Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 27
É g eyði megninu af deginum í vinnunni og því skiptir umhverfið mig gríðarlega miklu máli. Það var mér því kærkomið að komast í nýtt húsnæði sem ég gat gert að mínu,“ segir Sigrún sem kveðst vera mjög glysgjörn og litaglöð. Sigrún innréttaði vinnurýmið með það markmið að rýmið myndi fylla hana og starfsfólk hennar innblæstri. „Ég er andleg að eðlisfari og aðhyllist hugleiðslu og hef áhuga á öllu því bjarta og fallega sem heimurinn hefur að geyma. Á veggjum skrifstofunnar má finna falleg skilaboð sem hvetja starfsfólk. Svo er ég með myndavegg þar sem fallegt Búdda- skilti sker sig úr, það var Maggý Mýrdal listakona sem gerði það fyrir mig,“ segir Sigrún. Skrifstofa Sigrúnar er lokuð af með glervegg, þar inni get- ur hún unnið í ró og næði en hefur á sama tíma góða yfirsýn yfir vinnustaðinn. Punktinn yfir i-ið eru svo stórir gluggar og fallegt útsýni yfir Kópavoginn. „Það er ekki hægt að biðja um fallegri vinnuaðstöðu,“ segir Sigrún. Skrifborð skrifstof- unnar eru úr hvítlökkuðum við en það var eiginmaður Sig- rúnar, Reynir Daði, sem hannaði og smíðaði borðin. „Ég er forvitin og hef fjölbreytt áhugamál. Þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur þá fyllist ég miklum áhuga og helli mér í verkefnið,“ útskýrir Sigrún sem finnst mikilvægt að hafa fallega hluti í kringum sig. „Ég lími upp myndir og texta sem tala til mín og veita mér innblástur,“ segir Sigrún sem dreymir um að útbúa lítið altari í vinnunni. „Við altarið gæti ég endurnýjað mig og náð hugarró í gegnum hugleiðslu. Ég er nú þegar komin með lítið altari heima, þar hef ég kertaljós, talnaband, Búddalíkan og aðra fallega hluti sem hafa tilfinningarlegt gildi fyrir mig. Núna þarf ég bara að finna hinn fullkomna stað undir altari í vinnunni.“ Sigrún er þessa dagana í óðaönn við að hanna, þróa og framleiða nýjar spennandi vörur fyrir Gyðja Collection. „Ég er orðin mjög spennt að afhjúpa þessar nýjungar.“ Sigrún er einnig önnum kafin við að undirbúa námskeið sitt og Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur sem haldið verður á Balí í október og kallast Konur til athafna. „Þar hjálpum við konum við að byggja upp sjálfstraust sitt, setja sér markmið og fullmóta drauma sína og/eða viðskiptahugmyndir,“ segir Sigrún sem lýsir námskeiðinu sem andlegu ferðalagi. „Þá fá konur tækifæri til að kynnast sjálfum sér og læra að fylgja hjarta sínu. Við munum byrja hvern morgun á hugleiðslu og jóga í sólarupprás áður en farið er í dásamlegan morg- unverð, svo hefjast fyrirlestrarnir.“ Myndaveggur skrifstofunnar, listakonan Maggý Mýrdal gerði Búddaskiltið.Eiginmaður Sigrúnar, Reynir Daði, smíðaði og hannaði skrifstofuborðin. Á skrifstofu Gyðja Collection er þægilegt andrúmsloft. Vinnurými sem veitir innblástur HÖNNUÐURINN SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR FLUTTI NÝVERIÐ MEÐ FYRIRTÆKI SITT, GYÐJA COLLECTION, Í NÝTT HÚSNÆÐI SEM HÚN HEFUR NÚ INNRÉTTAÐ OG HANNAÐ EFTIR SÍNU HÖFÐI OG ÚTKOMAN ER FALLEG. Guðný Hrönn gudnyhronn@gmail.com FALLEG SKRIFSTOFA Í KÓPAVOGI * „Ég er forvitin og hef fjöl-breytt áhugamál. Þegar ég tekmér eitthvað fyrir hendur fyllist ég miklum áhuga og helli mér í verk- efnið.“ 20.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 REYK JAV ÍK | AKUREYR I OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 RA – FYRIR LIFANDI HEIMILI ALESSI ÁVAXTASKÁL Tvær stærðir. Verð: 21.990 / 26.990 POUL PAVA KÖKUDISKUR Verð: 7.490 VIDIVI KÖNNUR 6.990 POUL PAVA Mikið úrval POUL PAVA KÖNNUR Verð: 2.145 STK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.