Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Blaðsíða 51
6.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Höfundur bókarinnar Stúlkan frá Púertó Ríkó er Esmeralda Santiago, sem deilir merkilegari þroskasögu sinni. Esmeralda er frá Púertó Ríkó og býr í litlu þorpi ásamt foreldrum og sjö systkinum. Hún lærir að lifa af í hörðum heimi þar sem er mikil fátækt og óblíð náttúra á til að minna á sig. Átök eru síðan á heimili hennar. Skyndilega breytist líf hennar og hún flyst ásamt móður sinni til Banda- ríkjanna og þarf þrettán ára gömul að fóta sig í nýrri menn- ingu, læra nýtt tungumál og finna sjálfa sig. Þetta er fyrsta bók höfundar, sem hefur síðan sent frá sér fleiri sögur sem hafa fengið lof gagnrýnenda. Merkileg þroskasaga Allt sem J.K. Rowling snertir verður að gulli og nýjasta skáldsaga hennar, The Silk- worm, er að slá í gegn. Í fyrra sendi hún frá sér sakamálasöguna The Cuckoo’s Call- ing undir dulnefninu Robert Galbraith þar sem aðalsögupersónan er Cormoran Strike sem slasaðist illa í sprengjuárás í Afg- anistan en rannsakar dularfull mál. Í The Silk- worm leitar eiginkona rithöfundar til Strikes en eiginmaður hennar er horfinn. Í ljós kem- ur að rithöfundurinn hafði nýlokið við hand- rit þar sem persónur byggjast greinilega á raunverulegum persónum og þeim er ekki lýst fallega. Útgáfa handritsins myndi leggja líf þó nokkurra í rúst. Ýmsir vildu því örugglega gjarnan þagga niður í höfundinum. Bókin fær afar góða dóma í Sunday Times og ýmislegt í henni er sagt minna á Agöthu Christie og Ruth Rendell. Gagnrýnandinn segir ekki hægt að leggja bókina frá sér, hún sé ómótstæðileg sumarlesning. Þess má geta að bókin er væntanleg í Eymundsson innan skamms. The Silkworm er að slá í gegn og er sögð ómót- stæðileg sumarlesning. NÝ GLÆPASAGA FRÁ ROWLING Sunday Times birti nýlega lista yfir bestu sumarlesningu ársins, eða eins og blaðið segir 100 bestu bæk- urnar til að hafa með sér á ströndina. Íslendingar eiga sinn full- trúa á listanum því blaðið mælir með spennutrylli Yrsu Sigurðardóttur, Brakinu. Sunday Times hefur reynd- ar nokkurt dálæti á bókum Yrsu en þeim eru iðulega gerð góð skil í blaðinu. Yrsa er sannarlega í fyrirtaks félagsskap á sumarlistanum því meðal annarra bóka sem blaðið mælir með eru nýjustu bækur Stephens Kings og J.K. Rowling sem fóru í efstu sæti metsölulista í Bandaríkjunum og Bretlandi við útkomu. Á listanum er einnig Burial Rides eftir hina áströlsku Hönnu Kent, en bókin fjallar um Agnesi Magnúsdóttur og síðustu aftökuna á Íslandi. Meðal annarra bóka má svo nefna A Officer and a Spy eftir Robert Harris, sem er afar góð spennusaga um Dreyfus-málið. Einnig er þar að finna þýska skáldsögu sem hefur vakið mikla athygli og nefnist í enskri þýðingu Look Who’s Back eftir Timur Vermes, en í þeirri bók snýr Hitl- er aftur árið 2011 og reynir að láta til sín taka. Á listanum er einnig skáldsaga sem hefur feng- ið afar góða dóma, Elizabeth is Missing eftir Emmu Healey. Bókin er frumraun höfundar og fjallar um konu sem þjáist af heilabilun og rannsakar hvarf vinkonu sinnar. BRAKIÐ EIN AF SUMARBÓKUM ÁRSINS Spennusagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir á eina af sumarbókum ársins að mati Sunday Times, Brakið. Ljóðabækur Vésteins Lúðvíks- sonar hafa síðustu árin vakið athygli en á árum áður var hann þekktastur fyrir skáldsög- ur sínar, smásögur og leikrit. Nú er komin út ný ljóðabók eftir hann sem nefnist Kisan Leonardó og önnur ljóð. Ljóðaunnendur hljóta að taka henni fagnandi. Undanfarnar vikur og mánuði hafa ljóða- bækur streymt á markað þann- ig að ekki verður kvartað und- an skorti á nýjum ljóðum. Ný ljóðabók frá Vésteini Þroski, dular- fullt þorp og ljóð Vésteins NÝJAR BÆKUR VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON SENDIR FRÁ SÉR LJÓÐA- BÓK. GOSBRUNNURINN ER NÝ ÍSLENSK SKÁLD- SAGA EFTIR GUÐMUND S. BRYNJÓLFSSON. ÞROSKASAGA STÚLKU FRÁ PÚERTÓ RÍKÓ ER KOMIN ÚT. BÓK UM HEKL HLÝTUR SVO AÐ HEILLA ÞÁ SEM UNUN HAFA AF SKEMMTILEGUM HANNYRÐUM. Gosbrunnurinn – sönn saga af stríði er eftir Guðmund S. Brynjólfsson. Aðkomumaður sem hefur auðgast af blekkingaleik hefur hreiðrað um sig í þorpi þar sem mannlífið er afar sérkennilegt og ekkert er eins og það sýnist. Eitt er samt augljóst og það er að gamli gosbrunnurinn á torginu skal endurbyggður. Höfundurinn hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín. Mannlíf í dulargervi Í bókinni Hekl, skraut og fylgihlutir eftir Ros Badger er boðið upp á 20 auðveld verkefni. Þar á meðal er falleg blómakeðja, heklaður lampaskermur og stjörnuborði. Áhugasömum er hjálpað skref fyrir skref með ýmiss konar skemmtileg handverk og myndir fylgja að sjálf- sögðu. Höfundurinn Ros Badger er hekl- og prjónahönn- uður með yfir 25 ára reynslu og er höfundur margra handverksbóka. Blómakeðja og stjörnuborði * Gott dagblað, geri ég ráð fyrir, er þjóðað tala við sjálfa sig. Arthur Miller BÓKSALA 25. JÚNÍ - 1. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 Vegahandbókin 2014Steindór Steindórsson 3 Iceland small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 4 Iceland small World- stórSigurgeir Sigurjónsson 5 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 6 Bragð af ástDorothy Koomson 7 I was hereKristján Ingi Einarsson 8 NicelandKristján Ingi Einarsson 9 Af jörðu - íslensk torfhúsHjörleifur Stefánsson 10 Skrifað í stjörnurnarJohn Green Kiljur 1 Amma biður að heilsaFredrik Backman 2 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 3 Bragð af ástDorothy Koomson 4 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 5 Beðið fyrir brottnumdumJennifer Clement 6 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker 7 HHhHLaurent Binet 8 Maður sem heitir OveFredrik Backman 9 LífsmörkAri Jóhannesson 10 Eða deyja ellaLee Child MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Allt er gott sem endar vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.