fjölskyldufaðir, ég tilheyri hópnum „sálfræðingar“ og ég á líka hlutdeild í hópnum „Man- chester United aðdáendur“.“ Vinir og óvinir Þar kemur fram eitt áhugaverðasta einkenni íþróttarinnar, og nokkuð sem knattspyrna á sameiginlegt með mörgum öðrum vinsælum hóp- íþróttum s.s. amerískum fótbolta, krikket og rúgbí. „Maður getur til- heyrt mörgum hópum á sama tíma, og verið erkióvinur einhvers þegar maður setur á sig hatt eins hóps á einu sviði, en verið besti vinur á öðru sviði. Aðdáandi Manchester getur hlakkað yfir óförum ná- granna síns þegar liðið hans Liver- pool tapar leik en báðir eru síðan á sama báti og samgleðjast þegar enska landsliðið stendur sig vel.“ Þessi þörf til að tilheyra liði, og hvetja áfram, fær fólk til að ákveða að halda með hinum og þessum lið- unum, stundum að því er virðist af mjög litlu tilefni. Sumir velja sér lið út af hverfinu þar sem þeir búa, aðrir út af litnum á treyjunni eða þeir láta valið ráðast af því hvaða lið er sigursælast þá stundina. Ís- lendingar sem fylgjast spenntir með HM velja kannski að hvetja áfram þýska liðið, því þeim þykir þýski bjórinn góður, eða með því spænska því þeir áttu gott misseri í skiptinámi í Madrid eitt sinn. „Og sumir halda gagngert með þeim sem stendur verr að vígi í hverjum leik,“ segir Hjalti. Gaman er síðan að skoða hvern- ig áhuginn á knattspyrnu getur smitast manna á milli. Oft berst t.d. tryggðin við tiltekið fótboltalið á milli ættliða. „Það getur líka ver- ið sterkur hópþrýstingur til staðar um að ekki bara halda með til- teknu liði heldur hafa áhuga á fót- bolta yfir höfuð. Áhugi á íþróttinni er svo almennur að þeir sem ekki fylgjast með geta upplifað sig fyrir utan hópinn, ófærir um að taka fullan þátt í samræðum eða eiga hlutdeild í tilfinningaþrungum sam- verustundum þegar horft er á spennandi leik.“ Liðkar fyrir samskiptum Þannig getur knattspyrnan oft virkað eins og n.k. „smurning“ fyr- ir félagsleg samskipti sem og ís- brjótur, og getur valdið ákveðnum núningi ef knattspyrnuþekkinguna vantar. „Ég verð t.d. að játa að eins gaman og mér þykir að spila fótbolta, þá þykir mér yfirleitt miklu meira spennandi, sem áhorf- andi, að fylgjast með snörpum handboltaleik. Á árunum með ÍBV gerðist það stundum að einhver úr röðum stuðningsmanna gaf sig á tal við mig á förnum vegi og vildi tala um enska boltann, og hélt að ég hlyti að þekkja ensku deildina inn og út, verandi knattspyrnumað- ur. Þessi samtöl enduðu yfirleitt ekki of vel, sirka fimm mínútum síðar, þegar orðið var ljóst að ég vissi ekkert hvað viðkomandi var að tala um.“ SUMUM ÞYKIR FÁTT BETRA EN KNATTSPYRNA Hvað er svona skemmtilegt við fótbolta? SÁLFRÆÐINGURINN OG KNATTSPYRNUMAÐURINN HJALTI JÓNSSON SEGIR AÐ ÍÞRÓTTIN SVARI MÖRGUM GRUND- VALLARÞÖRFUM ÁHORFENDA, S.S. FYRIR ÞAÐ AÐ TIL- HEYRA HÓPI OG FÁ ÚTRÁS FYRIR STERKAR TILFINNINGAR Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Gömul íþróttameiðsli, áverkar og aldur gera það oft að verkum að við drögum úr hreyfingu. Þá er um að gera að leita til sérfræðinga sem hjálpa okkur að finna réttar íþróttir og hreyfingu sem hentar til að styrkja okkur og bæta. Sund og hjólreiðar hafa t.d. hjálpað mörgum að ná sér eftir íþróttameiðsli en það fer þó auðvitað eftir eðli meiðslanna. Leitum liðsinnis sérfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.