Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 I nnan björgunarsveita lands- ins er að finna gífurlega sér- hæfingu og mikla sérþekk- ingu sem nýtist við margvísleg björgunarstörf sem ná allt frá björgun af hafs- botni til hæstu fjallatinda. Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir sérhæfinguna í raun tvískipta, eftir eðli verkefna og sérhæfingu ein- staklinga innan sveitanna. „Annars vegar er sérhæfing og þekking inn- an sveitanna fólgin í menntun og þjálfun í björgun og hins vegar í þekkingu sem björgunarfólk kemur með inn í sveitirnar úr eigin starfi og menntun.“ Á útkallsskrá Landsbjargar eru rúmlega 4.000 einstaklingar í 95 björgunarsveitum um allt land og hafa verður í huga að allt þetta fólk sinnir starfi í björgunarsveit í sjálfboðavinnu. Þrátt fyrir það eru gerðar strangar kröfur um þjálfun og nám björgunarmanna. „Grunn- þjálfun og nám björgunarmanna er í raun staðlað, þ.e. nýliðar fara í gegnum ákveðið námsferli innan sinnar sveitar, svokallað „Björgunarmaður I“, í eitt til tvö ár, með áherslu á alhliða fjalla- og ferðamennsku, fyrstu hjálp, fjar- skipti, leit og rötun, snjóflóðaleit, umgengi við björgunartæki og öryggismál og fleira. Að nýliða- prógrammi loknu geta björgunar- menn dýpkað þekkingu sína með því að taka námskeið sem falla undir það sem við köllum „Björg- unarmann II“, en þar sækja menn aukna þekkingu á ýmsum sviðum. Síðan kemur það sem við köllum „Björgunarmaður III“, en þá kem- ur sérhæfingin mun meira inn og menn geta m.a. náð sér í kennslu- réttindi í sinni sérhæfingu. Heildarferlið til sérhæfingar tekur að lágmarki fjögur til fimm ár,“ segir Jón, sem bendir á að meðal sérhæfðra verkefnaflokka megi nefna köfun, fjallabjörgun, straum- vatnsbjörgun, fyrstu hjálp í óbyggðum, aðgerðastjórnun, leitar- tækni, sporrakningar, rústa- björgun, fjarskipti, skipstjórn björgunarskipa og fleira sem teng- ist starfi björgunarsveita. Önnur sérþekking innan sveitanna Segja má að í björgunarsveitum sé að finna þverskurð þjóðarinnar þar sem mætist fólk úr öllum stéttum til að vinna saman að sama mark- miðinu, sem er að koma samborg- urum sínum til hjálpar þegar þarf á að halda. „Innan sveitanna leynist mikil sérfræðiþekking sem tengist björgunarsveitarstarfinu ekki beint fyrir fram en mjög gott er að vita af og grípa til þegar á þarf að halda. Það sannaðist t.d. í leit okkar í Bleiksárgljúfri, en að þeirri vinnu komu björgunar- sveitarmenn með sína sérþekkingu, s.s. verkfræðingar, tæknifræðingar, fjallaleiðsögumenn, smiðir, rafvirkj- ar, pípulagningamenn og fleiri,“ segir Jón. Hann fylgdist með að- gerðinni á vettvangi, sem hann segir hafa verið tæknilega mjög sérstaka og sennilega eina þá flóknustu sem björgunarsveitir hafi unnið í langan tíma, sé litið til sérhæfingarinnar sem nýtt var. Aðstæður í Bleiksárgljúfri voru mjög erfiðar og gripu björgunar- menn til þess ráðs að færa rennsli árinnar í gljúfrinu og dæla vatni úr stórum hyl til þess að koma leit- armönnum þangað sem annars var ómögulegt að leita vegna vatns- magns. Guðbrandur Örn Arnarson, einn stjórnenda aðgerða í Bleiksár- gljúfri, fullyrti í samtali við Morgunblaðið áður en aðgerðum Öryggisfundur áður en aðgerðir hófust við Bleiksárgljúfur. Morgunblaðið/Eggert Sérþekking og reynsla sýndi sig við erfiðar aðstæður BJÖRGUNARSVEITIR Á ÍSLANDI ERU SÉRSTAKAR, ÞAR SEM ÞÆR ERU AÐ NÆR ÖLLU LEYTI BYGGÐAR UPP Á SJÁLFBOÐALIÐUM SEM HVER UM SIG KEMUR MEÐ ÞEKKINGU OG REYNSLU INN Í STARFIÐ AUK ÞESS AÐ FARA Í GEGNUM STREMBNA GRUNNÞJÁLFUN OG NÁM Í BJÖRGUN. Texti: Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Engum var hleypt inn á leitarsvæðið án þess að vera með öll öryggisatriði í lagi og réttan búnað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.